Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 1
KvennablaðiðhoBt- ar 1 kr. 60 au. inn- anlande, erlendis 3 kr. [60cent vestan- hafs) '/» vprðsins borgiat fyrfram, en /i fyrir 15. júli. ijmnaftl&bib. TJppaögn ekrifleg bundin við ara- mót, ógild nema komín sé til út- get. fyrir I. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík. 30. júli 1910. M 7. Heimilisiðnaður. i. Það er ekki fágætt að heyra kvartað yflr því, að heimilisiðnaðurinn sé á förum, og ekkert komi í staðinn. Annarstaðar í heiminum hefir það þó að nokkru leyti unnist upp með því, að verksmiðjuiðnað- urinn hefir aukist svo mjög, að hann hefir gleypt mestallan vinnukraftinn frá heimil- unum, á þann hátt hafa menn þó fengið atvinnu, og þjóðfélagið fengið aukið verzl- unarmagn, seldar vörur út úr landinu. En hér á landi hefir eiginlega ekkert komið í staðinn fyrir heimilisiðnaðinn. Að minsta kosti ekki frá kvennanna hendi. Tóvinnan, sem áður var aðalstarf kvenna að vetrarlagi, hefir lagst niður vegna skorts á kvenfólki á heimilunum og hækkunar á kaupgjaldi þeirra. Við það hafa heimilin mist stóra tekjugrein. Með vaðmálum og annari tóvinnu guldu hændur áður mikið af kaupi vinnufólks, auk þess sem þeir klæddu með því skyldulið sitt. Nú verða menn að kaupa mestalt fataefni frá út- lóndum, en senda svo megnið af ull sinni óunnið út úr landinu. Og gömlu fólki og börnum, sem áður hjálpuðu mikið til verður nú lítið úr tímanum, af því að eng- in hentug verk eru þar fyrir hendi, sem altaf verður gripið til í lómstundum. Langt er síðan aðrar Norðurlandaþjóðir fundu til þessa og tóku að reyna að bæta úr því. Svíþjóð gekk þar í broddi fylk- ingar, Noregur kom á eftir, Danmörk er þar langt á eftir, sem stafar af því, að hún hefir frá fyrri tímum haft minst af þjóð- legum heimilisiðnaði. Þeir sem mest og bezt hafa staðið fyrir því að koma aftur heimilisiðnaðinum til vegs og valda, eru konurnar. Bæði í Sví- þjóð og Noregi hafa það verið kvenfélög sem staðið hafa fyrir því. í Svíþjóð var það fyrst »Sállskapet til Arbetsflitens be- fremjandi«, og »Handarbetets Vánner« sem tóku sér það fyrir hendur, og í Noregi »Husflidsforeningen«. í þessum félögum eru líka ýmsir mikilsmegandi karlmenn. Þessi félög — einkum hin sænsku — hafa sent út áhugasama menn, karla og konur, til að kynna sér heimilisiðnað í hverju fylki landsins. Allstaðar þar sem eitthvað hefir verið fágætt að fmna, sem verið hefir að hverfa, hafa þau sett upp skóla, með gömlum konum eða körium í fyrstu, til að kenna aðterðirnar að þessum hálfgleymda heimilisiðnaði. Svo hefir verið komið á fót söludeildum í borgunum, sem selt hafa þennan iðnað aftur. Til þess að hjálpa sem flestum að nota sér kunnáttu sína, veita félögin þeim sem óska, verkefni til að vinna úr og gjalda þeim svo vinnulaun, en eiga sjálf vörurn- ar. Á þann hált styrkja þau ýmsa fátæk- linga, einkum gamalt fólk, til að vinna fyrir sér, sem það mundi ekki geta á ann- an hátt. Til merkis um hvað ant for- stöðufólk þetta lætur sér um þetta mál, skal þess getið, að merk kona í Gauta- borg skrifaði hingað í fyrravetur, til að spyrjast fyrir um góða vinnu-ull, sem té- lagið vildi kaupa til að senda fátæku fólki lengst uppi í skógunum til að vinna úr vetlinga og peysur, sem aftur væru seldar ferðamönnum. Stjórnirnar og lóggjafarvaldið hafa með ríflegu fjárframlagi létt hér mikið undir. Einkum var það snemma gert í Svíþjóð. Auk þess tók Ríkisdagurinn þá ákvörðun 1877, að veita hverju barnaskólahéraði í landinu, sem hefði fasta skipulega handa- vinnukenslu, nokkurt fjárframlag. Þetta

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.