Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 18.02.1903, Blaðsíða 5
KVE NN ABLAÐIÐ. 13 oss fyrir föt vor, könnur og bolla. En gaflana vantar þar algerlega. Vér furðum oss því nú á að sjá af ritgerð, sem lærður ítalskur maður, að nafni Giovanni Lambroco hefir samið, að gafíallinn, þessi nauð- synlegi hlutur, sem að voru áliti er óhjákvæmilegt áhald við máltíðirnar, hefir ekki komið til Norð- urálfunnar fyr enn 1000 árum eftir fæðingu Krists, og gekk þá seint að ryðja sér til rúms. Ekki vekur það síður undrun vora, að viltu þjóðirnar á Nýju-Guineu Fid-ji-eyjunum o. fl. hafa brúkað gaffal frá ómunatímum, löngu áður en Evrópu- menn þektu nokkuð til hans. Gaffallinn er fyrst nefndur í annálum Piers Domano’s, sem segir frá þeirri nýlundu, að tyrk- nesk prinsessa hafi komið með hann til Feneyja og þar hafi brúkun hans verið álitin sælífs merki. (Niðurl.). Sjónleikar. U í 4 kvöld samfleitt hefir leikfé- lagið leikið hið nýja leikrit Ind- riða Einarssonar: „Skipið sekkur" fyrir fullu húsi. Aðsóknin hefir verið svo mikil, að öll sæti voru uppseld deg- inum áður en leikið var. Leikrit þetta er í 4 þáttum. Helztu per- sónurnar í þvf eru: Sigríður kona Johnsens verzlunarstjóra, Einar Jónsson bókhaldari, John- sen verzlunarstjóri, Brynhildur dóttir þeirra Johnsens hjóna, Hjálmar Pálsson stórbóndi ofan úr sveit, Kristján kandídat í læknisfræði, unnusti Brynhildar, Thorkelín kaupmaður og kona hans. Leikrit þetta hefir þegar fengið óvenju- lega góðar viðtökur, þrátt fyrir það, að það er sorgarleikur. Það hefir líka margt það til sfns ágætis, sem fólki geðjast vel að ; það er tekið úr íslenzku nútíðarlífi, hér í höfuð- stað landsins, fer mjög vel á leiksviðinu, og er breytilegt að efni. Frú Sigríður er aðalpersónan í leiknum, og hitt fólkið snýst að meiru eða minna leyti um hana. Það er vandasamt hlutverk, sem frk. Gunnþórun leysir svo vel af hendi, sem ætla má að hér verði gert. — Lyndiseinkunn- ir frú Sigr. eru ekki óbrotnar, og þvf sfður íslenzkar. Hún virðist hafa orðið fyrir áhrif- um af ýmsum konum úr Ibsens-leikritum, og þó einkum frá „Fruen fra Havet". Eins og hún, heillast hún og töfrastaf sjónum.sem seiðir hana og dregur að sér með ómótstæðilegu afii. Eins og hún, ætlar hún að slfta öll bönd og flýja á brott frá manni sínum, barni og heim- ili með hálfókunnugum manni, og eins og hún, hættir hún við alt þetta, þegar á á að herða. Islenzkri konu mundi seint koma til hugar, að hlaupast á brott með manni, sem hún hafði þekt fyrir tuttugu árum, og verið f einhverju lftilsháttar tilhugalffi við, án þess þó að nokkur orð hefðu fallið þar á milli. Og sízt af öllu mundi „vorþráin" hafa orðið svo sterk hjá fertugri íslenzkri konu, að henni kæmi til hugar, að hlaupast frá heimilinu, þeg- ar það væri svo að segja á öðrum endanum, og unnusti einkadóttur hennar væri nýlagður á lfkbörurnar, þótt hún væri saman með þess- um manni fáeinar klukkustundir. Einmitt af því hvað íslenzkum konum hlýtur að vera þetta skapferli ólíkt og óeðlilegt, þá er það furða, hvað frk. Gunnþórunni hefir þó tekist að gera úr þvf. Brynhildi dóttur þeirra Johnsens hjóna, leikur frk. Laura Indriðadóttir. Hún er Iftt vön að leika, en leysir þetta hlutverk mjög vel og eðlilega af hendi. Einkum má taka fram, hvað óvanalega eðlilega hún kemur fram gagnvart unnusta sínum og föður. Sorg hennar eftir unnustann og skilnaður hennar við föður sinn, er mjög eðlileg og tilgerðar- laus. Kristján Þorgrímsson leikur Johnsen verlz- unarstjóra. Þar verður nú auðvitað sjaldnast komið mikilli fþrótt við, nema helzt f síðasta þættinum, enda er öll hans framkoma áður, að mestu leyti eintóm drykkjulæti, sem mættu stundum ef til vill vera minni, þótt drykkju- mönnum verði á hinn bóginn engar reglur settar, til að haga sér eftir. Einar Jónsson bókhaldari er önnur aðal- persónan. Hann hefir verið lengi við verzl- unina og veitir henni 1' raun réttri alla for- stöðu í fjarveru Johnsens, sem aldrei er með réttu ráði vegna drykkjuskapar. Friðfinnur prentari leikur hann Ef höfundurinn sjalfur

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.