Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 4
52 KVENNABLAÐIÐ arinnar, og réttinda hennar, sem Ivate Bernard hefir átt og mun eiga framvegis svo stóran pátt. Enginn í Oklahama kallar hana annaö en »Kate«. Ef útlendingur spyr einhvern borgarann i Guttric, höfuðstaðnum í Oklahama, hvar skrif- stofan hennar »Miss Bernard« sé, þá verður honum fyrst orðfall. En eftir litla umhugsun lifnar yfir honum, og hann segir glaðlega: »0, þér eigið við hana Kate!« Ogirómnum liggur bæði aðdáum og stolt. fví Kate Bernard er í augum Oklahamabúa hinn góði engill nýju höfuðborgarinnar þeirra. Hún fæddist i Nebraska fyrir 28 árum. For- eldrar heunar voru frá Suðurríkjunum. Móðir hennar dó, þegar hún fæddist svo barnæska litlu stúlkunnar varð gleðisnauð. Pegar hún var hálfvaxin var henni falið að sjá um jörðina, sem faðir hennar hafði fengið sér i Oklahama. Hún var 160 ekrur. En sjálfur fór hann i vinnu í borg þar nálægt. Seinna var hún um tima í klaustri og kendi svo í alþýðuskóla þar á eftir, en flutti svo til föður sins, þegar ástæður hans bötnuðu. Oft trúði hún skriftaföður sínum, sem góður katólskur trúmaður, fyrir því, hvað mikið sig langaði til að vinna landi sínu og meðbræðr- um gagn. En hann sagði jafnan að hennar sæti og skyldustarf væri á heimili föður síns. Pað var á heimssýningunni í St. Louis, þegar hún var fyrir Oklahama deildinni að fyrst var tekið eftir stjórnarhæfileikum hennar. Eftir ráðum eins af löndum hennar, tók hún við heimkomu sína að rannsaka alt, sem Iaut aðástæðum og vinnulaunum verkamanna. Lýs- ing hennar á þessu ástandi í blöðunum, var svo skýr og lifandi, að árangurinn varð sá að henni var sent á einum degi 10,000 flíkur, og auk þess heilir haugar af húsmunum, og búsá- höldum. Hún fann 400 munaðarlaus börn í tjöldum og úthýsum, sem hún klæddi, heypti handa þeim bækur og sendi þau í skóla! Nú var hún kjörin til nokkurskonar fram- kvæmdarstjóra, og yfirmanns fátækrastjórnar- innar, og henni vóru fengnir 600 dollarar um mánuðinn til þess að bæta úr bágindunum. Aðferð hennar við þetta var eftir vissum regl- um. Hún kom t. d. á fót sérvinnufélögum með- al verkleysingjanna og á þenna liátt fengu hundr- uð manna atvinnu, sem þakklátlega var viður- kent af mönnum með þvi t. d. að veita henni sæti í »atvinnuráði« höfuðstaðarins, og kjósa hana sem fulltrúa í verkalýðsstjórn ríkisins. Pessi frami gjörði Kate brátt mikilsmegnandi í þjóðmálum Oklahamaríkisins, og höfuðborg- arinnar þar. Hún var sú eina, sem gat fengið lægsta verkalýðinn til þess að kjósa, án þess að fara eftir vifja veitingamannanna, og jafnvel móti veitingaholunum. Hvað þetta gildir skilja að eins þeir, sem þekkja hvílíkan voðalegan þátt veitinginaholurnar eiga í öllum kosningum í Ameriku. Bar er það, sem atkvæðin eru seld og keypt. Með þær til aðstoðar, vinna kænir misindis stjórnmálamenn að þjóðarspillingunni. »Halló, hvert ætlið þið drengir«, var Kate vön að segja við hópa af rifnusiu ræflunum, sem veítingamaðurinn var að reka inn til að kjósa. Og svo minti hún þá á, að hún hefði sent litlu telpuna hans Jóns í skólann, hjúkrað konunni hansToms.þegarhúnvar veik af lungnabólgunni, gefið Jim falleg föt, og útvegað þeim öllum vinnu. — Já hafði það ekki verið hún, sem hafði fengið daglaunin þeirra hækkuð frá doll. 1,25, upp i dollars 2,25. Og svo skýrði hún fyrir þeim, að þeir yrðu að kjósa móti vonda borg- arstjóraefninu, og með hinum, sem góður maður og vinur hennar. Ogþarna stóð veitingamaðurinn og varð sér til gremju að horfa á að »drengirnir« fylgdu henni allir eins og lömb móður sinni, að atkvæðakassanum. Á þenna hátt hefir hún ráðið tveimur borgarstjóra kosningum, þrátt fyrir öll brögð og undirferli vínmannanna. Hálfböð. Eftir H. P. Lund, baðlæknir við Horreskov. H. TJndir eins og sá sem baðar sig kemur, ofan í vatnið, finnur hann venjulega talsverðan kuldahroll leggja um sig. En hrollurinn hverfur fljótt, og breytist í þægilegan hita og hressingartilfinningu; að minsta kosti þegar farið er að þerra líkamann, eða á eftir baðinu, ef sá, sem baðar tekur sér dá- litla leikfimisæfingu eða gengur hratt. spottakorn. Ef kuldahrollurinn kemur aftur, meðan á baðinu stendur, eða hverfur alls ekki, þá hefir annaðhvort baðið staðið of lengi, eða ekki verið farið rétt að, ellegar sá sem baðar hefir verið lasinn, eða böð eiga alls ekki við hann. Ef engin hitabreyting hefir átt sér stað hjá hin- um baðandi, þá kemur það af þvi, að blóðkerin í hörundinu sem dragast ósjálfrátt saman, við að maðurinn fer ofan : kalda vatnið, víkka ekki nægi- lega út, svo að heita blóðið geti runnið með næg- um hraða í gegnum þau. Ytri merki þess að góð hitahreyfing hafi orðið er að hörundið verði fagur- rauðleitt, en sé hún of lítil, þá verður hörundið annaðhvort gráleitt og nubbótt, eða bláflekkótt. Til þess að stuðla að því, að hitabreyting verði eðlileg og blóðhreyfingin örvist, má hjálpa til á ýmsan hátt. T. d. geta menn séð um að þeir séu vel heitir þegar þeir fara í baðið, dúðað sig í heit-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.