Kvennablaðið - 30.09.1907, Qupperneq 2
66
KVENNABLA-ÐIÐ.
fundunum, að tær hafa verið þar um 80%,
eða miklu fleiri en karlmennirnir. Þetta ætt-
um vér vandlega að athuga. Oss væri það
til mjög mikils heiðurs, ef vér fjölmentum
svo í vetur til kosninganna, að vór yrðum
hlutfallslega ekki færri en karlmennirnir. Á
þann hátt sýndum vér bezt, að vér hefðum
náð svo miklum þroska, að óhætt væri að
veita oss bæði stjórnarfarsleg réttindi og önn-
ur borgaraleg réttindi jafnt og karlmönnum,
því vér kynnum að meta þau, og mundum
nota oss þau.
Enn þá er ekki hægt að segja, hvað marg-
ir kvenkjósendur verða í vetur, af því engin
kjörskrá er til eftir þessum nýju lögum. En
nokkuð má fara nærri um það, þegar niðurjöfn-
unarskráin verður lögð fram, þótt hún sé ekki
einhlít, þar sem gjald er lagt ámarga, sem ekki
hafa aldur til þess að hafa kosningarétt og kjör-
gengi. Sömuleiðis eru giftar konur þar ó-
taldar. En menn þeirra eru taldir, og má þá
fara nærri um þær.
Hver einasta kona ætti að hafa áhuga á
þessu máli. Sómi vor liggur við, að vér rek-
um af oss það ámæli, að vér séum alment
áhugalausar um þessi mál. Sumar konur eru
þeirrar skoðunar, að oss varði ekki um þau.
Þau snerti ekki oss og heimilin. En það er
mesta villa. Lögin snerta alla, bæði þau,
sem löggjafarvaldið veitir, sem tekur yfir alla
landsbúa, og eins hin sérstöku lög og ákvarð-
anir, sem bæjarstjórnir, sveitastjórnir og sýslu-
stjórnir ákveða. Þau ákveða gjöld, skyldur
og réttindi innan síns umdæmis. Þau skifta
sér af börnum vorum, uppeldi þeirra og
kenslu. Þau setja ossreglur um daglega hátt-
semi Yora. Hús vor og híbýli, götur vorar
og stræti verða að vera eftir þeirra höfði.
Yfir höfuð eiga þessir fulltrúar að standa á
verði fyrir allri vorri daglegu velferð, og barna
vorra. Skyldi oss þá ekki koma við, hverjir
væru valdir til þess?
En enginn er öðrum sjálfur. Og einmitt
reynslan sýnir, að karlmennirnir hafa aldrei
hingað til tekið eins mikið tillit til hagsmuna,
hæfileika og óska vor kvennanna, eins og
sjálfra sín. Og það er af þeirri einföldu á-
stæðu, að sá veit bezt hvar skórinn kreppir,
sem ber hann. Þeir hafa hvorki þekt hæfi-
leika vora, né tilfinningar. Þeir hafa afmark-
að oss verksvið, sem vér höfum ekki mátt
fara út. fyrir, og sagt, að þetta eitt gætum
vér unnið, til þessa eins hefðum vér hæfi-
leika. En eins víst og það er, að karlmenn-
irnir sjálfir hefðu eflaust getað jafnvel og vér
þvegið gólf og búið til mat, eins víst er það,
að vér hefðum getað leyst mörg hin svokölluðu
'störf þeirra jafnvel af hendi og þeir, ef vér
hefðum haft þeirra æfingu. Yór erum íult
svo nærgætnar og fuit svo fljótar að sjá hags-
munahliðina á hlutunum. Yér erum betri
mannþekkjarar, og fljótari að finna ráð i ýms-
um kringumstæðum. Því munu bæði karlar og
konur græða á samvinnunni og bæta hvort
annað upp í mörgum greinum.
Kvenfrelsi.
Flestir vita hvað venjulega liggur í orð-
inu kvenfrelsi: lögheimilað jafnrétti karla og
kvenna. En í orðinu frelsi liggur önnur og
dýpri merking en lögheimiluð róttindi. í því
feist að vera fijáls andlega og líkamlega, og
h'tið þýðir að hafa frelsi í orði en ekki á borði.
Til lítils er að hrópa hátt á frelsið, en binda
sjálfan sig jafnframt á klafa tildurs og tízku.
Er það að vera frjáls, að geta ekki lyft
svo hendi eða fæti, að ekki fljúgi í hugann:
„Ætli það sé kvenlegt?" Er það að vera
frjáls, að geta ekki hnýtt á sig slifsi eða klætt
sig í fat, án þess að spyrja sjálfa sig, hvort
það só í samræmi við tískuna ? Eg neita því
fastlega. Enginn er frjáls, sem iætur gamlar
venjur og hleypidóma stjórna hverju sínu
fótmáli.
En furða er það ekki, þó að við íslenzku
stúlkurnar breytum svona. Um aðra tala eg
ekki. Þekki að eins ísland og íslendinga.
Frá því að við vorum svo ungar, fyrst, þegar
við munum eftir okkur, hefir verið sagt við
okkur: „Þú mátt ekki fljúgast á við strák-
ana. Það er svo ókvenlegt!" „Ósköp var á
þér að koma ríðandi berbakað heim í hlaðið.
Þú áttir að fara af baki ofan við garðinn,