Kvennablaðið - 10.10.1906, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 10.10.1906, Blaðsíða 3
t KVENNA ttmanna lýst hefir ljósvöndnr þinn. — Kyndla frá Ijóma kynslóðin unga geisla vill senda um gluggann þinn inn. Þökk fyrir ljóðin, þökk íyrir snjalla málið, sem töfraði meyjar og hal. lengi mun þjóðin list þína kalla djásn sitt — og geyma sem gimsteina val. Faldskrýdda meyjan, fögur að líta, segul- frá stólinum sér til þín nú: Aldrei skal eyjan ítur-hrein, hvíta, glata því skrauti sem gafst henni þú. Tindra æ Ijósin tindunum yfir mánabjört kvöld, sem að minna’ á þín ljóð. glóir æ rósin. Gröndal,. þú lifir ætíð í heiðri hjá íslenskri þjóð! Þorst. Gíslason. Afstaða kvenna í búnaðarþekkingu o. fl. (Eftir K. S.). Það kemur oft 1 Ijós hjá Islendingum, að vér erum Iengi að vakna til fullrar raeðvitundar um margt eitt það, sem kröfur tímans heimta að sé fullnægt þegar í stað. Eitt þessara atriða er verk- leg fræðsla íslenzku kvenþjóðarinnar. Eg ætla sérstaklega að fara nokkrum orðum um, hve tilfinnanlega kvenþjóðina brestur þekk- ingu á matreiðslu og „praktiskri“ bústjórn. Efna- legt sjálfstæði hverrar þjóðar fer þó mjög eftir því, hvort húsmæðurnar hafa þekkingu á nefnd- um atriðum. Margir hafa látið til sfn heyra 1 þessa átt, og er það vel til fallið. Að mínu áliti ættu sem flestir að láta til sín heyra í þessu máli’ því þá eru líkindi til að ástæður þess breytist til batnaðar. Fyrsti búnaðarskóli hér á landi var stofnaður 1880, sem fiestum mun kunnugt, Þjóðin hefir þá verið farin að sjá, að karlmanninum sem bónda. væri nauðsynlegt að þekkja eðli jarðvegsins og kröfur þær, sem nauðsynlegt er að fullnægja, svo að sem mest fáist í aðra hönd með sem minnstri fyrirhöfn, og þekking á eðli húsdýra og allri með- ferð, væri og nauðsynleg o. s. frv. Þessum sérskólum fyrir bændaefnin hefir fjölgað síðan 1880. En hvað svo? Það, að vér B L A Ð IÐ. 75 ættum að kannast við það með kinnroða, að í þessu tilliti er hagur kvenna þrengri. Fyrir þær er enginn sérskóli, er kennir þeim a 1 m e n t meginatriði í matreiðslufræði eða annan fróðleik nauðsynlegan við verkleg bústörf í húsmóður- stöðunni.*) Allir viðurkenna, að verkahringur húsmóður- innar sé eins stór og húsbóndans og mörg af störfum hennar jafnvel viðfangsmeiri en hans. Kvenþjóðin þarf því fræðslu á störfum slnum, eigi síður en karlmennirnir, eigi hún að geta leyst þau af hendi sem þeir. Meðan svo er, að konan beri skertan hluta sinn frá þekkingarborðinu, er henni áskilin lit- ilsvirðing. Alt til þessa hafa flestar húsmæður t. d. við alla matreiðslu, orðið að dreifa þeim einu kunn- áttukröftum, er þeim hefir verið gefið af náttúr- unni, auk þess, sem þær hafa sett á sig þá megin- reglu mömmu þeirra, ömmu og langömmu, að hata fæðuna svona samsetta í dag og svona á morgun, án þess að fá að vita, nema annað væri betra. En húsmæðraefnin þurfa að læra efnafræði engu síður en bændaefnin. Húsmæðurnar þurfa að vita hvað frumefni eru, vita um efnasamsetningu matvörunnar, s. s. korntegunda, og á fiski, kjöti, feiti og sykri o. fl., er þær tilreiða sem fæðu, Einnig er nauðsynlegt að húsmæðurnar viti um næringargildi hverrar fæðu- tegundar, að hverju leyti þær eru likar, og að hverju leyti ekki, og í hvernig hlutföllum þær koma að beztum notum, og hvort að tveim fæðu- tegundum svipi svo saman, að þær geti komið hver í annars stað í líkamans þarfir. An fræðslu á nefndum atriðum er ekki hægt að búast við, að husmóðirin velji hina heppileg- ustu aðferð við matreiðslustörf sfn. Það er t. d. ekki að búast við því, að hverri óupplýstri hús- móöur sé það ljóst, að ofmikil fita í fæðunni tefur fyrir hagnýting annara efna o. s. frv. Á hérlendum búnaðarskólum er bændaefnum kend. efnafræði sem sjálfsögð og nauðsynleg fræði- grein. Mér er það kunnugt, að meðal annars er þar kenndur tilbúningur á brauði, hvaða breyt- ingum það tekur við bökunina og hver baksturs- aðferð gerir það auðmeltast. Það þykir ef til vill nægja, að bóndanum séu Ijós þessi og önnur atriði, sem þó heyra undir verkahring húsmóður- :ij Þess skal þó getið, að í fjárlögunum fyrir árin 1906 — 1907 eru 500 krónur ætlaðar til hús- stjórnarskólu,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.