Kvennablaðið - 05.05.1911, Blaðsíða 4
20
KVENNABLAÐIÐ.
kvenna, leyfum vér oss að bjóða alla gest-
ina hjartanlega velkomna.
Stockholmi, í marz 1911.
Miðnefndin fyrir VI. heimsþingi
kosningarréttar kvenna.
. Lydia Wahlström, formaður i I. K. P. R.
Signe Bergman, form. í miðnefndinni.
Axianne Thorsteinsson, v. form.
Nine Kohnberger og Elin Carlson, ritarar.
Anna Frisell, gjaldkeri.
Ezaline Boheman, Axeline Virgen, Ebha
Palmstjerna, Lizinka Dyresen, Bertha
Norderson, Bertha Hubner, Carola Sahl von
Koch, Malin Wester Hallberg, Else Kleen,
Lilly Laurent.
Aths. Frá hverju sambandslandi
eru tveir fulltrúar teknir sem gestir inn á
heimili, meðan á fundinum stendur, og
verða sambandsstjórnirnar i hverju landi
að senda móttökunefndinni nöfn þeirra og
heimilisfang, sem óskað er að fái þessa
ívilnun. Ritstj.
Utan tir heimi.
Sagt er að mr. Asquith forsætisráðherr-
ann enski hafi lýst þvi yfir, að áreiðanlegt
væri að stjórnin ætli ekki að »nota tím-
ann — föstudaginn 5 maí — sem ætlaður
var til annarar umræðu um miðlunarfrumvarp-
ið, er veitir konum, sem eru hærri gjaldend-
ur, pólitískan kosningarrétt«.
Sömuleiðis er sagt að fjármálaráðherrann
mr. Lloyd George ætli að styðja miðlunarfrutn-
varpið i þess nýju mynd, — þótt hann í haust
sem leið, væri þvi andvigur, og léti sem það
færi of skamt, — kona hans talaði á kvenrétt-
indafélagsfundi nýlega og skýrði frá þvi, að
frumvarpið væri rétt og sanngjarnt og hlyti að
koma til umræðu«.
Mikilsverður viðburður þykir það einnig,
að nýlega var samþykt á borgarstjórnarfundi í
Dublin á írlandi að borgarstjórinn þar, skyldi
nota sér þann rétt, sem hann og borgarstjórinn
i Lundúnum hefðu, að bera fram áskorun beint
til neðri málstofunnar.
Pessi einkennilega áskorun, sem er svo mik-
væg fyrir konur, hljóðar þannig:
»Samþykt er: að semja áskorun, staðfesta
liana með innsigli .borgarinnar og senda Parla-
mentinu svo hana, til þess að heimta að frum-
varp það um pólitiskan kosningarrétt kvenna,
sem nú hefir verið borið upp i Parlamentinu
megi verða að lögum á þessu þinglímabili«.
»Samþykt er: að ritari borgarinnar og lög-
fræðislegi ráðunautur semji og riti áskorunina
þegar í stað;
A ð borgarstjórinn ásamt þeim starfsmönn-
um borgarinnar og bæjarstjórnarmeðlimum,
sem þörf þykir og hæfilegt að takist þessa ferð
á hendur, leggi sjálfir þessa áskorun fyrir neðri
málstofuna;
Sömuleiðis að allur kostnaður við þessa ferð
borgarstjórans og fylgdarmanna lians greiðist af
bæjarsjóði«.
Alii-if lílísnns-ilýtn si tízknna.
Ymsar tizkur hafa mjmdast eingöngu af þvi
að þeir sem henni hafa ráðið, hafa þurft að
dylja einhver líkamslýti, en svo hefir ástæða
þessarar tizku gleymst þegar stundir liða, og
hún var sjálf orðin föst í sessi.
Dætur Lúðvíks 9. höfðu óvenjulega stóra
fætur. Til þess aö skýla þvi, fundu þær upp
kjólslóðann. Drotning Filippusar konungs III.
var mjög hálslöng. Pað var hún, sem fyrst
fann upp stífu hálsrykkinguna. Breiðu skórnir
sem voru í móð á miðöldunum, stöfuðu frá
tveimur enskum kóngum sem höfðu óvenjulega
þykka fætur, og Lúðvík 14. á að hafa fundið
upp »Allonge«hárkolluna, til að skýla kýlum,
sem hann hafði aftan í hnakkagrófinni og
nej'tt alla hirðmenn sína til að brúka hana.
Sú tizka, sem nú á síðari árum hefir kom-
ið upp, að hafa mjótt band, eða festi um höf-
uðið, sem demantur væri festur við, er félli ofan
á ennið, er fundinn upp af »la belle Féronniére«,
drotningu Franz I. sem þar hafði ofurlítið bruna-
sár, sem átti að fela.
Lovísa drotning í Prússlandi, var rnjög fög-
ur kona, og hafði svo fagra handleggi og axlir,
sem grísku marmaralíkneskjurnar. En hún
hafði ekki að sama skapi tallegan háls, því lét
hún aldrei sjá sig nema með band bundið í
lykkju um hálsinn.
Enski siðurinn að lyfta upp olnboganum
þegar menn heilsa, er kominn frá enskri prins-
essu, sem heilsaði svona einu sinni, af því hún
hafði ígerð í handholinu. Mönnum þótti þessi
handatiitekt »elegant«, hirðin lók hana eftir, og
brátt vat ð það almenn tízka.
Pó voru menn ekki ætíð fúsir á að íýlgja
öllum þeim siðum, sem konungafólkið fann upp,
hvort sem þeir voru ljótir eða fagrir. Pegar