Kvennablaðið - 07.10.1907, Side 5

Kvennablaðið - 07.10.1907, Side 5
KVENNABLAÐIÐ. 77 sem hafa fengið háskólatitilinn Ph. D. eða aðra sæmilega háskólatitla, pær geta orðið háskóla- kennarar. Launin eru góð, í samanburði við laun kvenna i Evrópu. — Ung stúlka í ýmsum þessum embættum getur fengið 120 pd. sterling í árslaun, og þau geta hækkað upp í 520 pund sterling um árið. — Pótt þessi launaregla sýnist há, þá hafa þó karlmenn miklu hærri laun, því hafa konur í New-Yorlc heimtað jöfn laun og karlmenn. Lagafrumvarpið um það, gekk í gegn á fylkisþinginu, en féll við það, að borgarstjórinn greiddi atkvæði á móti því. Ameríka er það eina land, þar sem konur eru ríkisfjárstjórar, bankastjórar, víxlakaupmenn, verzlunar-agentar o. s. frv., og álit þeirra og hæfileikar í þeim sökum liafa nú fengið fulla viðurkenning. Pær eru og farnar að reka allar atvinnugreinar, sem karlmenn hafa áður rekið einir, auk þeirra atvinnugreina, sem þær hafa áður einar unnið við, uema við sjóherinn og land- lierinn. Skýrslan telur 185 konur, sem reka járnsmíði, 45 vélfræðinga og kyndara, 43 öku- stjóra, 31 fást við að brenna víðarkol, ofnkol (coks) og kalk, og jafn-margar eru hjólastöðvarar, 10 farangurs burðarkonur (við járnbrautir og af skipi), 8 gufukatlasmiðir, 7 eimvagnastjórar og sporvagna) og 5 hafnsögumenn. í þrjátíu og þremur af þessuui atvinnu- greinum vinna yfir 5000 konurí liverri atvinnu- grein. — Tölur þeirra kvenna, sem skýrslan getur um, eiga að eins við þær konur, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur. I'lestar eru þær konur, sem hafa heimilis- störf á hendi, þær eru yfir ein miljón að tölu. Meiri hluti þeirra eru annað hvort innflytjend- ur, svertingjar eða kynblendingar. Pví Ameríku- konum þjrkir sér það ekki samboðið, að vinna hjá öðrum, sem vinnukonur, enda bjóðast þeim margar aðrar stöður, sem þeim eru geðfeldari. Næstar vinnukonunum, að tölu, eru daglauna- konur, sem vinna á bæjum upp til sveita. — Pær eru '/* miljön. Pá koma saumakonurnar, sem eru mesti fjöldi, og fá þær all-vel borgaða vinnu sína. Fjöldi kvenna veitir alveg heimilum for- stöðu, þar sem maðurínn hefir strokið frá öllu saman, eða er veikur eða dauður. Yfir höfuð fjölgar atvinnugreinum kvenna árlega, og álit manna á samvizkusemi og hæfl- legleikum þeirra fer að sama skapi vaxandi. New York Times gat þess nýlega, að þegar mikilsverður háskóli gerði konu að formanni í lítfærafræði, þá væri það svo ótvíræð viður- kenning um samvizlcusemi og hæfileika kvenna, að það hlyti að vekja viðurkenningu og undrun almennings lika. Peir litsölunienn og kaupendur Kvennablaðsins, sem kynni að hafa fengið ofsent i, 2—5 tbl. af því 1906, eru beðnir að senda mér þau sem fyrst aftur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Það eru mikil veðhlaup milli fjölda innlendra og útlendra reiðhjólaverzlana, sem öll liafa meira eða minna góð- ar vörur að bjóða. Samkepnin er mikil og fólk er oft gint til að kaupa ódjTr, óþekt reiðhjól, sem kaupandinn fær ónóga tryggingu fyrir. Hver sem vill kaupa reiðhjól, ætti fyrst að biðja um verðskrá með myndum um hið danslca Multiplex-reiðhjól. Verksmiðjan ábyrgist grindina og »Lejet« í 5 ár, og hringana í 1 ár. Þessi trygging verður borguð samviskusamlega og áreiðanlega hverjum reiðhjóls-kaupanda. Fjöldamörg meðmæli víðsvegar frá allri Danmörku eru til sýnis. Reiðhjóla- sali lögregluliðsins í Danmörku. — ókeypis verðskrá. — Utsölumenn eru teknir þar sem þeir eru ekki áður. MULTIPLEX IMPORT IvOIVII^OiNI AKTS. Gamrael Kongevej 1. C. Köbenhavn 13. Ulgcfandi: Bríet — Prentsm. Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.