Kvennablaðið - 30.11.1902, Page 4

Kvennablaðið - 30.11.1902, Page 4
84 KVENNABLAÐIÐ. „Eg hélt þér geðjaðist að því eins og áður. Þér var vant að líka það vel“. „Já á kveldin — þegar hér var forsæla". Blásvarta hárið hennar var orðið grátt, og andlitsdrættirnir skarpir og magrir. Hún var far- in að verða lotin, og augun lýstu svo einkenni- lega stór og dökk í magra andlitinu hennar. Þeg- ar Anna kom út þá brosti faðir hennar framan í hana. Kona hans tók eftir því og stundi þungt og sárt. „Hvar er Magnús?" „Er hann ekki kominn ofan ?“ Irma hálfstóð á fætur. „Eg hef haft urn svo margt að hugsa". „Það hefði eg átt að hugsa um pabbi minn. Eg vissi að hann svaf, en.........“ „Eg hefði nærri því átt heimtingu á — eða vonað, — að sonur minn heiðraði mig með ham- ingjuóskum. Og kandidatinn ?“ „Ef til vill sefur hann llka“. „Nei", svaraði Anna og roðnaði við. „Samsæri líklega. Maður má ekki vera alt of forvitinn á slíkum hátíðisdögum", sagði faðir þeirra blíðari 1 rórnnum. „Þú borðar ekkert, vinur minn“, sagði Irma, og horfði áhyggjufull á tóma diskinn hjá manni sínum og þreytusvipinn á honum. „Taktu þér kaldan fugl, eða eitthvað annað". „Það spillir matarlistinni, að telja bitana of- an í mann“, svaraði hann, og hratt stólnum langt frá borðinu. „Dálítið minni aðgætni væri vel- gerningur". Hún sneri sér frá honum með tárin í aug- unum. Hann reiddist öllu, sem kona hans sagði, hvað meinlaust, sem það var. Hann ámælti sjálf- um sér fyrir ranglæti sitt, og lofaði í hljóði bót og betrun. En altaf sótti í sama horfið. Augu hennar, sem fylgdu honum alstaðar, spyrjandi, tortryggjandi, ástrík og óumflýjanleg þreyttu hann og píndu meira en alt annað. Vagninn og hestarnir biðu framan við dym- ar. Vagninn var luktur, að innan fóðraður með silki, vagntaumarnir silfurbúnir, hestarnir af dýr- asta kyni og vagnstjórinn með svartan silkihatt háan og í hvítum klæðisjakka. Bankastjórinn fór á hverjum morgni ofan að járnbrautarstöðvunum, ogþaðan með járnbrautinni inn til borgarinnar, en kom svo heim afturtilmið- degisverðar klukkan fimm. „Eg vil hafa vagninn luktan", sagði hann við Andrés, sem kom út á tröppurnar með silkidúk á handleggnum og tösku í hendinni. „Þá verða þeir allir leiðir niður við hliðið. Þeir hafa ætlað sér að gerayður ofurlitla óvænta gleði". „Svo?“ svaraði bankastjórinn bæði glaður og þó kvíðafullur. „Seztu þá upp í vagninn hjá öku- manninum og komdu með spottakorn". Irma stóð enn þá úti f- forskygninu. Hann hljóp upp til hennar og sagði: „Fyrir- gefðu mér! Eg hefi sofið illa 1 nótt, og er ekki með sjálfum mér. Þegar eg kem aftur, þá skal eg vera 1 tyllidaga skapi". „Við verðum að borða fyr en vant er. Þú kemur líklega svo fljótt, sem þú getur“. „Þú ættir að vita það — það geri eg ætlð". Rómurinn var nú breyttur, hann var að því kominn að reiðast á ný. „Og svo er eitt enn þá", það var auðséð hún átti bágt með, að stynja því upp. „Þú tekur víst peninga með þér heim?" Honum hnykti við. „Peninga? — Núna aftur!" „Það er handa sendimanninum og-----------—“ „Já, — eg veit það". Hann beygði sig niður og kysti hana, en hug- urinn var langt í burtu. Hún leit upp á hann og gleðin skein úr augum hennar. Anna hoppaði upp á fótpallinn, þegar faðir hennar var seztur í vagninn. „Þú ættir líklegaað hafa rósir 1 hnappagatinu pabbi?“ „Já vissulega. — Hvernig gat eg gleymt því?" Hún festi nú svartrauða og gula rós í hnappagatið, og svo brostu þau bæði hvort fram- an í annað. Þegar vagninn beygði við, þar sem vegurinn lá í bugðu, þá leit hann heint og veifaði hattinum. Andlitssvipur dóttur hans lýsti því, að hún var annars hugar, en augu konu hans fylgdu honum, hungruð eftir kærleika. — Vegurinn lá gegnum skóggarðinn, fram hjá aldingarðinum, órangetrjánum, pálmahúsinu og vín- viðarlystihúsinu, þar sem sólargeislarnir brotnuðu á gluggunum. Bankastjórinn lét aftur augun. „Fagrara getur ekki að llta", sagði Andrés og sneri sér inn að vagnklefanum. „Drottinn sjálf- ur vill halda daginn hátíðlegan". „Nei, nei!" Hann hallaði sér aftur á bak í sætið aftur, og Andrés sá, að nú vai húsbóndinn ekki í því skapi að skrafa og skeggræða. — Alt 1 einu nam vagn- inn staðar. „Hvað gengur að?" „Fyrirgefið að eg tef yður, en mig langaði til

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.