Kvennablaðið - 24.04.1907, Side 4

Kvennablaðið - 24.04.1907, Side 4
28 KVENNABLAÐIÐ. „Það er ekki til neins, að deila við þig: þú skilur mig ekki", sagði Betty. Það kom titringur kring um munnvikin, eins og hún ætlaði að fara að gráta. „Þú vilt ekki hafa mig með, Betty, — þú skammast þín' fyrir mig" ? „Nei, alls ekki — þvert á móti gjarna — bara — bara —“ „Bara eg hefði peninga". „Bara þú gætir verið með eins og allir hinir - eins og þeirra jafningi", sagði hún skjálfrödduð. Þá glaðnaði yfir honum. „Nægja hundrað krónur?" spurði hann hikandi. „Það nægði í fjórar slíkar skemtiferðir. En hvaðan úr dauðanum hefir þú þær?“ „Eiríkur sendi þær frá Ameríku". „Hvaða Eiríkur?" „það er verzlunarfélagi minn í Chicago", sagði Janni, og roðnaði við. „En er það rétt, Janni, að fleygja burtu pen- ingunum sínum í þess konar?" „Það skalt þú ekki gefa um, Betty mín. Siáðu bara um, að eg komist með", sagði Janni og brosti um leið sínu góðlega vanabrosi. „En nú höfum við talað fulllengi og veitir því ekki af, að taka til við hátíðabúninginn þinn". Og svo saumaði hann í ákafa hvern sauminn eftir annan alveg þráðbeint, eins og hann hefði saumað með reglu- stiku. Og Janni fór með, uppdubbaður í bláum, nýjum og fallegum fötum, sem fóru ágætlega, með mjúkan flókahatt á höfði, sem fór jafn vel. (Frh.). Hallovay-fangelsið í Lundúnum, Mrs. Dora Montefiore, sem lesendur Kvbl. muna eflaust eftir, af mynd hennar í desber- blaöinu, var ein af þeim 11 konum, sem sett var í Hallovay-fangelsið í Lundúnum i haust fyrir lögreglubrot, af því þær fóru inn í fordyri neörimálstofunnariþinghússbyggingunnií Lund- únum og töluðu þar fyrir kosningarréttarmáli kvenna, þegar þær þóttust hafa fulla vissu fyrir því, að þeir þingmenn, sem höfðu heitið þeim fylgi sínu, ætlnðu ekki að efna það. Lögreglan þreif hverja þeirra á fætur annari ofan af bekknum, sem þær stóðu á, en þá byrjaði jafn- an ein aftur. Pessar ellefu kouur voru svotekn- ar fastar, sett á þær handjárn og fluttar í þetta fangelsi, sem er líklega ætlað pólitiskum saka- mönnum, sem syndga á móti lögreglunni. Um þessa vistarveru þeirra ritar Mrs. Montifiore í finska tímaritið »Nútið« þessa skýrslu: »Nú, þegar allar kosningarréttarkonurnar eru slopnar úr Hallovay-fangelsinu, þá finnst mér eg hafa rétt til að skýra frá þvi í blöð- unum, hvernig farið er með pólitiska sakamenn á Englandi núna á 20. öldinni. Af því eg var ein af þeim, sem töluðu i fordyri ‘ neðri mál- stofunnar, þá bjóst eg við, eins og hinar, að verða að sæta fangelsisvist, og ætlaði mér eins og þær að sitja hegninguna af mjer, en kaupa mig ekki lausa. Pegar til fangelsisins kom, feng- um við brátt að kenna á, hvaða svívirðing og hætta það er að bera fangaklæði. Og þeim af oss, sem var kunnugt um kröfur þær, sem heilsufræðin gerir, var það ekkert þægilegt að þurfa að skifta sínum eigin nærklæðum fvrir fangafötin. Og þótt eg skilji mjög vel, að þaö sé oft nauðsynlegt að láta óhreina fanga skifta fötum, þá vil eg skjóta því til innanrikisstjórn- arinnar, hvort stjórninni þyki nauðsynlegt að auðmýkja pólitiska íanga með því að neyða þá til að skifta hreinu nærklæðunum sínum fyrir önnur óhollari. Eg fæ ekki lýst þvi með nógu ákveðnum orðum, hvernig klefarnir eru í heilsulegu tilliti. Gluggarnir eru hátt uppi og rúðurnar huldar óhreinindum, svo dagsbirtan getur naumast komist þangað inn. Peir verða ekki opnaðir og hreint loft og sólskin fær aldrei svo mikið sem að gægjast inn, þótt þar sé dálítil loft- smuga gegnum vegginn. Gólfið er steingólf, og rúmin eru þannig, að þrjú borð eru fest sam- an og tágadýna ofan á. Á daginn er þeim slegið upp og rúmfötin geymd á hyllu undir rúminu. Ef tanginn verður veikur, eins og eg varð að deginum, þá verður hann að liggja á beru stein- gólfinu. Eg hefi síðan komist að því, að fleir- um heíir farið svo. Kuldinn í klefunum var marga daga mjög mikill, og af þvi við vorum neyddar til að sitja hvíldarlaust við að sauma póstpoka, þá voru fæturnir á mér og fótlegg- irnir alveg dofnir af kulda. Pegar eg ætlaði að ganga um gólf mér til hita, þá sagði fanga- vörðurinn, að það truflaði þann sem byggi neð- an undir, svo eg varð að hætta við það. Um matinn skal eg ekki fást. Brúna brauðið var af góðri tegund, og eg sá um, að hreint vatn væri jafnan í könnunni. Annan mat smakkaði eg ekki, nema litið eitt af kartöflum, því liann var borinn fram í pjáturkollum með trésleifum niðri, og það áleit eg mjög óholt og hættulegt á öðrum eins stað.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.