Kvennablaðið - 01.07.1898, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 01.07.1898, Blaðsíða 3
51 brautir, finna nyjar atvinnngreinir, og búa sér þannig til veg, þar sem hann var ekki til áður. Kg veit að bæði mér og tnörgum öðrum finst fleira en gott eitt hafi leitt af menta- fvsi fólksins. Okkur finst skólagengna fólk- ið ónytt til vinnu og að frá þvt' stafi sú óbeit og fyrirlitning fyrir allri líkamlegri áreynslu, sem nú á sér stað. Okkur finst, að ])essi mikla menta fysn, sem við viljum kalla oft leti eða breytingagirni, sem dregur fólkið, einkum stúlkurnar, í kaupstaðina, spretti bein- línis og óbeinlítiis af þessttm auknu mentnn- ar og lærdómslindum skólunum. Mér finst eðlilegt, þótt ttnglingana langi til að nema eitthvað, sem gæti létt þeim að komast vel áfram og greitt götu þeirra í líf- inu til heilla fyrir sjálfa þá og aðra. Og þótt nú um tíma só svo að sjá, sem allflest' ir haldi að þeir séu mestir mennirnir, sem aldrei vinna með líkamanum, þá vona eg og held, að það verði að eins stundar veiki, nokk' urskonar barnasjúkdómur 19 aldarinnar, sem kotni af þröngsyni og grunnhygni manna, sem eru að byrja að skygnast inn í mentun og mannréttindi, og halda að til þess að njóta þess hvorstveggja hevri iðjuleysi og ódugnað- ur. En þegar fólk lærir meira, eða það hefir rekið sig nógtt lengi á, þá mun það sanna, að dugnaður og ráðvendni eru og verða fyrstu skilyrðin til velmegunar. Þegar vinnufólkið hefir dvalið nokkur harðindaár atvinnulaust í kauptúnum og heima í sveitum í lattsa- mensku, og bændur hafa fengið sér vélar til að vinna vms nauðsynlegustu verkin, þá fer það að sanna, að það er ekki einungis þægð húsbændantia, að fá verkafólk, heldur er verkafólkinu líka þága í að fá vinnu, því á henni verða þó allir þeir að lifa, sem lítið eða ekkert eiga nema tvær hendur tómar og hraustar. Mér finst ég sjá í anda (en það eru nú ef til vill kerlingar ofsjónir), að 20. öldin muni eiga skynsamara fólki á að skipa hér hjá okk- ur enn sú 19. hefir haft nú að undanförnu, og að þá verði betra samkonutlag milli hjúa og húsbænda eun nú hefir verið síðustu árin: þá hafi hvortveggju lært af reynshtnni, að þeir geti hvorugir án annars verið, þá verði gerð- ur meiri og sanngjaruari munur á góðu og ónytu hjúi, hvað laun snertir og annað, og að þá sjái hjúin, að þau nota einmitt réttindi stn þegar þau semja um vinnu við aðra, og að það sé aðeins barnaskaptir, að halda að þau hafi mist nokknð af mannréttindum sín- um, ])ótt þau verði að hlyða húsbændunum þann umsamda tíma, sem þau hafa ráðist hjá þeirn. Þá vona ég, að allir reyni í sameiningu að finna einhver ráð til að bæta margt setn nú fer aflaga. Og einkum hygg ég að þá sjái menn, að þeir þurfi ekki að hrekjast vest- ur um höf til þess að geta haft ofan af fyrir sér. Hér eru nógir möguleikar fyrir duglegt velvittnandi fólk. Vilji það taka alla vittnu að sér, eins og það hefir gert sem farið hefir til Ameríku, þá mun það geta komist af hér heima og verða líka langtum sælla, því það er þó satt, sem skáldið segir: »Svo transt við Island mig tengja bönd, Ei trúrri binda son við móðnr, Og þótt ég færi nm fjarlæg lönd, Og fagnað væri mér setn bróðnr, Mér yrði gleðin að eins veitt til bálfs. A ættjörð minni nýt ég fyrst min sjálfs. Þar elsk’a eg flest, Þar un’i eg bezt Við land og fólk og feðra tungn. Vinnufólkseklan Stutt athugasemd við bréf »kerlingar i Crarðs- horni«. Kvennablaðið er mjög þakklátt gömlu sóma- konunni úr Garðshorni fyrir bréf hennar, og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.