Kvennablaðið - 10.06.1910, Page 6
38
K V E N N A B L A Ð I Ð
fyrra bragði sé. Eg sé ekki betur en að það væri
virðingaverðara og hreinna heldur enn allir þeir
krókavegir sem ungu stúlkurnar ganga nú, og þó
leiða þeir ekki allir inn í hina eftirþráðu hjónabands-
höfn. Hvað segið þið um þetta konur góðar?
Spyr sá sem ekki veit.
Dísa.
Lögfrseðiug’urinn.
Spurningar.
1. Er eg skyld til, ef maðurinn minn hefir
orðið gjaldþrota, að láta af hendi skrautgripi
mína, ef eg get sannað að mér hafi verið gefnir
þeir, eða aðrar gjafir, sem mér liafa sjálfri
verið gefnar persónulega, þótt félagsbú hafi
verið miili okkar? Og er eg skyld til að selja
fram þá muni, sem eg hef unnið mér inn með
sjálfstæðri atvinnu? Og ef svo er, hvað má þá
gera, til að fyrirbyggja að svo geti farið?
2. Ef féiagsbú hjóna verður gjaldþrota, og
börn þeirra sem eru ómyndug, eiga arf,
muni, eða peninga í sparisjóð, sem vandalausir
menn hafa gefið þeim, geta þá skuldunautar
heimtað þessa muni og peninga framselda? Og
hvernig á að tryggja að svo verði ekki gert?
Svör:
1. Þegar félagsbú er, er konan yfirleitt skyld
til að láta af hendi slíka skrautgripi, nema
þegar hún hefir aflað þeirra með sjálfstæðri at-
vinnu sem ekki er slofrtuð né viðhaldið með )é
mannsins eða búsins. Til þess að tryggja að
konur haldi gripunum verður að gera kaup-
mála, sem þó ekki alt af heldur gildi gagnvart
skuldheimtumönnum og ekki verður gerður
svo að i lagi sé, nema með aðstoð lögfræðings
að minsta kosti ekki ef hann er gerður eftir að
hjónabandið er stofnað.
2. Skuldheimtumeun foreldra eigan engan
rétt á fullnægju af eignum barnanna.
GrÚStÍ I
Eftir Selmu Lagerlöf.
Þegar Herrarnir væru komnir þaðan, þá
mundi ráðsmaðurinn hennar og gamli vinnu-
maðurinn stjórna öllu á Eikabæ og reka bú-
skapinn þar á sama hátt og vant var.
Þvi hafði svarti skugginn hennar margar
undanfarnar nætur liðið fram eftir hinum dimmu
verksmiðjuvegum. Hún læddist inn í verka-
mannakotin, hún mælti hljóðskraf við malar-
ann og malarasveininn í neðri íbúðinni í stóru
Mylnunni og hún hafði samið við járnsmiðina
niðri i dimma kolahúsinu.
Og þeir höfðu allir svarið að þeir skjddu
hjálpa henni. Heiður og velferð þessa stóra
herragarðs skyldi nú ekki lengur vera í hönd-
unum á hugsunariausum Herrum sem gættu
hans eins og vindurinn gætir öskunnar, eða
úlfurinn hjarðarinnar.
Nú i nótt, þegar hinir glaðværu Herrar
hefðu ieikið sér og dansað og drukkið þangað
tii að þeir hefðu oltið útaf dauðþreyttir ofan i
rúmin sín, einmitt þessa nótt skyldu þeir rek-
ast burtu. Hún hefir lofað gáleysingjunum að
leika sér. Sjálf hefir hún setið gröm í huga
niðri í smiðjunni og beðið eftir leikslokunum.
Hún hefir beðið enn þá iengur. Beðið þangað
tii að Herrarnir hafa, eftir að dansleikurinn var
úti og gestirnir vorir farnir, sjálfir ekið út og
komið aftur, eftir þessa næturferð sína, með hina
fögru Mariönnu. Hún hefir setið þegjandi og
beðið enn þá lengur, þangað til að henni var
tilkynt, að nú væri búið að slökkva seinasta
ljósið í gluggunum á Herraálmunni, og allur
lierragarðurinn svæfi. Pá stóð hún loks upp,
og gekk út.
Majórsfrúin skipaði að alt verkafólkið skyldi
safnast saman uppi við Herraálmuna. Sjálf
gekk hún fj'rst upp að bænum. Hún gekk upp
að stóra íbúðarhúsinu og drap á dyr. Henni
var hleyptinn. Hin unga dóttir Brúbæjarprests-
ins sem hún hafði gert að dugiegri vinnukonu
hitti hana þar.
»Frúin mín er hjartanlega velkomin«, sagði
hún og kysti hönd hennar. »Slöktu ljósið«!
sagði majórsfrúin. Heldurðu eg rati ekki hérna
ljóslaust?
Og svo gekk hún um alt hið þögula hús,
neðan frá kjallaranum og upp á efsta loft og
kvaddi það altsaman. Þannig læddust þær
hljóðlega úr einu herbergínu i annað.
Majórsfrúin rifjaði upp fyrir sér minningar
sínar, og vinnukonan stundi hvorki né snökt-
aði, en tárin runnu stöðugt niður eftir kinnum
hennar, meðan hún fylgdi húsmóður sinni á
þessari göngu.
Majórsfrúin lét ljúka upp léreftaskápnum,
og silfurskápnum og strauk með hendinni yfir
hina fínu damaksborðdúka og skrautlegu silf-
urkönnur. Hún klappaði mjúklega ofan á hin-
ar mjúku dúnsængur uppi í sængurfataherberg-
inu. Um öll amboð, vefstóla, spunarokka og
flosstóla varð hún að þukla. Hún stakk hend-
inni ofan í kryddskúffuna, og þreifaði á röðum
af kertum, sem hengu á sköftum upp í þakinu.
»Kertin eru nú orðin þur og hörð, það má
fara að brúka þau«, sagði hún.
Hún kom ofan í kjallarann, lyfti víntunn-