Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 28.01.1903, Blaðsíða 4
4 KVENNABLAÐIÐ. skornir bekkir, borð með innlögðum myndum og fágætar postulínskrukkur, með mjúkum, marg- breyttum litum, ásamt skrautbundnum bókum og koparstungnum myndum. — Alt þetta hjálpaðist til að gera þetta litla herbergi að svolítilli inndælli Paradís. Hér þótti bankastjóranum bezt að drekka kaffið sitt með „likör“ eftir miðdagsverðinn, og reykja vindilinn sinn á eftir. Þannig )á hann nú uppi 1 legubekknum í marglitri silkifóðraðri síðkápu, teygði úr sér og hálfsvaf, milli þess sem hann fekk sér reyk úr vindlinum, eða dreypti í kaffið eða „líkör“glasið. Þá kom gömul kona gangandi veginn, sem lá upp að hliðinu. Hún bar ferðatosku í hend- inni og litaðist um í allar áttir. „Hvað vill kvenmaðurinn?" spurði Karlson, sem kom þjótandi í móti henni með körfu fulla með portvlnsflöskur. „Það er víst áreiðanlegt, að Stjernskóg banka- stjóri á hér heima?" „Já, auðvitað". „Fylgdu mér þá til herbergja hans“. „Verið þér nú hægar, svo auðveldlega gengur það nú ekki“. Komið heldur aftur á morgun, þegar klukkan er milli 4 og 5. Hann virti hana fyrir sér undrandi. Hárið var silfurhvítt, augun dökk og skær, andlitsdrætt- imir grófir en reglulegir, vöxturinn þrekinn og kraftalegur. Búningurinn? Þar nam hann staðar í hugsunum sínum. Hún er ofan úr sveitum, og engin heldri kona“, úrskurðaði hann seinast með sjálfum sér. Tveir þjónar, sem komu berandi körfu á milli sín, roeð einhverju í, vöktu athygli hennar. „Er gestavon hingað?" „Já, meira en hundrað manna, landshöfðingja- hjónin, barónshjónin, „kammerjunkeren", óberst- inn og . . . Hún hleypti brúnum og sagði: „Sjáðuþáum að eg geti náð fundi hans áður en þessir stórhöfð- ingjar koma. Segðu að frú Svenson sé hér, Karen Svenson". „Svenson?" I rómnum lá óeftirhermanleg fyrirlitning. „Máske þér hafið nafnspjald". „Nafnspjald?" át hún eftir honum hlæjandi. Nei, þesskonar hefi eg aldrei átt“. „Þá er vissast að koma aftur í annað sinn. Núna hef eg heldur ekki tíma“. „Jæja, það stendur líka á sama. Sjái hann um sig — eg sé um mig. Ur því eg er komin hingað, þá hverf 'eg ekki frá svo búin, fyrir annað eins lítilræði". Svipur hennar og tillit var ekki síður fyrirlitlegt, en hans hafði verið. Bankastjórinn hrökk upp af svefnmókinu við hávaðann, spratt upp úr leguhekknum, og leit út undan sér 1 spegilinn. Hann hafði heyrt, að ein- hver vildi finna hann — en hver var það?“ „Þvílíkur aumingi sem eg er orðinn", hugsaði hann með sér, þegar hann stóð þar titrandi af órósemi. Gesturinn nam staðar í útidyrunum að an- dyrinu, og litaðist um. — Svo kom hún auga á hann. Augu þeirra mættust. „Anton litli!" Hann stóð þar forviða, og alveg eins og steini lostinn. „Mamma? Núna, og án þess að láta mig vita áðurl" „Þurfti þess með? Er hér máske ekki nægilegt rúm handa mér?" „Kæra móðirl Víst er það til", sagði hann og tók í töskuna hennar. Augu hennar skutu eldi, er hún sagði: „Ef eg er ekki velkomin, þá sný eg við aftur þegar í stað". „Náttúrlega ertu velkomin, mamma. En þetta kom svo flatt upp á mig. Hvernig hefði mér getað dottið í hug, að þú gætir ferðast svo lang- an veg. Hvernig komstu hingað?" „Líkt og annað ferðafólk, með jámbrautar- lestum, gufubátum og. . . " „En neðan frá brautarstöðvunum?" Á fótunum. Það sem ekki er meira en tuttugu mínútna gangur". „Að hugsa sér, að þú sért svona ern á sjötugs aldri", sagði hann hálf öfundsjúkur. Honum varð svo undarlega hlýtt innanbrjósts af þvf að sjá hana standa þarna svona í fullum krafti, og þegar hann faðmaði hana að sér, þá fannst honum snöggvast sér vera borgið. „Þú býr þá í höll", sagði hún og litaðist um. „Nei, segðu ekki það". „Kóngurinn sjálfur getur ekki átt betra. Hefði eg vitað hvernig hér var, þá hefði eg aldrei komið hingað. Þú skrifaðir svo fallega um, að þú hefðir keypt svo lítinn blett, sem þú ætlaðir þér að lifa á í ellinni. Er það héma?" „Ellin er nú ekki komin enn þá. Lít eg svo- leiðis út?" „Eg hefi varla séð þig enn þá“, sagði hún og leit ástúðlega á hann. Hann hafði breytzt mikið, vöxturinn var grannari, en þó glæsilegri, fram- gangan tfguleg og frjálsleg, hárið grátt, og þunt

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.