Kvennablaðið - 10.10.1906, Blaðsíða 1
ítvennablaðiðkoBt-
ar 1 kr. 60 au. inn-
anlande, erlendis 2
kr.60 [centvestan-
haf8) */3 vorðsins
borgist fyrfram, en
J/3 fyrir 15. júli.
tunuu\6lai)ib.
Uppsögn skrifleg
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til út-
gei. fyrir 1. okt.
og kaupandi bafl
borgað að fullu.
12. ár.
Reykjavik, 10. október 1906.
M 10.
Susan B. Anthony.
Amerískar konur voru vanar að kalla hana Sús-
önnu mömmu—Súsönnu frænku.— Og þetta nafn
átti vel við. Það var vottur unr ást þá og að-
dáun sem þær báru til hennar. Fröken Susanna
Anthony var því
oft kölluð þessunafni
út um heiminn, svo
viða sem orðstýr
hennar hafði borist.
Hún átti einnig
annað heiðursnafn,
sem bar fremur vott
um hina djörfu og
hyggilegu framkomu
hennar til að ávinna
kvenþjóðinni sömu
virðingu og réttindi
og karlmennirnir
hafa. Hún var köll-
uð aðalforingi kosn■
ingarittarins. Ogkon-
urnar voru hreyknar
og glaðar yíir því að
eiga þann foringja,
sem sendi skipanir
sínar út um allan
heim, fullviss um að
þeim yrði hlýtt orða-
laust.
Hver var þá þessi
Súsanna B. Anthony,
sem dó 86 ára göm-
ul núna í síðastliðn-
um marzmánuði?
Susanna B. Ant-
hony var sú kona,
sém ljósast skildi til
fulls hvernig karl-
mennirnir hefðu frá
alda öðli hrifsað undir sig einkarétt til allra mann
réttinda og mannfrelsis, og þar af leiðandi íengið
fyrirliðavöldin.
Hún var ein af fyrstu konunum, sem eftir sár
vonbrygði skyldi eigingirnina i þessari æfagömlu
drambsemi karlmannanna. Hún sá að hugsjónir
ímans voru jafnmiklar hjá konum sem körlum,
þótt karlmenn stöðu sinnar vegna, hefðu orðið
fyrri til að kveða uppúr með þær. Hún var ein
af forvígiskonunum í fylkingunni af þúsundum
kvenna, er ruddust fram í fyrstu baráttunni gegn
drykkjuskap og þrælahaldi.
En þegar hún, ásamt ýmsum mestu og beztu
konurn Ameríku höfðu varið öllum sínum kröft-
um samhliða beztu
mönnum þjóðarinn-
ar til að leiða þræla-
málið til lykta, og
vinnaþeim fullmann-
réttindi,— bæði borg-
araleg og pólitísk —
þegar þær vonuðu
að nú mundu þær,
sem dyggir samverk-
amenn og félagar
karlmannanna upp-
skera vnrðlaunin fyr-
ir að þær hefðubor-
ið hita og þunga
baráttunnar, og kon-
urnar mundu nú fá
sama frelsið og þræl-
arnir, þar sem allir
viðurkendu að án
hjálpar kvennanna
hefði frelsi þrælanna
aldrei fengist — þeg-
ar fjötrarnirloksvoru
brotnir af þrælun-
um og mannréttindi
þeirra voru viður-
kend — þá héldu
karlmennirnir áfram
að drottna — en —
konurnar áttu að
bíða.
í öllu hátiðahald-
inu í minningu sig-
ursins í þessu máli,
fengu sjálfar konurnar, sem barist höfðu með
karlmönnunum 1 ræðum og ritum — í orði og
verki — ekki einu sinni aðverameð. Þeim voru
ekki ætluð sæti í hátíðasalnum, þær fengu ekki
inngöngu þar, Þær vildu leggja fram mótmæli
en þeim var neitað um að veita þeim viðtöku.
En Súsanna B. Anthony hafði ákveðið að