Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 4
68 KVENNABLAÐIÐ. þá fá þær að finna til erfiðleikans og haft- anna. I baráttunni verður þeim Ijósara og ljósara, að til þess að geta notað krafta sína full- komlega, verða þær aðhafa áhrif á löggjöfina. Ef vér sameinum okkur allar og kom- um með réttarkröfur vorar til þingsins, verð- ur okkur vafalaust veitt áheyrn. Islenzku þingniennirnir hafa vanalega tekið vel í mála- leitanir vorar. Þeir ætlast að eins til, að vjer gerum sjálfar eitthvað, enda er það hið minsta, sem af oss er heimtandi. Eftir Elsu Ek. (Frli.^. „í þessu félagi œtti að tiltaka eitthvað sem þá minstu upphæð, sem nokkur mætti hafa til að lifa á“, sagði Agða áköf. „Eg liefði viljað halda fyrir- lestur einmitt um þetta efni“. „Þú?“ sagði Þóra Hall tortrygnislega. „Já, — ef eg hefði kjarkinn til þess. Heldur þú að eg gæti það ekki, Pétur?“ „Jú, það er áreiðanlegt, ef þú fengir ekki heila- blóðfall þegar þú stigir upp i ræðustólinn“. „Já,“ sagði Agða, „en annars langaði mig til að segja margt um það mál“. „Mér skilst, sem frú Hedmann ætlist til, að tak- mörk séu sett fyrir því, hve mikið hver einstaklingr- ur megi eiga", skaut Akerström fram í. „Eg er ekki fjarri þvi“, svaraði Agða. „En þó er mjer það ekki eins ljóst og hitt, að takmörk ættu að setjast fyrir þvf, hve djúpt menn mættu sökkva í eymd og fátækl". „Þau takmörk eru til“, sagði Akerström; „það eru fátækrahúsin". „Fátækrahúsin", át Agða eftir með fyrirlitningu. „Þar fá hungraðir menn og hælislausir fæði og skýli. Og eg held, að það væri ekki sem heppileg- ast, að þau hús væru gerð mjög aðlaðandi. En þau eru til þegar í nauðirnar rekur“. „Ef reglusemin og fyrirhyggjan væru dálítið meiri en nú er alment orðið, þá mundu flestir þeirra, sem nú eru á fátækrahúsunum, aldrei hafna þar“, sagði Akerström. „Ef svo er, þá er það höfuðatriðið, að skapa þá reglu og fyrirhyggju", svaraði Agða. „Það ætti að vera vandalítið, að lækka dáiítið kröfurnar til lífsins og spara meira en gert er“, sagði Akerström. „Já“, það sýnist mér", tók Þóra Hall fram í; „verkmannalaunin eru nú orðin svo há, að engin fátækt ætti framar að vera til “. „Ogæfan er, að kröfurnar til lífsins hafa hækk- að miklu rneir en tekjur rnanna", sagði Akerström. „Því ber ekki að neita", sagði Pétur, „að lægri stéttirnar eru óskiljanlega hirðulausar um hag sinn. Þær hugsa að eins um líðandi stund og geta svo ekkert þegar á móti blæs". -- En í þessu kom þjónn inn og sagði honum, að spurt væri eftir hon- um í talþræðinum. Þóra Hall hafði skilið orð Péturs dálítið öðru- vísi en hann ætlaðist til og hélt nú áfram: „Já, það er ótrúlegt, hve skeytingarlaust fólk getur verið, jafnframt því, sem óánægjan og umkvartanirnar magnast. Það er sama, hvernig verkamönnunum líður; þeir verða aldrei ánægðir". „Ánægðir!" svaraði Agða. „En því ættu þeir að verða ánægðir? Mennirnir sækjast sífelt eftir betri og betri lífskjörum, og mér sýnist ekki betur, en að verkamannaflokkurinn eigi enn langt í land til þess að fá allar réttmætar kröfur sínar uppfyltar". „Almenningi líður einmitt nú sem stendur ágæt- lega“, sagði Þóra Hall. „En það er alt öðru máli að gegna um húsbændur og vinnuveitendur. Frændi minn í Eikabæ er nú t. d. alvarlega að hugsa um að hætta vei'ksmiðjurekstri sínum; svo þreyttur er hann orðinn á hinum ósanngjöruu kvöfum verka- lýðsins". „Líklega einnig vegna þess, að har.n þykist nú liafa dregið nógu mikið saman", kastaði Akerström fram (. Agða starði á Þóru Hall og undraðist, hve skilningslaus hún væri á máiefni alþýðunnar, sem þó var eigi skilin frá henni sjálf nerna af einum ættlið, að þvi er Agða hafði heyrt. „Látum svo vera", sagði Agða, án þess að skeyta um síðustu orð Þóru Hall, „að daglaun verkamannsins séu nokkuð há, en meðan ekki er betur hugsað um það, en nú gerist, að tryggja hann gegn sjúkdómum, og svo um ellidaga hans, þá er ekki hægt að lá honum, þótt hann sé óánægður og honum þyki staða sín ótryggileg". í þessu kom Pétur inn aftur. Hann kinkaði kolli til konu sinnar, eins og til samþykkis, og hafði hann þó ekki heyrt nema síðustu oið hennar. »Hver getur verið ánægður og ugglaus hér í þessum heimi?" sagði hann. „Hvað segið þið t. d. um það, að geta aldrei sett sig niður í góðum fé- lagsskap og aldrei lagst til hvílu neitt kvöld, án þess að mega búast við að verða þá og þegar ó- náðaður? — Nú verð jeg að fara langt út í sveit til

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.