Kvennablaðið - 10.06.1910, Side 3

Kvennablaðið - 10.06.1910, Side 3
KVENNABLAÐIÐ. 35 þenna útvörð og brautryðjanda okkar. Okkur konunum hætti svo við að vilja ekki leggja hart á okkur. En við mættum ekki halda að menn næðu neinum gæðum eða fullkomnun fyrirhafnarlaust; að menn þyrftu aðeins að rétta út hendina til að höndla hnossið. Við yrðum að muna, að ef við vildum fá réttindi þá mættum við til að taka erfiðið, skyldurnar og ábyrgðina með. Ekki velta þeim af okkur. Þetta hefði hún Asta okkar skilið. Og það sýndist benda á nýja tíma. Sér þætti ó- segjanlega vænt um, að það væri íslenzk kona, sem tæki fyrsta meistaraprófið af ís- lenzkum iðnaðarmönnum. Eftir því sem sér væri sagt, hefði enginn ísl. iðnaðar- maður lej^st það af hendi áður. Og það sýndist sér góðs viti, það benti á að kon- urnar ættu til dugnað og þrautsegju, á það, að nú færu þær að koma með. Hún kvaðst ekki óttast, eins og margir karlmenn, sem mótfallnir væru réttarkröf- um kvenna, að konurnar mundu hætta að vilja gifta sig þegar þær færu að teka þátt í atvinnu og embættum karlmanna. Kvaðst vera samíærð um að þegar »prinsinn« kæmi, þá fylgdi konan honum eins og áður. En þangað til, — og þrátt fyrir það — krefðumst vér að mega standa sem jafn- ingjar við hlið karla, með rétti til að stunda alt það, sem óskir vorar og hæfi- leikar bentu oss á. Hún kvaðst vona og óska að sem flestar mæður mundu reyna að búa þannig X haginn fyrir dætur sínar og komandi kynslóðir. Kvaðst trúa og vona því, að bráðum yrði ekki lengur talað um kven- i'éttindi, heldur manni'éttindi. Fyrir því bað hún konur að drekka minni brauti'iðjendanna, sem ryðji stein- unum af framfara og þroskabi-aut kvenna; fyrir framtíðarkonunni, sem kæmi jafn- réttishugsjónum vorum í framkvæmd, sem stæði sem jafningi mannsins, við hlið hans; ekkieinungisáheimilunum.heldurílandsmál- um og landsstjórn, í embættum, iðnaði og atvinnu. Konunnar, sem væri ekki einungis móðir barnanna sinna, heldur fóstra þeix'ra og fræðari, ekki einungis kona mannsins síns, heldur líka félagi hans og vinur! Þá hélt frú Guðrún Jónasson snjalla i-æðu fyrir minni móður heiðursgestsins, og lýsti því hvaða þátt hún hefði átt i dugnaði barna sinna. Samsætið fór hið bezta fram og skemtu gestirnir sér með ræðum, söng og dansi til kl. 1 um kvöldið, að allir fylgdu frk. Ástu og móður hennar heim. Þetta er í fyrsta sinni sem konur hér í bæ halda konu samsæti til að heiðra hana fyrir óvanalegan dugnað og áræði, með að brjóta ísinn og taka upp sam- kepnina við karlmenn að afloknu fullkomnu námi og prófum. Fyrir fáum árurn mundi slíkt hafa verið talið ókvenlegt, og illsæmandi ungri stúlku. Nú voru konur sammála um að Ástu bæri þökk og virðing allra kvenna fyrir fram- kvæmdir og framkomu hennar. Miklu fleiri konur hefðu orðið með, ef þeim hefði gefist kostur á því, en húsrúmið tók ekki fleiri borðgesti. Þannig er auðsær munur orðinn á hugsunarhætti kvenna í þessum málum. Og það gefur oss von um að þótt framfai'irnar séu hægfara, og langt sé enn í það land, þær sem konurnar verða jafningjar karla í hvívetna, þá þokumst vér þó altaf nær því, ef stöðugt er haldið í áttina, og aldrei slegið undan mótvind- unum. Til Astu Árnadóttur m álaram eistara. Með þér vindar vorsins anda vonarlöndum hlýjum frá, um þitt merki altaf standa œska, kepni von og þrá. Góðir álfar einatt greiða allar götur þér i vil og þín spor með alúð leiða altaf meira sigurs til. Var þér ekki hlgtt um lijarta heim er stefndi ferjan þín, þar sem egjan íturbjarta gfir bláu liafi skín? Skein ei djörfung þar og þróttur þgðri sveipað vorsins glóðÝ — Til að fagna frœgri dóttur faðmur landsins opinn stóð. Enn frá liðnum öldum stendur orðstír þessa fagra lands.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.