Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 09.09.1906, Blaðsíða 1
j£>ennablaðið kost- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) 7 s v^rðsins borgist fyrfram, en 7* fyrir 16. júli. XH'unal'taíiib. Uppsögn skrineg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til iit- get. fyrir 1. okt. og lcaupandi hafl borgað að fullu. Reykjavík, 9. september 1906. M 9. 12. ár. ^llþjóða-kvennaf unðurinn í Kaupmannahöfn 7.—II. ágúst. Mrs. Chapmann Catt setti fundinn. Þarvar saman kominn fjöldi kvenna frá 14 löndum. Þar af voru 9 lönd, sem höfðu gengið inn í alþjóðasambandið. Rússland var tekið upp í fundarbyrjun, með því að þar eru komin á fót mjögfjölmenn kosningaréttarfélög kvenna, sem starfa mikið að því, að koma þessu máli á dagskrá Dumunnar. Finnland, sem nú hef- ur fengið fullan politískan atkvæðisrjett og kjör- gengi kvennatil jafns við karlmenn, var og talið með sem einskonar heiðursmeðlimur. Á fund- inum mætti og 1 kona fyrir Ítalíu, sem ekki var enn þá upp tekin í fjelagið, en hafði þó komið á fót pólitiskum atkvæðisréttarfélög- um. ísland, sem engin slík félög hafði, og því hefði ekki haft rétt til að hafa neinn full- trúa, fékk og alveg sömu réttindi og hin löndin, að því undanskyldu, að bæði Italía og ísland gáfu sínar skýrslur síðast. Þó var ísland látið ganga fyrir. Sömul. vildi mrs. Chapmann Catt, að jafn-oft væri tekið til máls fyrir ísland og hin löndin, og bað mig því að tala um íslenzk lcvenfélög á einum fund- inum, þar sem Norðurlandakonurnar skyldu að eins tala á sínum málum. Eg ein varð að eins að tala á öðru máli, því enginn skildi íslenzkuna. Mrs. Chapmann Catt hafði beðið dr. Jón Stefánsson að stýra þessum fundi til virðing- ar við ísland. En honum fórst það mjög illa, og þótti íslendingum ilt. En það, sem mér þótti lakast var það, að hann kvað íslenzkar konur í fornöld hafa haft pólitisku réttindin, sem þær vildu nú vinna aftur. En svo segir „Pólitikin" að eg hafi sagt þetta, og þannig fékk eg þessa sögulegu villu á mína könnu. — Nú set eg ræðuna orðrétt þýdda hér í blaðið, svo menn sjái, að eg hefi ekki sagt þetta. Á síðasta fundi voru ákveðnar reglur samþykktar fyrir því, hvaða félög yrðu tekin inn í alheimssambandið, og var ákveð- ið, að hvert kosningaréttar-landsfélag kvenna yrði að vera sett saman af konum frá fleiri en einum bæ eða sveit, ef það ætti að álít- ast gilt. Einnig gerði mrs. Chapmann Catt fyrirspurn um, hvort ísland mundi vera óá- nægt með að ganga inn í félagið af því það væri ekki fullkomlega stjórnarfarslega sjálf- stætt land. Eg svaraði: Ef ísland getur gengið inn í Alheimsfélagið sem sjálfstæð fé- lagsdeild og með sömu réttindum og hvert af hinum sjálfstæðu löndum, þá verður það ekki til fyrirstöðu, þótt það sé ekki alveg stjórn- arfarslega sjálfstætt. Síðan var þetta tekið til umræðu, og samþykt með öllum atkvæð- um, að þegar við hefðum stofnað löglega kosningaréttar-félagsdeild, þá skyldum við hafa rétt til upptöku í félagið með sömu rétt- indum og hvert hinna sjálfstæðu landanna. Loks var tekið til umræðu að stofna nýtt alsherjar mánaðarrit fyrir konur, í líku formi og „Sunnanfari", sem skyldi gefið út í Lundúnum, á ensku, þýzku og frönsku, með skýrslum um pólitisk atkvæðisréttarmál kvenna víðsvegar um heiminn. Hátíðahöld voru ýmiskonar fyrir okkur. Fyrir fundinn vorum við flestar boðnar til kvöldverðar hjá kommandörfrú Munter. Vor- um við þar um 100 gestir, og höfðum alls konar dýrlegan fagnað. Síðan bauð bæjar- stjórn Kaupmannahafnar oss upp í hátíðasal ráðhússinn, og fengum við þar te, kökur, ýmsa kalda smárétti og vín. Þar voru haldnar ræður og tekin mynd af öllum hópnum. Á fimtudaginn vorum við allar boðnar af írk. Albertí upp í híbýli lestrarfélags kvenna í Kaupm.liöfn og fengum þar te, ís

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.