Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.08.1905, Blaðsíða 4
60 K VENNABL AÐIÐ. Nemphill. Heldur pú hann geíi nokkuð um - - “. „Nei, ekki hann má ske“. „Heldur pú að e^.myndi gera svo iítið úr mér að tala við hann?“ „Gera svo lítið úr þér! Nei, takið þið nú eftir", sagði Oharley, „ætii herbergismær lítil- iækkaði sig þó hún talaði við ungan heldri mann! “ „Já einmitt lítillækkaði sig, endurtók eg, því það gerði eg ef eg leyfði ungum manni að' gera sér dæit við mig. En hættum nú Charley, við skulum ekki tala um slíkt“. „En því mættir þú honum þá núna fyrir tveimur dögum eitt kvöld í blómsturgarðin- um? Eg sá þig, og eg hefði verið búinn að tala um þetta við þig ef eg hefði ekki haft annað að gera“. „En heyrðirðu ekki að eg sagðist ekki bafa einu sinni séð hann mr. Nemphill Ilann er nú líka systrungur við húsmóðir mína. Þú ættir að skammastþín, Charley. Já, það ættir þú að gera“. „Eg verð líklega að trúa mínum eigin aug- um“, sagði hann. „Eg ætti líklega að þekkja þig aftur. Og eg aðvara bæði þig og hann að gera það ekki aftur“. „Gerðu það Charley! Hiustaðu nú á! eg segi enn þá einu sinni að eg hefi aldrei gert það eða einu sinni dreymt um það, og eg hefi aldrei látið nokkurn mann vera með nokkurt léttúðartal eða tillit við mig. Segðu nú bara að illa liggi á þér eða — „Eða hvað? sagði Charley ertnislega. En eg var gröm yfir tortryggni hans og svaraði: — „Eða við skiljum sem engir vinir. Ó, þú ert bæði rangsleitinn og vondur!“ „Það er svo“, sagði hann. En það er ekki mér að kenna þótt eg fari í hundana, eða láti ráða mig í herinn“. „Ekki mér heldur“, sagði eg, þótt eg væri nærri því með grátstafinn í hálsinum þrátt fyrir öll hreystiyrðin. Eg vildi hafa geflð al- eigu mína til þess að mega taka í hendina á Charley, en eg var of stórlát til þess, af því mór fanst þetta vera svo ranglát sakargift. Hvað átti eg að erinda við mr. Nemphill, eða hann við mig?“ „Þið stúlkurnar eruð allar eins“, sagði Char- ley. Nú kveð eg þig Lucy. Eg gat ekki komið upp nokkru orði fyr enn eftir stundarkorn, þá sagði eg: „Ó, Charley, enn að þú skulir geta vefið svona heimskur". „Þetta er ekkert svar“, sagði hann. „Segðu annað hvort já eða nei“. En þótt j.ú af til- viljnn hittir mr. Nemphill, þá var svo sem ekkert, i hættunni. Það var heldur ekki svo dimt. En mín meining var ekki að ákæra þig, en eg sá þig“. „Þú sást mig ekki Charley". „Heyrðu nú Lucy“, sagði hann óþolinmóð- lega. Við erum trúlofuð og eg giftist þér, — svo fljótt sem mér er mögulegt. Segðu mér nú satt, að þú værir í garðinum um kveldið og eg skal aldrei tala eitt orð um það framar. Eg treysti þér sannarlega Lucy, og ef þú lofar þessu senr eg bið þig, þá skal eg aldrei framar minnast á mr. Nemphill“. „En Charley, sagði eg“. „Ekkert en“, sagði hann, mór þykir vænt um þig, og þér þykir vænt um mig, er það ekki satt? „Jú, það er satt“, sagði eg lágt. „Jæja, eg ásaka engan. Eg felst á að það hafi verið hending. Þið hafið hitzt af tilvilj- un. Eg skal aldrei láta bera á að eg hafi séð ykkur saman. Játaðu nú Lucy, og eg skal halda orð mín — og við skulum giíta okkur fyrir jól, stelpa mín. Nú, nú -—hverniggeng- ur það? Ef þú vilt ekki gera þetta, þá full- vissa eg þig um að eg verð hermaður og kem aldrei heim aftur““. Hvað átti eg nú að gei'a? Eg elskaði Char- ley, og hann elskaði mig, og þó vildi hann ekki trúa mér. Eg vissi hve þrár hann var, og að hann mundi stökkva loiðar sinnar og gera sig að hermanni, eins og hann hótaði mér, ef eg „jataði" ekki. Eg gat ekki sagt slíka lýgi, og á hinn bóginn ef eg gerði það ekki, þá misti eg Charley! — og hann liafði lofað að tala aldrei um þetta. En svo var mannorð mitt í veði! Karlmenn eru jafnan vanir að grafa alt upp, sem þeir hafa heyrt um stúlkur, skömmu eftir giftinguna. Þeir eru eintómt hunang og síróp þangað til þeir

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.