Kvennablaðið - 24.09.1902, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 24.09.1902, Qupperneq 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 cents vestan hafs). ij^ verðsins borgist fyrirfam, en a/3 fyrir 15. jtílí. ♦ Uppsögn skrifleg bundin við ira- mót, ogild nema komin sé til út- gef. fyrir x. okt. og kaupandi hati borgað að fullu. 8. ár. Reykjavík, 24. september 1902. M 10. Klæðnaður kvenna. ARGIR hafa þá skoðun, að við vinnu eigi menn ætíð að vera illa klæddir, og um þetta eru bæði karlar og konur oft sammála. Þeim finst það einmitt eigi við, og má þar segja, að „það þurfi ekki að vanda skírn handa fátækra manna barni“. Auðvitað er sú vinna til, sem það væri hrein og bein heimskuleg eyðsla að klæða sig við í góð föt. En mörg vinna er líka til, sem er svo þokkaleg, eða getur verið það, ef rétt og þrifalega er að henni farið, að föt þurfa ekki að skemmast við hana, nema af eðlilegu sliti. Tökum til dæmis heyvinnu á túnum eða á þurlendi í góðu veðri. við hana er mjög leiðinlegt, og meiðir alla fegurðartilfinningu að sjá fólk sóðalega og illa klætt. Alveg er því eins farið að sjá stúlkur sitja inni við vinnu sína, í óhreinum fatagörmum. Þar eiga þær að vera þokkalega klæddar, þó ekki væri af öðru, en af virðingu fyrir húsbændunum. . Eldhússverkin eru af mörgum kölluð „draslverk", enda eru margar stúlkur líka fremur „draslara"legar við þau. En ekki er það viðkunnanlegt að stúlkan, sem er að búa til matinn handa heimilisfólkinu sé í svo ó- hreinum lötum, að ryk og óhreinka hristist af þeim ofan í hann, eða að menn megi vera bræddir við að það komi fyrir, að hár og hverskonar óhreinleiki fari í matinn í með- ferðinni, eða að stúlkan matbúi með óhrein- um höndum. Stúlkur þær, sem sóðalega eru klæddar, gefa sjaldan um, að halda höndum og andliti sínu heldur hreinlegu. En það þarf ekki að fara saman, að vera þokkalega klæddur og viðhafa sundurgerð og eyðslusemi í fataburði. Flestum húsmæðrum mun þykja skemtilegra, að stúlkur þeirra gangi snoturlega til fara, en þær munu þó flestar óska þess, að þær nýti föt sín, og fari spar- lega og þrifalega með þau. Allflestum ungum stúlkum þykir líka skemtilegra, að vera laglega klæddar. Þótt þær séu f eldhúsi eða mjólki í fjósi, þá er þeim vorkunnarlaust, að vera f þokkalegum peisu- eða treyjufötum. Þær þurfa ekki ann- að, en klæða sig á morgnana þokkalega, greiða sér og setja upp húfuna. En til hlífð- ar fötum sínum við óhreinku og sliti, geta þær haft stóra hlífðarsvuntu, jafnsfða pilzinu úr striga, og lausar ermar upp fyrir olboga, annaðhvort prjónaðar, eða úr einhverju öðru óvönduðu efni. Innan undir eru þær þá hrein- ar og þokkalegar, og geta fleygt þessum hlífðarfötum, þegar þær koma inn, eða hverfa frá óhreinkuverkunum. Margar stúlkur þykjast ekki hafa efni á, að klæða sig laglega hversdagslega, en kaupa sér ( þess stað dýr spariföt, dýr sjöl, silki- svuntur, fín klæðispeisuföt o. s. frv. í þess- um fötum eru þær einstöku sinnum, og þá mættu flestir halda, að þetta væru alt aðrar stúlkur en þær, sem koma til dyranna dag- inn áður fram úr eldhúsinu, eins og þær hefðu legið alla sína æfi í öskustó. En betra er minna og jafnara. Eg fyrir mitt leyti gef miklu meira fyrir þá stúlku, sem eg sé jafnan þrifalega og laglega klædda rúmhelgu dagana, þótt hún sé aldrei „fín“ á helgidögunum, held- ur en tilhalds jómfrúrnar í klæðisfötunum og silkisvuntunum á sunnudögunum, sem ganga alla hina dagana í götóttum sokkum með skötubörðin á pilzunum og svo óhreinar svunt- ur, að er.ginn getur getið sér til hvaða lit þær hafa einhvern tíma haft. Auðvitað eru mörg verk til, sein rétt er

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.