Kvennablaðið - 15.06.1907, Side 2

Kvennablaðið - 15.06.1907, Side 2
 KVENNA.BLA.ÐIÍ). ætti það líka að vera með vinnufólkið. Það ætti bæði að vera fært um, að leysa verk sín vel af hendi og gera það líka, án þess að húsbændurnir þyrftu að eyða t.ima sínum til að standa yfir því og segja því fyrir. Þetta á þó einkanlega við vinnukonurnar. Þær eru mjög oft alveg óvanar öllum þeim störfum, sem þær hafa tekið að sér fyrir fult kaup. Þar af leiðir, að þær geta ekki leyst þau sæmilega af hendi, nema með því að húsmóðirin eyði tíma sínum til þess að standa yfir þeim til að kenna þeim verkin. En þeg- ar menn ráða sig upp á full laun, þá eiga verkin að vera sómasamlega af hendi leyst. Þetta er aðalástæðan fyrir því, að vinnu- konustaðan er ekki alment virt eins og aðr- ar iðnaðargreinir. Enginn annar iðnaðarmað- ur eða kona lætur sér detta í hug að taka að sér verk, sem hann eða hún ekki kann nokkurnveginn. Ef vinnukonur sýndu nokk- urn áhuga á, að fá stétt sína virta og við- urkenda, sem iðnaðargrein, þá yrðu þær fyrst og fremst að heimta af hverri einustu stúlku, sem vistar sig upp á full laun, að hún væri fær um að leysa verk sín vel af hendi og gerði það iíka, svo ekkert yrði með sanngirni út á þau sett. Því þetta er jafnrétti. „Yerður er verka- maðurinn launanna", segir máltækið. En launin eiga að fara eftir því, hvernig verkin eru af hendi leyst. Auðvitað eru í öllum stéttum fólk, sem leysir verk sín misjafnlega vel og samviskusamlega af hendi. En það verður venjulega kunnugt, og laun þess og álit fara oftast þar eftir. Þetta eru vinnukonur farnar að skilja annarsstaðar í heiminum. Bæði í Danmörku og Finnlandi hafa vinnukonur risið upp, sem hafa sett sér það hlutverk, að fá stétt sína viðurkenda sem iðnaðargrein, og þær virtar sem annað iðnaðarfólk, sem hefði ákveðna tímavinnu á dag. En þær hafa lika ákveðið fyrir sína og stéttarsystra sinna hönd, að á þessum ákveðna tíma skyldu öll dagleg verk vera vel og samviskusamlega af liendi leyst. Þær hafa stofnað vinnukonufélög og vinnu- konuskóla, og vakað yfir, að stúlkur þær, sem í þessum félagsskap væru, ieystu verk sín ó- aðfinnanlega af hendi. Til þess að gera þær færar um það, hefir forstöðukona félagsins í Kaupmannahöfn, sem sjálf er og hefur verið vinnukona, stofnað vinnukonuskóla þann, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Þetta er ávinningur fyrir báða parta. Vinnu- konurnar íá styttri vinnutíma en sumstaðar hefur verið áður. Þær hafa áskilið sjer 12—14 tíma vinnu, og að þær hefðu á þeim tíma lokið ötlum venjulegum heimilisverkum. Ef þær ynnu lengur einhver verk, sem fram yfir væru, t. d. að kvöldboðum o. s. frv., þá fengu þær sérstaka borgun íyrir það. Og húsmæð- urnar fá verkin gerð á réttum tíma og mikið betur af hendi leyst. Þær eiga heimtingu á, að engin verk séu geymd frá einum degi til annars, heidur öilu því lokið á hverjum degi, sem honum heyrir til. Þegar vinnukonurnar hafa komist svo langt, að geta leyst öll heimilisverk sóma- samlega af hendi, hjálparlaust frá húsmóður- innar hendi, og um leið hafa lært að þjóna sér og halda fötum sínum og sjálfum sér hrein- um og í góðu lagi, þá hafa þær fullan rétt til þess, að stétt þeirra só álitin iðnaðargrein. Og sú iðnaðargrein verður í margra augum meira verð en flestar hinna kvenlegu iðnaðar- greina. Að minnsta kosti hygg eg að pilt- arnir viiji fult eins vel eignast þá konu, sem er vel að sér í öllum heimilisverkum og get- ur staðið hjálparlaust fyrir þeim, eins og stúlk- ur, sem standa í búðum eða hafa tekið fyrir einhverjar aðrar atvinnugreinar. Líkurnar til að þær verði góðar og sparsamar húsmæður eru langtum meiri. --- m • m-------- „Janni aumingi“. Eftir Cecilia Milow. (Frh.). ------ Eftir nokkrar mínútur lauk hann upp ver- andarhurðinni og sagði: „Húsbóndinn biður þig hjartanlrga velkomna í sín lítilfjörlegu húsakynni. Hann lítur út fyrir að vera einstaklega viðkunnanlegur maður! — Komdu nú inn, Betty?“ Hún fór hálf hikandi inn. „Enn hvað þetta er skemtilegt herbergi!“ sagði hún og gekk beint að speglinum til að laga á sér fötin. „En sú ljómandi útsjón hjeðan, og hvað villan er inndæl". Ojá, hún er ekki sem verst. En bygginga- meistarinn hefir þó ekki verið sérlegt gáfuhöfuð, því maður verður nærri því að snúa hálsinn úr liði til þess að geta séð fossana þarna yfir frá. Nei, eg skyldi hafa haft útskotsglugga hérna. Það hefði litið alt öðruvfsi út.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.