Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 1
Krennablaðið kost- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlcndis 2 kr.60 [cent vestan. hafs) 1v^TðBÍns borgint fyrfram, en */q fyrir 16. júli. iH-unatUatúb. * Uppaögn ■krifleg bundin við kra- mót, ógild noma komin sé til út- get. fyrir l. okt. 9g kaupandi hafl borgað að fullu. 12. ár. Reykjavík, 3 0. Janúar 1906. M I. Um leið og Kvennablaðið hyrjar sinn 12. árgang, þakkar það öllum vinum sín- um vinsamleg viðskifti, og óskar þeim öll- um árs og friðar. Kvennablaðið hefir nú komist fram úr fyrstu bernskuárunum, og vonar, að það eigi langa og góða fullorðinsæfi fyrir höndum. Það hefir nú í ellefu árverið aðalmálgagn ís- lenzkra kvenna, sem þó, því miður, hafa sjálfar látið alt of litið til sín heyra í því. Það er ekki nóg, að ritstjórar blaða séu vel ritfærir menn sjálíir, og hafi bæði áhuga og vit á mörgu, sem lil þjóðþrila heyrir. Það er ekki nóg, að þeir einir láti til sín heyra, t)jóðin sjálf verður að taka til máls í blöðunum. Hún verður að vita, hvað hún vill, og hvað henni þykir ábóta- vant, og hvernig hún vill láta bæta úr því. Það er ekki nóg, að geta dæmt það og það blaðið ónýtl, eða þær og þær greinar óhæfar, menn verða að sýna, að þeir vilji þá eitt- hvað annað og betra, með því að láta í ljósi óskir sínar og þarfir. Blaðamennirnir fálma í blindu eftir því hvaða andlega fæ'ðu megi bjóða þeirri þjóð, sem aldrei lætur til sin heyra. Hvað skilur hún af því sem er á dagskrá? Hver eru hennar áhugamál? Þannig getur Kvennablaðið með réttu spurl: Hver eru áhugamál íslenzku kvenn- anna? Svo margt er það, sem þessi síð- ustu ellefu ár hefir verið ritað um og rætt bæði Kvbl. og hinum íslenzku blöðunum, að eitthvað af þvi hefði getað vakið svo mikið bergmál eða samhygð í sálum kvenna, að þeim þætti sér skylt að taka til máls og láta álit sitt í ljósi, annaðhvort í Kvbl. sem þeirra eðlilegasta málgagni, ellegar þá í einhverju hinna blaðanna. En svo hefir þó ekki farið. Alt virðist fara fram hjá þeim. Ekkert megnar enn þá að vekja íslenzkar konur alment, af þeirra margra alda dauðamóki. Vitaskuld eru ýmsar konur sem eru fullvaknaðar og sjá þetla og finna. En þær eru þó ekki komnar það langt að þær vilji fara að ýla við systrum sínum. Þær þekkja ofvel deyfðina og áhugaleysið til þess að þær hafi von um að sér takist að létta því bjargi frá vorri andlegu gröf, sem útibyrgir sólarljós nýrra tíma, svo að það geti leikið um þessar stirðnuðu sálir og vakið þær lil lífs og framkvæmda. Ekki vantar það þó að fólk haldi ekki að það sé fært í allan sjó. Það sér svo ógn vel hvað að er hjá blaðamönnunum, og öðrum, sem eitthvað segja. En til að hrekja það vantar ba:ði áræði, dugnað og vilja. Kvennablaðið hefir oftsinnis skorað á konurnar, bæði ungar og gamlai að skrifa um eilthvað, sem þeim væri mest hugar- haldið um. Örsjaldan hafa þó konur notað sé.r það og skrifað um nokkur mál, og þær sem hafa gert það, hafa þá helst verið af eldri kynslóðinni. Yngri konurnar, einkum hinar ógiftu, hafa alveg þagað og liklega — pískrað. Eg hefi heyrt vel mentaða, unga hefð- arstúlku segja: »Hvað eigum við að gera með réttindi? Við höfum meir en nóg réttindi. Hvað eigum við að gera með sér- stök tjárráð? Eðlilegast er að maðurinn hafi þau. Við fáum, það sem við þurfum og þá er nóg«. Móðir hennar var kona hálaun- aðs embættismanns og fékk hjá honum vissa mánaðarpeninga til heimilisþarfa. — Annað þekti dóttir hennar ekki. Eg hefi líka eínu sinni heyrt mann

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.