Kvennablaðið - 10.06.1910, Side 4
36
K VENN ABLAÐIÐ.
Margoft hafa meyja-hendur
minnisblómum prýtt þess krans.
Undir brúnum ennþá brenna
arfsins hnoss hjá sveini og snót. —
Gleði er það, hjá þér að kenna
þessi góðu œttarmót.
Lyftu hátt í list og gengi
landsins frœgu tignarmynd.
Mundu það, að lýsa lengi
list þin skal sem fyrirmynd.
Láttu yfir iþrótt þina
íslands tinda geislum slá;
láttu þar í litum skína
Ijómann þinni bernsku frá.
Oskir beztu allrar þjóðar
yfir hafið fylgja þér;
vonir bjartar, vonir góðar,
vor og œsku far þitt ber.
Láttu í þinum listum brenna
Ijóssins boð og fylgdu því,
breiddu orðstír Islandskvenna
yfir heimsins lönd á ný.
6. M.
Félagsskapur kvenna.
Það sem nú á timum einkennir og sýnir
bezt hiun vaknandi áhuga kvenna fyrir ýmsum
þjóðfélagsmálum eru hin mörgu félög sem þær
liafa stofnað. Eins og gefur að skilja hafa öll
þessi félög sitt sérstaka markmið, eða stefnuskrá.
En stefnuskráin, eða tilgangur þessara félaga hér
á landi er mjög einhæf; þau eru að mestu leyti
góðgerðafélög í einhverri mynd. Eað er eins
og ísl. konurnar eigi örðugt með að eygja neitt
það verkefni, sem geti komið í veg fyrir bág-
indin. Mennirnir sýnast fyrst vera verðir um-
hyggju þeirra og aðstoðar, þegar þeir eru orðnir
ósjáifbjarga.
Og þó er það ólikt meira verkefni ogánægju-
legra að f\7rirbyggja bágindin, en að taka þau
uþþ á sína arma, þegar þau eru orðin svo djúþ
að úr þeim getur varla orðið bætt. Oiíkt meira
hvetjandi, og gefur meiri vonir um góðan ár-
angur, að byrja á þvi að gera menn sjálfbjarga
og sjálfstæða. til þess að sem sjaldnast þurfi að
koma til að þeir verði annara handbendi. Þetta
ættu kvenfélögin að hafa meira fyrir augum, en
þau virðast alment hafa haft hingað tíl. Pau
ættu að verja fremur kröftum sínum til að
haida mönnum á upþréttum fótum, en einungis
að binda sig við þá, sem einhverra hluta vegna
ekki geta staðið.
Kvenréttindafélögin eru einu kvenfélögin,
sem í stefnuskrá sinni hafa eingöngu þetta fyrir
augum. Pau vilja gera konurnar sterkar, áhuga-
miklar og sjálfstæðar. Pau vilja kenna þeim
að sjá orsakirnar til þess, að þeim veitir enn
þá svo örðugt að standa á eigin fótum. Pær
séu að kenna áhugaleysi þeirra, þekkingarleysi
og afskiftaleysi um almenn mál og almenna vel-
ferð. Meðan konurnar haíi ekkert að segja um hin
stærri mái þjóðfélagsins. meðan þær hafi ekkert
atkvæði um landsstjórnina eða Qárveitingarnar
til almennra þarfa, i stuttu máli: meðan þær
hafi ekkert atkvæði um iöggjöf landsins, þáverði
þær jafnan iitilsvirtar, ósjálfsstæðar ogþekking-
arlausar. Atkvæði þeirra í stjórnmálunum: póli-
tíski kosningarrétturinn og kjörgengið opni
þeim alla vegi. Með honum einum fái þær
sína fullkomnu sérskóla, með honum fái þær
aðgang að öllum embættum, iðnaðargreinum og
atvinnu ; þá fyrst geti þær hugsað til að keppa
við karla, bæði i þekkingu og atvinnu: því þá
hafi þær sjáifar lykilinn að völdunum í hönd-
um, með því að kjósa þá einafulltrúa á þingið,
til að fjalla um fjárhag landsins og önnur á-
hugamál, sem beri hagsmuni kvenna fyrír brjósti
I og unni þeim fullkomins jafnréttis við karl-
mennina.
Allar þær umbótakröfur á högum kvenna, sem
ekki setja þólitísku réttindin efst á stefnuskrá sína,
og framfylgjaþeirri kröfu, fyrst af öilu, að konur
fái þau full og óskert, eru að eins kák eitt, bót
á gamalt fat, sem aldrei getur haldið nema ör-
stutta stund og eru meira til að tefja fyrir,
heldur en nemi þvi gagni, sem þær gera. Pví
þótt eitt þing, eða meiri hluti eins stjórnarflokks
sé málum kvenna velviljaður og sýni það með
ýmsum frjáisiyndum réttarbótum, þá eru stjórn-
málamennirnir svo valtir í sessi, að hinir geta
næsta dag tekið við taumunum sem eru þvert
á móti. Því verða konurnar sjálfar að taka þátt
löggjöfinni. Pær verða að hafa sín eigin atkvæði
þar, til að tryggja sér að hagsmuna þeirra
verði þar jafnan gætt, hvernig sem stjórnmála-
stefnur breytast að öðru leyti. Eins og hver
stétt mannaþykist þurfa fulltrúa á Alþingi tii að
gæta hagsmuna sinna, svo þurfa konurnar það,
og það miklu fremur. Meðan vér erum í því
ómyndugleika ástandi, sem vér erum enn í, að
aðrir ráði fyrir oss lögum og lofum, og hlægi
að eins að oss ef vér erum óánægðar með ráðs-
mensku þeirra, þá er oss engra verulegra fram-
fara auðið. Áhuginn vaknar ekki meðan vér
höfum hvorki völd né ábyrgð. Það er eins og