Kvennablaðið - 10.06.1910, Síða 2

Kvennablaðið - 10.06.1910, Síða 2
34 K V ENNAJBL AÐIÐ. fór hið besta fram. Mæltu ýmsar konur þar fyrir minnum. Fyrir minni heiðurs- gestsins mælti frk. Laufey Vilhjálmsdóttir frá Rauðará á þessa leið: »Hvers vegna sitjum við svo margar saman hér í kvöld? Hver er ástæðan? En eigi spyr ég, að eigi viti ég gjörla á- stæðuna fyrir mannsafnaði þessum, þá ástæðu að við erum hér samankomnar til að fagna, til að samgleðjast konu þeirri, er nú um síðustu áraskeið hefir vakið eftirtekt manna, aðdáun og virðingu og það eigi einungis hér á landi, heldur og í öðr- um löndum. En hver er kona þessi? — Hver er heiðursgesturinn hér í kvöld? Það er ísbrjóturinn Asta Arnadóttir, meistari í málaraiðn, fyrsti meistari islands í iðnað- argrein. Hún er okkar íslenzka Helga, er þrátt fyrir alla örðugleika hefir klofið þrítugan, gaddfreðinn hamar fornrar venju og hleypidóma, og hefir við það fundið j eigi einungis Búkollu sína, heldur líka | prinsinn, ég ætlaði að segja meistaratign- ina, sem mun gera hana óháða fylgisystr- , unum sínum íslenzku: fátækt og lítilsvirðing. r^sta hefir sýnt hverju einbeittur vilji fær áorkað, þrátt fyrir alt og alt. Hún hefir sýnt okkur, að íslenzkt sjálfstæði getur verið meira en orðin tóm — og það án þess að liætta að vera dóttir föður sins. Meistaraverkin hennar i Good-Templara- Jiúsinu, sveins- og meistarabréfin og verð- launapeningurinn, sj'ndu að það var Ásta Kristín Arnadóttir en ekki Arnason, er hafði gjört þau og lilotið fyrir það viður- kenningu. Mér hefir ekki hlotnast að kynnast yður persónulega, Asta, en ég þekki yður gegn- um verkin yðar og dálítið gegnum syst- kini yðar, sem ég hefi haft ánægju af að kenna lítilsháttar í barnaskólanum. Ég leyfi mér að líkja yður við Helgu karls- dóttur — olnbogabarnið í æfintýrinu aj- kunna, ekki svo að skilja, að ég álíti yður olnbogabarnið frá Narfakoti í Njarðvíkum — en eins og Helga munuð þér þó liafa vanist því í æsku að vinna — að nota liendurnar — að hjálpa yður sjálf. Þess- vegna liafið þér líka komist eins langt og þér hafið komist, því starfsöm fortíð skap- ar liugsandi, starfandi framtíð. Launi guð öllum foreldrum, er leggja sjálfstæðisins og framþróunarinnar frækorn í brjóst Jjarna sinna. Launi guð öllum þeim, er kappkosta að iifa eins og menn! Guð Jilessi framvegis starfsemi Ástu Árnadótlur málarameistara. Hún lifi! Á eftir ílutti frk. Gunnþórunn Halldórs- dóttir lienni kvæði frá veislugestunum, ort af Guðm. Magnússyni. Þá mælti bæjar- fulltrúi Guðrún Björnsdóttir fyrir minni íslands og isl. mæðra. Þá talaði frú Theódóra Thoroddsen til lieiðursgestsins; tók upp líkinguna um kistil Helgu karls- dóttur, og kvaðst vænta að Ásta hefði geymt ýmislegt í sinum kistli, ýmsar minn- ingar, sem hún hefði tekið upp og skemt sér við að afloknu erfiðinu, þegar tak- markinu var náð. Kvaðst einnig vænta, að hún mundi bæta í kistilinn ýmsum dýrmætum minningum sem hún síðar mundi skemta sér við, að þetta kveld vrði eitt af þeim minningum, sem liún síðar meir í tómstundum sínum tæld upp sér til ánægju og liressingar. Þá talaði Briet Bjarnliéðinsdóttir fyrir minni framtíðarkonunnar eittlivað á þessa leið: »Pað er ekki neinn sérlegur merkis- viðburður nú á timum þótt menn komi saman eina kveldstund til að skemta sér með leunningjum sínum. Og þó íinnst mér að þetta samsæti sé eitthvað nýtt; eins og fyrirboði nýrra tírna. Það er dálítið einkennilegt að gömlu þjóðsögurnar og æfintýrin fáta oft kvennsöguhetjurnar sofa, eða vera í álögum, og ekki geta vaknað fyr en einhver hugaður karlmaður brýzt gegnum miklar torfærur og kyssir þær. — Þannig reið Sigurður Fáfnisbani Vafurlog- ann og vakti Brynhildi af svefni. Hann vakti hana til sorgar og þrauta, en sjálfur vann hann síðar Fáfnisarfinn. Þannig sé því farið í æfintýrinu um Þyrnirósu. Hún vakni ekki fyrri en kóngssonurinn kyssi hana. — Það sé kærleilcurinn sem fyrstur veki konur af svefninum. Ekki til sjálf- stæðrar, starfandi tilveru og baráttu, heldur karlmanninum til skemtunar og samfylgdar. Auðvitað væri ekki að kærleikanum að finna. En ef kóngssonurinn kæmi nú aldrei, ættu konurnar þá altaf að sofa og biða? Nei. Hér á landi hefðum við of lengi sofið, enda verið von til þess, meðan kon- an hefði verið fjötruð inni í eldhússvælunni, og varla fengið að líta út um baðstofu- skjáinn, til þess að sjá sólina og heiðríkjuna útifyrir. En nú virtist roða fyrir degi. Það sýndi þessi samkoma: að svona margar konur kæmu hér saman til að heiðra

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.