Kvennablaðið - 10.06.1910, Side 5

Kvennablaðið - 10.06.1910, Side 5
KVENNABLAÐIÐ 37 raeð unglinginn, sem alt af er í föðurgardi: hann verður aldrei fullorðinn, fyr en hann fær að spila á sínar eigin spýtur. Petta ættu öll kvenfélög að athuga. Pað er þýðingarlaust að vera að bæta pessa gömlu fiík, hjálpa í allar áttir, pessum veslings konum sem alt af verða aumingjar meðan pær eru dæmdar til að vinna öll verst launuðu störfin. og minst virtu, svo að pær fá aldrei ofan í sig að éta, pótt pær Vinni baki brotnu, nema að aðrir hjáipi þeim. Fyrst foreldrar og vandamenn og par næst, kvenfélögin eða sveitarfél. Hjálpið pið þeim heldur til að fá næga þekkingu til að geta unnið vel og fá góð laun. Gerið pær færar um að Vinna fyrir sér, og að gæta hagsmuna sinna sjálfar. — Pá munuð þér fá færri hjálparþurfa á eftir. Kvennalauii. I. Fau eru víða lítil kvennalaunin, eftir þeim störfum sem þó er krafist. En hvergi par, sem oss er kunnugt um, eru kvennalaunin misjafn- ari en hér ó landi. Vinnukonulaunin fara stöð- ugt hækkandi, sem sanngjarnt er, pví pau höfðu lengi verið svo ósanngjarnt lóg, sem framast má verða. En starfskröfurnar til vinnu kvennanna hafa lækkað að stórum mun. Aður var heimtað að pær vinni synkt og heilagt hlífð- arlaust, án tillits til launanna. Nú eru pær að verða sjálfráðar vfir pessu hvorutveggja: hvað há laun pær vilji fá, og hvað mikið pær vilji vinna. Vinnukvennaeklan gerir pað að verkum að pær geta ráðið um petta lögum og lofum, ef pær hefðu nokkura heildartilfinningu og víð- sýni, nokkura þá konu að styðjast við úr sín- um flokki, sem gæti sameinað pær undir eitt merki. Sem skildi að styrkur þeirra lægi í pvi, að pær ekki einungis heimtuðu umbætur af hús- bændum og vinnuveitendum heldur einnig af sjálfum sér. Skildu það, að vinnan og vinnu- launin verða að samsvara hvað öðru, eflaunin eiga að verða endingargóð. í vandræðum geta menn tekið dýran vinnukraft. En til lengdar hefir enginn hann, ef hann vinnur illa og litið. Bá leitast menn við að fá aðra útvegi. Ekkert er eðlilegra en að vinnukonurnar vilji bæta hagi sína. Vilji fá hærri laun, reglu- bundnari og léttari vinnu og mannúðlegri og sæmilegri meðferð, en pær áttu lengi við að búa. Og petta eru allir húsbændur fúsir að viðurkenna. En pær verða að læra að sjá, að einnig þær hafa skyldur á hendi við sjálfar sig og húsbænduna. Þegar pær eru ráðnar í vist fyrir ákveðin laun, pá er þeim oftast ætluð á- kveðin störf og sá hluti samningsins parf ekki síður að uppfyllast en launaliðurinn. Pær verða að skilja að mikið er komið undir pví, hvernig pær leysa störf sin af hendi. Undir pví er álit og framtíð stéttar þeirra komið. Því vinnufólkið er ein stétt manna, sem ekki á að skammast sín fyrir tilveru sina, held- ur skilja, að pað er jafnnauðsynlegt í borgara- legu félagi og aðrar stéttir. Vinnukonurnar eiga að keppa að pví marki að gera stöðu sína ekki einungis vellaunaða, heldur og mikilsvirta. Gera hana að sérstakri iðnaðargrein, sem purfi sína fuflkomnu sérpekkingu og kunnáttu til að leyst verði vel af hendi, og verði pá um leið vel launað. Þetta skilja allir iðnaðarmenn að verði að fara saman. Til pess að geta fengið góð laun, verða þeir að kunna störf sín til hlítar. Til pess verja þeir alllöngum námstima, mörgum árum, sem þeir vinna að eins fyrir því nauð- synlegasta: fæði og húsnæði. En með pví tryggja peir sér góð laun og atvinnu. Sam- kepnin, að vera duglegri og gera belur en aðrir stéttabræður þeirra, tryggir peim næga vinnu, góð laun og átit manna. I þá átt verður sam- keppnin að ganga, ef bún á að tryggja mönn- um áframhaldandi góð laun, en ekki i pá átt, að vinna sem minst og með mestri óvandvirkni að unt er. Bá hrapa launin, eftirsóknin pverr og álitið hverfur. I’ratl uepli. Bónorð kvenna. Virðulega frú blaðstjóri! Eg var ein af þeim, sem sátu veizluna fyrir henni frk. Astu Arnadóttur, og hlýddi á ræðurnar ykkar, sem mér þóttu mjög góðar. En út af athuga- semd yðar um kóngssoninn, sem vekti konurnar af svefninum með kossi, datt mér í hug, að hér væri efni í þrætuepladáikinn, sem eg vildi bera fram fyrir konurnar, fyrst nafnsins þarf ekki að geta. Hvers vegna eigum við konurnar endilega að „bíða“ eftir bónorði karlmannsins, ef okkur fellur hann svo vel í geð, að með honum viljum við lifa og deyja ? Mér sýnist það ætti að vera einn hluti af stefnu- skrá kvenréttindakvennanna, að halda því fram, að konurnar ættu jafnan rétt til þess að biðja sér manns og karlar að biðja sér kvenna. Það er ekki sagt, að öllum karlmönnum falli það svo létt. Og ekki sýnist mér sæmilegra að reyna að toga út úr þeim bónorðið með allskonar ástleitni og brellum, en hreint og beint að tala við þá um þetta, þótt að

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.