Kvennablaðið - 24.04.1907, Side 6
30
KVENNÁ BLAÐIÐ.
mæta allar í fylkingu, og eru miklu fleiri en
karlmennirnir. Hér kemur gömul, lotin kerling,
sem styðst við staf, þarna kemur gild og feit
kona af meðalstéttinni, hérna ung verkastúlka
o. s. frv. Allar kunna þær að meta hin nýju
réttindi sin. Sumum skjátlast i að koma á réttan
kjörstað, og þegar þær hafa beðið 4—5 kl.st. og
loks fengið að vita um þetta fara þær þangað.
Sumar vita ekki, hvað þær eiga að segja, þegar
röðin kemur aö þeim, og nefna þá hvaða póli-
tiskum flokki þær fylgja, í staðinu fyrir að segja
nafn sitt. Þarna kemur fram kona, sem gætir
Qár á bóndabæ og vön er að vera óhrein og
illa klædd. Nú hefir hún þvegið sér og greitt
og klæðst i sparifötin til að fá að vera með.
Þegar hún hefir kosið og er komin fram segir
hún kjökrandi: »Nú finn eg fyrst, að eg er líka
manneskja eins og hinir«.
Að hálfum mánuði liðnum verður búið að
telja saman atkvæðin. En við vitum þó svo
mikið, að kvenkjósendur hafa verið fleiri en
karlmennirnir.
Helsingfors 15. marz 1907.
Maikki Friberg,
dr. phil.
Fimáand. Par fóru fram kosningar til
þingsins (Landdagsins) þ. 15,—16. marz sl. og
tóku konur almennan þátt í þeim samkvæmt
nýju lögunum frál.oktsl. Þar hlutu 19 finsk-
ar konur kosningu til að sitja á þingi, og er
það í fyrsta sinni hér í álfu, sem konur sitja
á löggjafarþingi þjóðanna.
I tilefni af þessum mikilsverða sigri finnskra
kvenna, sendu öll íslenzk kvenfélög í Reykja-
vik þeim svohljóðandi samhygðar símskeyti:
íillamingju og velgengni óskum vér ftnnsku
sgstrunum. Pökk /yrir vel unnið mikið starf i
kvenréltindam álin u.
í umboði níu íslenzkra kvenfélaga í Reykjavík.
)>Kvenréttindafélagið««.
----—» • i------
Móðar.
vera »útitreyja, með sléttum »skinke«-ermum,
en uppslög og kraga af öðru efni, ef vill, eða
með snúru leggingum. Uppslögin og kraginn
geta þá verið t. d. af hvítu klæði eða þeim lit,
sem bezt á við efnið. Ef kjóllinn er úr þunnu
efni, eins og hér i blaðinu, þájmá skreyta hann
á hvern þann hátt, sem bezt líkar. Uppslögin
og kraginn geta þá verið úr fínuefni.t. d. silki-
taui, og ýmiskonar skrautá treyjunni t. d. hnapp-
ar o. s. frv., ásamt fínum blúndum í ermunum,
sem þá eru oft hálfermar.
XJti-l< j 11 kvenna.
I þetta sinn flytur Kvbl. mynd af fallegum
nýtýsku-útibúningi kvenna. Treyjan, sem er
hin svo kallaða »spanska«-treyja er mjög »móð-
ins« bæði sem yfirjakki úti, yfir ljósum, þunn-
um blúsum og við fína kjóla inni. Pilsiðerhið
svokallaða »beltis«-pils. En ef það líkar ekki,
þá má klippa bekkinn af því sem nær upp fyr-
ir mittið. Pilsið fer vel á vel vaxnar konur og
stúlkur, en betra er að fóðra það, þótt það sé
úr þykku efni, Treyjan er, þegar hún á að
Klæöi - Kjólatau - Silki.
Hvergi fáið þjer eins gódar
vörur og ódýrar, sem hjd
Egill Jacobsen’s
vefnaðarvöruverzlun.
Telefén 111».