Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 67 deildin, en máttu þó og að vísu starfa jafn- framt fyrir sínum eigin hagsmunum. Gjalda áttu undirdeildirnar til aðaldeildarinnar í Reykja- vlk, en jafnframt var þá meðlimum þeirra heimilt að koma á fundi þar og greiða at- kvæði. Bróðir Þorbjargar Sveinsdóttur, hinn frjáls- lyndi stjórnmálaforingi og alþingismaður, Bene- dikt Sveinsson, barðist af alefli fyrir því, að I Reykjavík yrði settur á stofn lögfræðisskóli og að svo yrði stofnaður úr honum og hin- um tveimur æðri menntastofnunum landsins, prestaskólanum og læknaskólanum, sameigin- leg mentastofnun eða hásJcóli. Bæði Þorbjörg Sveinsdóttir, sem í raun og veru var lífið og sálin í félaginu, forsetinn, Sigþrúður Pétursson háyfirdómarafrú og ýmsar fleiri í stjórn félags- ins studdu af kappi þetta mál. Iínda var há- skólamálið eitt af aðaímálunum í stefnuskrá félagsins við stofnun þess. Félagið gaf 2000 kr. til háskólans. En í gjafabrjefinu var á- kveðið, að stofna skyldi með þessu sjóð til styrktar fyrir konur, er stunduðu nám við hinn fyrirhugaða háskóla. En I lögum félagsins, sem samþykt voru 26. jan. 1895, var það fast ákveðið að til- gangur félagsins væri fyrst og fremst að efla réttindi kvenna. I fyrstu grein laganna stendur, að mark- mið þess sje að berjast fyrir auknum réttind- um íslenzkra kvenna og með samvinnu að efla þekkingu þeirra og fróðleik að öllu leyti. Auk þess vill féiagið styrkja kvenfólkið í fjár- hagslegu tilliti og styðja öll þau mál, sem efst eru á dagskrá þjóðarinnar. Eins og eg hefi getið um í skýrslu minni, var það einmitt íslenzka kvenfélagið, sem sendi áskorun til alþingis um að taka upp kosningarétt kvenna á stefnuskrá sína sum- arið 1895. Undir þessa áskorun skrifuðu 3500 kon- ur, og voru þó ekki nema tveir mánuðir til að safna undirskriftum. Það var ekki okkur að kenna, að alþingið gaf áskoruninni engan gaum, og eg tel oss það sóma, að við höf- um orðið fyrstar til þess af Norðurlandakon um að senda löggjafarþinginu svotia áskorun. Þriðja stærsta kvenfélagið er Hvítaba)idið. Það var ogstofnaðfyrireitthvað ioárum. Gerði það Þorbjörg Sveinsdóttir og fósturdóttir hennar, ungfrú Ólafia Jóhannsdóttir, með til- styrk ungfrú Ackermann frá Ameríku. Fé- lagið er all-fjölment, einkum í kaupstöðun- um, enda veitti alþjóðafélag Hvítabandsins nokkurt fé til ferðakostnaðar við fyrirlestra- höld hingað og þangað á landinu, og þann- ig tókst að stofna margar félagsdeildir. Hin- ar íslenzku konur vinna mjög að bindindis- máluni og stofna, í félagsskap með karlmönn- um, margar Goodtemplarstúkur víðsvegar um land alt. Auk þessara þriggja stærstu kvenfélaga, hafa núna siðustu árinu mörg kvenfélög ver- ið stofnuð, bæði í Reykjavík og öðrum stærstu kaupstöðuin landsins. Einnig eru kvenfélög víðast í sveitum, einkum á Norðurlandi. En ennþá hafa þau eigi mikið barist fyrir kosn- ingarrétti kvenna. Flest þeirra fást við ýtns mannúðarfyrirtæki. En nú kunnið þér að spyrja: Er þá engin hreyfing núna orðið meðal kvennþjóð- arinnar íslenzku til þessað efla rjettindi hennar. Jú, að vísu. En við höfum hingað til verið að vonast eftir foringja meðal hinna göfug- ustu mentakvenna landsins, foringja, sem not- uðu stöðu sína, álit, gáfur og þekkingu til að hrinda kvenréttindamálum okkar áfram. En nú er það svo, að þessar konur lifa oft of góðu lífi til þess að finna, hvar skór- inn kreppir að, njóta ylsins af góðu heim- ili og álits af virðingarstöðu mánna sinna og feðra. Þeim finst því lítil ástæða til að berj- ast fyrir auknum réttindum systra sinna, þar sem hinsvegar iná búast við, að þær fai hlát- ur og hæðni fjóldans í launaskyni — að tninsta kosti til að byrja með. Við verðum því að líta I aðra átt, til almennings, til kvennanna, sem vinna sjálfar fyrir sér. Til allrar hamingju er hjer hvorki skríll eða reglu- legur höfðingjaflokkur. Mismunurinn verður því eigi sérlega mikill. Það eru til jafn-gáf- aðar konur í bænda-, iðnaðarmanna- og verk- mannastéttinni í sveitum og kaupstöðum eins og í æðri stöðum. Að vísu hafa þær minni þekkingu og almenna mentun, en þær verða þá að reyna að afla sér þekkingarinnar. En

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.