Kvennablaðið - 30.09.1907, Síða 5
KYENNABLADIÐ.
69
þessi tvö hundruð augu sáu þau, þá gullu við
fagnaðarópin og lófaklöppin.
Pví það er fagurt að sjá tvö ungmenni sýna
ástarsæluna. Enginn gat haldið annað, en að
þessir kossar þeirra væru sjónleikur. Engan
grunaði, að senoran skalf af feimni og riddar-
inn af óróleika. Enginn gat haldið annað, en
að þetta alt saman ætti að vera í sýningunni.
Loksins komust þau út fyrir baktjöldin.
Hún strauk á sér ennið og sagði: »Eg skil
ekki sjálfa mig«.
»Svei! Skammistþér yðar fröken Marianna«,
sagði hann og gretti sig. »Að kyssa Gústa
Berling; svei, svei, en sú smán!«
Maríanna gat ekki stilt sig um að hlægja.
»Allir vita, að engin kona getur staðist Gústa
Berling. Mér hefir ekki orðið meira á en
öðrum konum«.
Og svo komu þau sér í mesta bróðerni sam-
an um, að láta sem ekkert væri, til þess að eng-
an grunaði neitt.
»Má eg Vera viss um, að þetta berist aldrei
út, herra Gústi?« spurði hún, þegarþau ætluðu
að ganga niður til áhorfendanna.
»Pað megið þér, fröken Maríanna. Riddar-
arnir geta þagað, þá ábyrgist eg«.
Hún lét augnalokin síga ofan yfir augun
og brosti einkennilega.
»Og ef sannleikurinn kæmist upp, hvað ætli
fólk héldi þá, herra Gústi?«
»Pað mundi ekki halda neitt; það mundi
vita að þetta væri ekkert að marka. Pað mundi
ætla, að þér lifðuð að eins í því hlutverki, sem
þér voruð að sýna og þetta væri áframliald«.
»En livað mundi herra Gústi halda sjálfur?«
spurði hún hljóðlega, án þess að líta upp.
»Eg held að fröken Maríanna sé ástfangin
í mér«, sagði hann gletnislega.
»Það skuluð þér ekki halda«, sagði hún bros-
andi. »Þá yrði eg að reka yður í gegn með
spanska tigilknífnum mínum til þess að sýna,
að herra Gústi hefði á röngu máli að standa«.
»Dýrir eru kvennakossar«, sagði Gústi.
»Kostar það lífið, að vera kystur af fröken
Maríönnu?«
Þá leit Marianna á hann með svo leiftrandi
og hvössu augnaráði, að það gekk í gegnum
Gústa Berling og sagði:
»Eg vildi sjá hann Gústa Berling dauðan,
dauðan!«
Þessi orð tendruðu gamla þrá í blóði
skáldsins.
»0«, sagði hann, »að þessi orð væru meira
en eintóm orð, ó, að þau væru örvar, sem kæmu
hvínandi af boganum, eða rýtingur eða eitur,
sem gætu eitt þessum vesala likama og veitt
sálu minni frelsi«.
Maríanna var aftur stilt og brosandi.
»Barnaskapur«, svaraði hún, tók arm hans
og gekk niður á milli gestanna.
Þau voru um kveldið i hinum fögru spönsku
búningum, og fengu aftur lófaklapp, þegar þau
komu ofan til gestanna. Allir dáðust að þeim.
Engan grunaði neitt.
Dansinn hófst nú aftur, en Gústi flýði burtu
frá danssalnum.
(Framh.)
ALFA
ber með réttu
nafnið
»liið beztaa.
Brúkið þessvegna
ALF A
MARGARINE
Konur og' meyjar!
Lítið á niinn skínandi fallega skófatnað
Reynið minn lialdgóða skófatnað
Kaupið minn ódýra skófatnað.
Ávalt fyrirliggjandi ótal tegundir af Boxcalf-, Chevreaux-, Lackleðurs-,
Hestaleðurs-, Brúnel-, Striga- og Flókaskóm og stígvélum, að ógleynidum mínuni
gullfallegu, léttu og sterku SKÓHLÍFUM, verð frá kr. 1,75.
Virðingarfyllst
LÁRLS ». LIJÐFÍGSSOK.
Ingólfsstræti. 3.