Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 2
lc VENNABt AÍ)IÍ). S8 mikil hætta að þeir útbreiði sóttnæmið og hinir, sem allir vita að eru sjúkir af lungnaveiki. I hverju herbergi skul ætíð vera hrakadall- ur með vatni, sem sldft er um og hreinsaðir eru á hverjmn degi. Gömlu hrákadallarnir með sandi í eru ófærir, því þeir þurka upp hrák- ana, sem þyrlast svo upp í ioftið, þegar dall- arnir eru hreinsaðir. Því er vatnið bezt í döllunum. Sóttvarnanneðul saman við það eru óþörf, því hrákarnir haldast fijótandi í vatninu, og bakteríurnar þyrlast þá ekki út. Beztir eru hrákadallar sem eru með trektmynd uðu loki, — hrákadaliar til að festa á vegg eru betri en gólfdallar, því þá er ekki hætt við að hrækist utan hjá, eins og oft vill til um dalla á gólfi. Því verður jafnan vandlega að gæta að því daglega, og þerra það upp með votri tusku, sem til einskis annars er brúkuð. ' Þeir, sem ekki hafa ráð á að kaupa sér hrákadall, geta brúkað venjulega leirskái. Lungnasjúklingurinn á ætíð að hafa sinn sórstaka hrákadall, sem daglega verður að hreinsast vandiega. Hrákadallar úr pappír, sem gerðir eru til að brennast daglega, eru sjálfsagt góðir, en þeir verða of dýrir til lengd- ar fyrir fátæklinga. Nýlega hefir verið haldinn þjóðfundur í Washington af mæðrum, til þess að tala um •barnauppeldi, einkuin stúlkubarnanna. Fund- inn sóttu konur frá öllum héruðum í sam- bandsríkjunum. Roosewelt forseti kom þar líka og hélt ræðu, sem vakti almenna undr- un einkum af því að sömu skoðun hafa flest- allir foringjarnir fyrir kvenróttindamálunum í Ameríku. Hér skal að eins settur útdráttur úr ræð- unni, af því vör lítum svo á, sem það muni vera samhygðarmál flestra kvenna: „Þjóðmenning vorra tíma hefir haft margar gleðilegar breytingar í för með sór, en henni fylgja líka margar hættur. Ein slík hætta er bráður vöxtur borganna, sveitunum til stór tjóns. En þó er ástand heimiiislífsins enn þá mikilsverðara. Það gerir m.inna til hvaða störf menn hafa fyrir stafni, meðan heimilið er gott, og húsbændurnir gera skyldu sína gagnvart skylduliði sinu, heimilisfólki, nágrönnum og ríkinu. Þá skiftir minna hvort húsbóndinn starfar upp í sveitum eða í borgunum, hvort hann vinnur með höndum eða höfði. En velferð ríkisins eða þjóðfélagsins er kom- in undir því, að heimilin séu góð, og sam- komulagið milli hjónanna og barnanna gott. Það er komið undir því, að húsbóndinn sé góður eiginmaður og faðir, og að húsmóðirin þekki og ræki skyldur sínar. Hvorki auðæfi, tign eða skraut gagnar mönnum, þegar til iengdar lætur, ef heimilis- lífið er óholt. Ef manninn vantar ráðvendni, kjark, heilbrigða skynsemi og látleysi, ef hann er ekki fús til að leggja á sig erfiði og skort, og berjast af öllum kröftum fyrir konu sinni og börnum, og ef konan er ekki góð eiginkona og móðir, sem getur og vill rækja hina fyrstu mikilverðustu skyldu konunuar, að fæða og ala upp andlega og iíkamlega hraust börn, og svo mörg, að ekki sé hætt við að þjóðinni fækki. Skylda mannsins er að skapa heimili og bera önn fyrir konu og börnum. En skylda konunnar er að vera honum góður aðstoðari og fóiagi, og trygg og umhyggjusöm móðir barna sinna. Eg held að skyldur konunnar séu þyngri og ábyrgðarmeiri, og því met eg skyldurækna eiginkonu enn þá meira en skyldurækinn eiginmann. Eg tala hór fyrir fjölmennri samkomu af mæðrum og eiginkonum, sem vinna og strita hvíldariaust, án þess að sjá fyrir endann af vinnu sinni. Engin móðir á auðvelt hlutverk. Flestar þeirra verða að berjast gegn sorgum og áhyggjum, og þó vildi engin góð móðir skifta þeim gleðistundum og sorgum, sem hún hefir átt við að búa, móti því að lifa eigin- girninnar kalda lifi, að eins fyrir sjálfa sig. Sú kona, sem er góð eiginkona og móðir, verðskuldar virðingu vora öllum fremur. Enginn óþokkaskapur er andstyggilegri en sá, sem ódrenglyndur maðursýnir konu sinni og börnum sínum, þeim, sem hann ætti að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.