Kvennablaðið - 10.10.1906, Blaðsíða 2
74
KVENN A.BLAÐIÍ).
mótmælin skyldu einmitt koma fram í hátíðasaln-
um. Konurnar leigðu sér annan fundarstað ná-
lægt hátíðasalnum, og af því flestar hinna voru
giftar, þá varð Súsanna að gera leigusamninginn.
En sjálf gekk hún óhikað inn 1 hátíðasalinn og
upp til forsetans og rétti honum prentað blað,
með mótmælum kvenna, yfir þessari aðferð. Allir
urðu forvitnir! Hvað stóð á blaðinu? Forset-
anum brá í brún, þótti hér heldur gerast veizlu-
spjöll. En þegar hún fór út, þá dreifði hún blaðinu
milli manna, því aliir vildu ná í það. — Aður
hafði hún barist fyrir frelsi kvenna i sambandi
við frelsi þrælanna þannig að öll mannréttindi
skyldu ná jafnt yfir bæði karla og konur. Upp
frá þessu barðist hún einkum fyrir pólitískum
réttindum kvenna. „Við þetta tækifæri" segir hún:
„Sá ég fyrst að eins og við áttum nú að bíða
eftir réttindum vorum, þannig hafa konurnar jafn.
an orðið að bíða frá alda öð!i.“
Það var hún, sem 1902 fann upp það snjall-
ræði að stofna féiag af konum frá öllum löndum
víðsvegar um heiniinn, til að vinna að því að
konur fái stjórnarfarsleg réttindi. Fyr gætu þær
ekki náð verulegum þroska og réttindum. Fyrsti
fundurinn var í New York 1902 og sóttu hann
konur frá 9 ríkjum. Annar fundurinn var í Ber-
lín 1904 og fékk félagið þá lög og fast skipulag.
Þriðji fundurinn var í Kaupmh. í sumar, og eru
nú- 12 ríki gengin í félagið.
Á fundinum í Berlín sagði þýska keisaradrotn-
ingin við Súsönnu B. Anthony: „Þéreruð merk-
asta konan hér“. Og sjálf Súsanna B. Ant-
hony, fundarhaldið og röksemdir kvennanna fyrir
ræðum sínum, höfðu þau áhrif á drotninguna,
sem áður hafði verið því máli mótfallin, að hún
hefir.síðan fylgt því fram.
Árið 1865, þegar þrælarnir fengu freisi^
þá gerðist hún aðalforinginn í kosningaréttar-
málinu. Hún ýíldi nú rífa af karlmönnunum einka-
réttindin til að skipa lögum og lofum í heiminum.
Hún vildi neyða menn til að viðurkenna að karl-
mennirnir einir eru ekkr þjóðir, heldur karlmenn
og konur í sarneiningu, og að þau iög sem skipa
fyrir um skyldur og réttindi þjóðanna ná jafnt til
kvenna sem karla. Hún þekti kvenfólkið með
öllum þess verulegu og ímynduðu gölium og hún
elskaði það og bar það fyrir brjósti, eins og móð-
irinn ber það barnið, sem veikast er og mest
hefir farið varhluta af mannhylli og hamingju.
Þegar flokkaskiftingar og pólitískar deilur fóru
áð harðna í þjóðfélögunum, þá fékk hún þá
föstu og óbifaniegu trú að opinber hluttaka
kvenna í þjóðmálum væri eina lækningin. Og
síðustu orð hennar á banadægri hennar við hina
tryggu vinkonu hennar, ms. Rev. Önnu Shaw, voru
þessi orð: „Eg sé þær ganga fram undan mér,
allan þenna dýrlega kvennaskara, inn í hina gull-
roðnu framtíð frelsis og framfara."
Hugsjónir hennar voru hreinar, djúpar og
kvenlegar. Ekkert var henni óviðkomandi, sem
bætt gat hag kvennanna og þroskað þær.
Hún var hugdjörf, þrekmikil og einbeitt, og
lét eingar tálmanir aftra fyrirætlunum sínum.
Sjálfsafneitun hennar var takmarkalaus, og kven-
réttindamálunum vlgði hún alla krafta sína og
altsitt líf frá þrítugsaldri. Hún var framúrskarandi
til að stjórna og skipa niður, og sameinaði í sér
bæði móðurkostina og foringjans. Hún var
gædd yfirforingjahæfileikunum, sem þekkir beztu
vegina til að koma hugsjónunum í framkvæmd,
og vinna lýðinn með sér, þangað til allir standa
sem einn maður í þéttskipaðri fylkingu, undir
sama merki, reiðubúnir til að leggja alt í sölurn-
ar fyrir sannfæringu sfna.
Kvennréttinda hreyfingin getur aldrei sett sér
verðugra takmark enn að fylgja dæmi Súsönnu
B. Anthony.
---- —» • 1 ----
Þjóðskáldið mag, Benedikt Gröndal,
varð átfafiu ára 6. okt. sl. Þá um kvöldið
gerði Stúdentafél. glæsilega blysför heim til hans,
og voru um 100 menn í henni auk allra þeirra
bæjarbúa, sem siógust í förina, eða höfðu áður
flutt honum heillaóskir sínar. Stúdentafél flutti
honum heillaóskir og kvæði það, eftir Þorst. ritstj.
Gislason sem er prentað hér í blaðinu. Sömul.
fékk Gröndal símskeyta-kveðju frá Akureyri, og
M. Jochumson sendi honum tvítugan flokk að
fornum sið.
Einkennileiki Gröndals bæði sem skálds og
rithöfunds, og ást hans til landsins og þjóðarinn-
ar, sem hvervetna kemur fram hjá honum, hefir
áunnið honum hylli allra landsmanna.
Hið létta tjör hans og lífsgleði hefir borist
um alt landið, frá fjallatindum til fiskimiða, eins
og hressandi sunnanblær á vordegi, og látið menn
fá sér margan góðan hressandi hlátur. Menn hafa
aldrei þurft að spyrja að höfundinum að gaman-
kvæðum hans og ritverkum. Þau hafa feðrað
sig sjálf. Enginn annar en Gröndal gat sagt það
á slíkan hátt.
Kvennablaðið færir Gröndal hjartanlegar heilla-
óskir, og þakklæti frá íslenzku kvenþjóðinni fyrir
mörgu gullfallegu kvæðin hans, á hinu hljómfagra
máli, sem við lærðum sem börn, og þreytumst
aldrei af að heyra.
Til Benedikts Gröndals
frá Stúdentafélaginu í Reykjavík.
Við blysför 6. Október 1906.
Hátt skal það óma:
Upp yfir drunga