Kvennablaðið - 24.04.1907, Qupperneq 3
KVENNABLAÐIÐ.
hefir verið venja, að kvenmaðurinn heflr
borið svo miklu minna úr býtum fyrir störf
sín, sem þó oft eru engu minna virði en
karlmannsins, og einatt að þær ganga að
sama verkinu og karlmaðurinn, og hafa
engu síður lagt fram krafta sína til þess, en
þeir. Það er von, að hverjum tilfinning-
arsömum kvenmanni sárni slíkt. Hvort
ætli sé betra að slá, eða raka í rigningu á
sumrin? Eg bvst við, að flestir karlmenn
kjósi heldur að taka orfið, en hrífuna,
enda er mikill munur á því starfi. Það er
margur steinn í götu kvenþjóðarinnar ís-
lensku, sem kasta þarf á burt, og við verð-
um að vera samtaka í að ryðja hana, bæði
fyrir okkur sjálfar og dætur okkar. I’að
er margt enn, sem eg gæti minst á, en tím-
inn leyfir mér ekki í þetta sinn að fara
lengra út í þau efni. Eg vil að endingu
benda hinúm íslenzku konum á, að íhuga
alvarlega málefni það, sem »Kvennablað-
ið« berst fyrir. Það er ekkert hégómamál,
ekkert barnahjal. Það er velferð okkar
allra, yngri sein eldri, fyrir ókomna tíð.
Við megum ekki láta það afskiftalaust, og
láta eirta konu ur okkar flokki leggja fram
krafta sína í þarfir okkar, án þess að veita
henni lið. Við verðum að vakna og byrja,
að feta okkur áfram að þvi stigi, sem við
eigum að stauda á. Eg veit, að mörg kona
hikar sér við að rita i blaðið, og láta þann-
ig skoðanir sínar í ljósi opinberlega, en slíkt
er skökk sköðun. Við komum engu til
leiðar með því að þegja. Eg 'er viss um,
að það eru flestar konur, sem hafa meiri
ástæðu til að láta skoðanir sínaríljósi, en
eg, því eins og eg tók fram áður, er eg
frjáls að öllum mínum gjörðum, úti og
inni, svo eg kýs það ekki betra. Eg vona
því, að þær konur, sem hafa erfiðari kring-
umstæður, láti til sín heyra, og hafi þrek
í sér til að byrja, þá muni fleiri á eftir fara.
Eg óska, að íslenzka kvenþjóðin horfi
fram, en ekki til baka.
M. E. (húsmóðir).
„Jaoni aumingi(í.
Eftir Cecilia Milow.
(Frh.).
En Betty vék sér undan áframhaldinu. »Janni,
jeg þarf að ljúka við kjólinn minn«, sagði hún í
bænarrómi, svo Janni settist aftur niður, þægur og
hlýðinn eins og vant var, við saumavélina.
»Má eg vera með ykkur?« spurði hann svo
alt í einu.
Betty varð alveg ráðalaus. Engum hatði kom-
ið í hug að bjóða Janna að vera með, og nú sat
hann þarna, og starði á hana með slíkum bæn-
arsvip í andlitinu, að henni gekkst hugur við.
„Já — sjáðu nú til — það er svoleiðis, að —
að —sagði hún og fór ( ráðaleysi að tægja upp
ullartusku. — „Það er svoleiðis, að það eru að
eins vinir skjalaritarans, sem eru boðnir með, og
— og þú tekur það ekki sem móðgun, þótt —
þótt — eg sé hreinskilin?" spurði hún óróleg.
„Getur hreinskilnin nokkurntíma móðgað?"
spurði hann.
„Já, — stundum. Jeg skal segja þér, að það
er venjulega við svona tækifæri, að karlmennirnir
bjóða kvenfólkinu að fara sér til skemtunar
spottakorn með gufubátunum upp Gautaborgar-
skurðinn, og svo sjá þeir um að hafa v(n, söng,
hljóðfæraslátt og þess konar skemtanir og það
kostar alt peninga, skal eg segja þér“.
„Svo?-og eg gæti ekki verið með af því eg
gæti ekki lagt fram tillagið?"
„Þú vildir víst ekki koma með á annan hátt,
Janni", sagði hún áköf og beit í sundur saum-
þráðinn og fleygði tuskunni burtu.
„Eg vildi þú litir ekki svona fyrirlitlega á mig«,
sagði hann lágt, en ákaft, „því pad móðgar".
„Eg — eg bið afsökunar. Eg ætlaðist ekki
til þess — en —«.
„Nei, nei, engar afsakanir", sagði hann glað-
lega. „En ætli ég gæti ekki fengið að vera með
eins og þjónn eða skutilsveinn. Eg hefi hvort
sem er verið sama sem hlaupadrengur alla mína
æfi. Eg gæti borið sjölin og yfirhafnir kvenfólks-
ins, róið ykkur um skurðina, dregið upp kampa-
vínsflöskurnar og —“
„Attu þá ekkert sjálfsálit til, eða sjálfsvirðingu,
Janni?" kallaði Betty upp með leiftrandi augnaráði.
„Hvernig geturðu viljað vera slíkur aumingi?"
„Vinnan er eins góð og peningar; það hefi
eglært í Ameríku", svaraði Janni og reigði höfuðið,
sem varsvo fallega lagað, drembilega aftur á bak.
„Það getur oft borið við, að sá, sem þjónar, sé
minni aumingí en hinn, sem þjónað er“.