Kvennablaðið - 10.10.1906, Blaðsíða 4
76
KVENNABLAÐIÐ
innar, hann geti upplýst hana þegar þau eru gift
og farin a3 búa.
Eg fyrir mitt leyti felst ekki á nefnda skoðun,
jafnvel þó að eg beri lotningu fyrir þeirri gömlu
og góðu kenningu, að hjónin séu einn maður.
Þau hljóta að kunna því illa, að taka hvort annað
svo að segja á kné sér, til beinnar kennslu.
Því er oft haldið fram af mörgum, að vér Is
lendingar værum efnalega ósjálfstæðir, meðfvarn
af þeirri orsök, hve mikil ofneyzla væri á fæði
hjá oss. — Það mun mikið vera satt í þessu,
Náttúran hjá oss er kaldari, en víða annarsstaðar,
og líkaminn heimtar því nieira (þ. e. brennur
meira í honum) en þar, sem náttúran er hlýrri.
Hér er fleiru um að kenna; meðal annars
þeim gamla og skaðlega vana, að neyta þess um
of, sem er afardýrt, samanborið við notagildi
þess. — I þriðja lagi er óhentug og óaðgengileg
tilreiðsla fæðunnar, skuld í þessu hjá fjöldanum.
Ef kvenþjóðin fengi almenna þekkingu á
öllu því er lýtur að matreiðslu, myndu tvö síðast-
nefnd atriði snúast í betra horf ogjafnframt auka
efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Það væri heppilegt, ef völ væri á stúlkum,
sem hefðu góða þekkingu á allri matreiðslu og
„praktiskri“ hús- og bússtjórn, að þær gengu um
sveitirnar og leiðbeindu þeim konum, sem komn-
ar eru í húsmóðurstöðuna, en hata orðið útundan
með svona lagaða fræðslu®). Svona fræðsla gæti
ekki orðið mikil beinltnis, en hún ætti að geta
orðið til vakningar fyrir húsmæðurnar, svo þær
leituðust við að láta dætur sínar komast spori
lengra í þessa átt, en þær komust sjálfar.
Það er oft að sú viðbára heyrist, að þeim
búnist ekki betur þeim ungu og lærðu. En þann'
ig farast þeim einum orð, er vita ekkert út fyrir
sjálfa sig.
Fjárvciting eg mentaiafnrœdi. Af þv/ (é, sem
ætlað er til mentastofnana landsins fyrir árið 1907
fær kvenþjóðin í mesta lagi J/s (fyrir utan ung-
lingaskóla og barnaskóla) og það þó með því sem
hún nýtur á gagnfræða- og kennaraskólum; en
enn sem komið er, sækja þá skðla fáar stúlkur,
það er ef til vill meðfram af því, að þær sjá, að
sem húsmæðrum veitaþeir þeim ekki næga fræðslu
í þeim atriðum, er eg hefi talið hér að þær
vöntuðu þekking á.
Þegar nú litið er á þenna áminnsta hluta
þeirra fjárframlaga, hlýtur hvern að setja hljóðan.
Allir hljóta að sjá, að það er ekki stór fúlga sem
*) Svona löguð umgangskensla hefir lítilfjörlega
átt sér stað hér á landi, í Norðurlandi veit eg
til þess.
fellur í skaut hverrar einstakrar stúlku, sem er
ung og hefir í sér fólgin skilyrði til að læra og
mentast. Vér getum naumast varist þeirri hugs-
un, að hér sé hálfurn rétti beitt gagnvart kven-
þjóðinni.
Eigi kvenþjóðin að ná jafnrétti við karlmenn-
ina(sem hún á heimting á) þá verður hún að minnsta
kosti að fá helming þeirra (járframluga, sem landið
getur látið f té,‘ til hverskonar lærdóms og menta,
sem er.
Allir verða að viðurkenna hve kvenþjóðinni
er örðugri gangan eftir menningarbrautinni en
karlmönnunum, skoðað frá fjárhagslegri hlið, jafn-
vel þó þær hefðu hálfan hlut af fé því, sem ætlað
er til menta. Þessu til sönnunar vil eg benda á
dæmi: Það er fátækur piltur og fátæk stúlka,
sem eru að berjast við mentun af eigin ramleik.
Eg geri ráð fyrir, að þau séu bæði fullvinnandi.
Erá vori til sláttar má gera ráð fyrir, að piltur-
inn hafi 1 kr. til 1 kr. 50 a. á dag, þ. e. 6—9 kr
á viku. Yfir þennan tfma' má gera ráð fyrir,
að stúlkan hafi 50—75 a. á dag, þ. e. 3 kr. tií 4
kr. 50 a. á viku. Ef stúlkan er f sveit, þar sem
hún fær 8 kr. á viku yfir sláttinn, má gera ráð
fyrir, að pilturinn geti fengið 16 kr., eins má
gera ráð fyrir að sami kaupmunur sé frá slætti
og þar til þau fara í skólann.
Eg geri ráð fyrir að fata- og bókakostnaður
o. fl. því um líkt, verði sá sami fyrir stúlkuna og
piltinn.
Margir telja, að fæðiskostnaður verði piltum meiri,
en eg vil gera ráð fyrir, að hann verði jafn. Eg
veit til þess, að stúlkur við nám, hefir kostað fæðið
80 a. á dag**), eins veit eg að fæðið fyrir pilt hefir
verið neðan við þetta,
Eg vil með nefndu dæmi hafa sannað, að af
fé því, sem veitt er þjóöinni til lærdóms og menta
þurfi kvenþjóðin að minnsta kosti sinn hlut (nefnil.
helminginn) eigi hún að komast til jafnréttis við
karlmennina, sem öllum ætti að bera saman um
að þurfi að verða.
% *
V
Séreðli kvenþjóðarinnar krefst þess, að gamli
vaninn geri því ekki lengur þá skó, er valdi því
kreppu, heldur að allur sá þroski fáist, sem því
er eðlilegur.
Það er sjálfstæðisatriði fyrir þjóðina, að ein-
staklingarnir fylgist allir aö jöfnum skrefum; með
því verður bezt bygt fyrir mistök og misskilning.
Fyrst eru hugmyndirnar og orðin um jafnrétti
kvenna og karla, og nú framkvæmdir það fyrsta
sem verða má.
**) Þ. e. með þjónustu og matreiðslu.