Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kost- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) l/3 v^rðains borgist fyrfram, en 2/a fyrir 16. júli. Úppsögn skriíleg bundin við ára- mót, ógild nema komin só til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. II. ár. Reykjavík, 31. ágúsí 1905. M 8. Hvernig á að koma í veg fyrir útbreiðsiu berklaveiki á heimilunum.? Eftir Hj. Tidström lækni við brjóstvcikisspitala „Þjóðfélagsins11 i Stokkhólmi. Eitt af mikilvægustu meðulunum í barátt unni gegn berklaveiki er eflaust það, að koma á fót stofnunum til að einangra iungnasjúk- linga. En af því að land vort getur ekki borið allan þann kostnað, sem leiðir af nægi- lega mörgum og góðum berklaveikis spítölum, þá verðum við' að starfa eftir megni að því, að ailur sá fjöldi berkl.iveiklinga, sem ekki geta fengið slika hirðirtgu og hjálp, verði gerð- ir svo óskaðvænir sem unt er, með skynsam- legri meðferð, svo þeir fái mótstöðuafl móti berkla sóttkveykjunni. Til þess að ná þessu takmarki útlieimtist, ekki einungis að lungnaveiklingurinn læri sjálfur og só haldið að því, að vera varkár með hrákana sína, sem geyma mesta sótt- næmið, heidur þarf á allan hátt að auka þekkingu manna á því, hvað alt hreinlæti og heilbrigðisreglur eru nauðsynlegar, til þess að almenningur ekki einungis sjái þetta og viður- kenni, heldur breyti líka eftir því, svo mikið, sem unt er. í fyrsta lagi verður að halda því fram, hvað berkiar séu sóttnæmir, en þó með stiilingu og án þess að lnæða fólk um of. Bakteríu- hræðslan, sem nú er svo almenn, verðúr að minka, en í hennar stað koma ijós þekking um að lungnaveiklingar, sem „gæta sín“, sóu ekki hættulegir fyrir heimilisfóikið. Auk þess ættu menn að fá glögga þekkingu og trú á því, að lungnaveiki iæknast oft, ef hún er tekin í byrjun og öllum skynsemis og heilbrigðisregl- um er fylgt. Margir auka nú áhyggjur og sorg berklaveiklinga með því að forðast þá, þegar að eins þyrfti að gæta þess, að heimta af þeim að þeir væru varkárir í umgengni sinni við aðra. Það er ekki nóg að varnarreglum sé fyigt gegn útbreiðslu sýkinnar í opinberum bygg- ingum, verksmiðjum o. s. frv., heldur verður baráttan gegn berklabakteríunni að færast inn á líeimilin, þar sem samgöngurnar milli sjúk- iinga og heilbrigðra eru tíðastar. Og hér heflr húsmóðirin mikilvægt ætlunarverk að inna af hendi. Vissulega er hún oft alger- loga magnlaus, einkum í kofum fátæklinganna, þar sem sýkin útbreiðist mest, en þó má oft, ef viðhöfð er varkárni og stöðug viðleitni, gera óheilnæmt heirr.ili heilnæmt. ' En til þess út- heimtist sem áður er sagt, ekki einungis góð- ur viiji, heldur einnig þekking um hvernig öllu á að haga til. Eg vil í sambandi við þetta setja fram þrjár spurningar og leitast við að svara þeim: 1. Hvernig á lungnaveikissjúklingurinn sjálf- ur að haga sór til þess að útbreiða ekki sóttnænri? 2. Hveruig á að hirða heimilið til þess að sjúklingurinn verði hættulaus fyrir sam- býlisfólkið ? 3. Hvernig eiga heiibrigðir að fara með sig til þess að veikjast ekki? Hvernig á lungnasjúklingurinn sjálfur að fara að, til þess að útbreiða ekki veikina? Hrœkja aldrei á gölfiö eða í stiga og ganga! Ilrækja œtið í sérstaka hrákadalla! Þessi og þvíiík ráð, um að hrækja frá sór og liósta upp -— eiga þó jafnt við sjúka sem heilbrigða. Því auk þess hvað það er óþrifalegt að hrækja á gólfm, stigana eða gangana. o. s. frv. þá er ómögulegt að vita hvað margir af þeim, sem hafa langverandi kvef eru í raun og veru berklaveikir í lungunnm, en batnar svo eftir lengri eða skemmri tíma. En á meðan þeir eru ekki albata af þessu, þá getur verið jafn-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.