Kvennablaðið - 15.06.1907, Side 5
KVENNABLAÐIÐ.
45
mikla þökk iyrir að hafa komið honum á fót, ætti
að gangast fyrir breytingu á lögum fétagsins t
þá átt. Ekkert meðal væri betra til að vekja fé-
lagslega samvinnu meðal unglinganna. Auk þess
ætti það að gera drengina kurteisari og prúðari
í framgöngu og stúlkurnar frjátslegri og ófeimn-
ari. Sameiginleg félög og samskólar ættu að
skapa prúðari karlmenn og frjálslegri konur.
Utan úr heimi.
I tilefni af símakeyti því, sem Kvenréttinda-
félagið sendi héðan fyrir hönd allra kvenfélaga í
Reykjavfk til finnskra kvenna, hefur ritstýra Kvbl.
fengið svo hljóðandi bréf frá helzta kvenfélagi
þeirra, sem komið hefur 4 konum að, til þing-
mennsku við kosningarnar í vetur, þ. 15 til 16. marz:
„Til kvenréttindafélagsins í Reykjavík.
Um leið og vér sendum yður þakklæti vort
fyrir heillaóskir yðar til finnskra kvenna, sem oss
voru birtar af ritstjórn tímaritsins „Nutid“, óskum
vér yður heillaríks árangurs með baráttu yðar
fyrir velferð íslenzkra kvenna. Mætti hin áhuga-
mikla starfsemi íslenzkra kvenna þarna norður
undir heimskautinu fyrir framförum og velferð
systra sinna krýnast með sigri!
Með hjartanlegri kveðju!
Kvenréttindafélagið „Unionen".
Annie Furuhjelm.
p.t. form.
Anna Lundström,
ritari".
Svfþjóð. Par heflr ríkisþingiö samþykt
nýlega, að rýmka um réttindi kvenna í ýmsum
atvinnumálum, og samþykt þá breytingu á grund-
vallarlögum ríkisins, sem heimila konum rétt til
að gegna læknaembættum og kennaraembættum
við háskólana, en ekki mega þær gegna guð-
fræði og lögfræðisembættunum ennþá. Sömu-
leiðis mega þær gegna embættum við vísinda-
stofnanir, og alls konar listastofnanir. — Litið
er betra en ekki neitt.
I Noregi er frumvarp um pólitiskan at-
kvæðisrétt kvenna, fyrir Stórþinginu. Ýmsir eru
því meðmæltir, en meiri likindi eru þó til, að
það gangi ekki fram að þessu sinní.
Ungland. Par hafa konur nú í síðast-
liðnum marzmánuði enn á ný mótmælt aðför-
um Parlamentisins, með kosningarréttarmál
kvenna, og voru þá um 30 konur teknar fastar
og settar í mánaðar fangelsi. Illar sögur fara af
meðferð á þeim. Og merka tímaritið »Rewiew of
Rewiews« segir með berum, að það sé áreiðan-
lega sagt, að ýmsar þeirra hafi verið teknar
nauðungartaki í fangelsunum, þótt blöðin þori
ekki að geta um það. Sjálfum þeim sé málið
svo viðkvæmt, að þær geti naumast talað um
það opinberlega. — En hvernig sem þessu er
farið, þá er það víst, að kosningarrjettarmál-
inu hefir við þessa hluttöku kvenna flej'gt áfram,
svo að nú eru allar stéttir manna á Englandi
orðnar þvi velviljaðar. Og forstöðukona aðal-
félagsins, Millicent Fawcett, sem í fyrstu var
ekki með þessum aðförum, gekk þegar i lið
með þeim, og sagði i vetur, að »Suflragetterne»
hefðu nú á 12 vikum þokað málinu lengra á
leiðis, en við hefðum annars gert á tólf árum.
Haiidavinna.
Þessi mynd er af einum af hinum svokölluðu
„reformkjólum", sem þykja mjög þægilegir við
vinnu. Þessi kjóll er ágætur morgunkjóll og við
vinnu, ef hann er dálítið styttri. Ekki þarf held-
ur að hafa tvo fellingabekkina neðan um hann.
efni getur verið eftir vild. Snið fást í afgreiðslu
Kvbl. og kosta 25 aura.