Kvennablaðið - 19.12.1905, Qupperneq 5

Kvennablaðið - 19.12.1905, Qupperneq 5
KVENNaBLAÐIÐ. 93 voru reiðubúnar að höggva inn í mjúkt maunakjöt. Vargarnir stukku upp á bakið á Don Juan, og héldu sér i'ast í aktýgjunum. Anna sat og hugsaöi um hvort þeir mundu nú éta þau algerlega upp. eða hvort menn mundu næsta morgun finna ein- hverjar ieifar af hinum sundurtættu limum þeirra i blóðstokkna, sundurtraðkaða snjónum. „Nú liggja líf okkar við“, sagði hún, um leið og hún laut niður og þreif í hnakkann á Huglæs. • „Láttu hann vera! Það dugar ekkert! Það er ekki hundsins vegna, sem vargarnir eru á ferðinni i nótt“. Síðan sneri Gústi við heim að bænum á Bergi. En vargarnir eltu hann alveg heim að fordyrisriðinu. Hann varð að verja sig fyrir þeím með svipunni. Þegar þau voru komin að riðinu þá sagði hann: „Anna, ef þú ert slík kona, sem eg held þig, þá lætur þú nú sem ekkert sé um að vera. Láttu ekki bera á þér“. Heimiiisfólkið heyrði bjölluhljóminn og kom út. „Hann er með hana“, köliuðu þau, „hann er með hana! Lifi Gústi Berling!“ og gestirnir voru faðmaðir af hverjum á fætur öðrum. Þau voru ekki spurð frótta. Það var liðið langt fram á nótt, og ferðafólkið var þreytt af þessari voðaferð og þurfti hvildar við. Anna var komin. þá var nóg. Alt hafði gengið vel, ekkert hafði skemst nema Oarinna frá Staels, og græni ferðatrefillinn frá henni Ulriku gömlu. Allir í húsinu sváfu. Þá reis Gústi upp, kiæddi sig og læddist út. Hann tók Don .Tuan hljóðlega út úr hesthúsinu, beitti honum fyrir sleðann og ætl- aði af stað Þá kom Anna St.jernhök út úr húsinu. „Eg heyrði þig ganga út“, sagði hún. Eg er búin til ferður með þér“. Hann gekk til hennar. tók í hönd henui og 8agði: „Skilur þú það þá elcki enn þá? Það getur ekki orðið. Guð vill það ekki. Hiustaðu nú á og reyndu að skilja það. Eg var hérna í dag til mið- dagsverðar, og sá sorg þeirra og örvinglun út af trygðarofi þínu. Þá fór eg til Borgar tii þess að sækja þig og flytja þig hingað til Fordínands. En eg hefi verið níðingur, og verð aldrei annað Eg sveik liann, eg hélt þér eftir handa sjálfum mér. Hér er gömul kona, sem trúir því að eg verði að manni. Eg sveik hana. Og önnur gömul veslings kona hérna vill þola hér sult og kulda, einungis til þess að fá að deyja hjá vinum sínum, en eg var reiðubúinn að láta hann vonda Sintram taka heim- ili hennar. Þú varst fögur og syndin er þægileg. Það er létt að tæla Gústa Berling. 0, hvaða vesalingur eg er! — Eg veit, hvernig þau elska heimilið sitt. og þó var eg nýlega reiðubúinn að selja það fram til eyðileggingar. Eg gleymdi öllu þinna vegna. þú varst svo ijúf i ást, þinni. Eu nú, Anna, nú, síðan eg hefi séð gleði þeirra yfir þér, þá vil eg ekki halda þér. Nei, eg vil það ekki. Það ert. þú, sem hofðir getað gert mig að manni, en eg má ekki halda þér. 0, elskan mín! Hann þarna uppi leikur sér að vilja vorum. Nú er tími t.il að beygja sig undir hans agandi hendi. Seg, að þú frá þessum degi viljir taka þína byrði á þig! Allir þarna inni treysta þér. Seg að þú skulir vera hjá þeim og verða þeirra stoð og stytta! Ef þú elskav mig, ef þú vilt létta mór mina djúpu sorg, þá lofaðu mér þessu! Elskan mín, ertu svo hjartaprúð og göfuglynd að þú getir sigrað sjálfa þig og gert það hlægjandi?11 Hún tók hrifin við boði sjálfsafneitunarinnar. „Eg skal gera alt sem þú vilt; fórna sjálfri mór og gera það hlægjandi“. „Og hata þó ekki fátæku vinina mína?“ Hún brosti angurblítt. „Svo* lengi sem eg elska þig. svo lengi skal eg elska þá“. „Nú fyrst veit eg hvílík kona þú ert. Það er þungt að fara núna frá þér“. „Vertu sæll Gústi! Guð fylgi þér! !Mín ást skal ekki tæla þig til syndar“. Hún sneri sér við á leið inn í húsið. Hann fór á eftir henni. „Æt.lar þú að gleyma mér fljótt? „Farðu nú Gústi! Við erum þó einungis menn“. Hann fleygði sér upp i sleðann, en þá kom hún t.il baka. „Manstu ekki eftir úlfunum?“ „ tíg er einmitt að hugsa um þá. En þeir hafa lokið erindi sínu. Þeir hafa ekki framar erindi til mín í nótt“. Knn þá einu sinni breiddi hann faðminn á móti henni, en Don Juan varð óþolinmóður og fór af stað. Gústi sat öfugur og hafði ekki enn tekið taumana til sin, heldur horfði enn þá heim að Bergi. Svo beygði hann sig ofan að sleðabríkinni og grét, af örvæntingu. „Eg átti hamingjuna og rak hana sjálfur brott frá mér, Því hélt eg henni ekki ? Ó, Gústi Berling! Þú hinn sterkasti og veikasti allra manna!“ * * * Aths.: „Gösta Berlingssaga“, eftir Selma Lagerlöf, hina frægu skáldkonu Svía, er sú skáldsaga, sem fyrst bar nafn hennar út um allan hinn mentaða heim. Meðal Svía hefir þessi saga náð óvenjulogri hylli, einkum af alþýðunni, og verið gofin út 6 sinnum. Hún er í 38 kapitulum, og er þó jafnframt hver ” kapítuli sjálfstæð saga. — Það or einmitt einn af sögunnar aðalkostum, þvi verður hún jafnan ný og fersk. Eg er byrjuð á að þýða þessa bók á islenzku svo hún verður innan skamms gefin út, og eg vildi því gefa mönnum kost á að sjá hana. Eg hafði ætlað að láta í Kvbl. 3 fyrstu kapítulana, af því þeir einkenna bezt sögupersónurnar, en svo varð

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.