Kvennablaðið - 05.05.1911, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 05.05.1911, Blaðsíða 6
22 KVENNABLAÐIÐ norðurhernum, og trúnaðanvinur hinnargömlu Buddhu. En ráðabrugg petta varð nieð svikum tilkynt Yung Lu, sem flútti það hið skjótasta til Tzu-Hsi, er nú tók til sinna ráöa. Kang-Yu- Wei varð að flýja og ríkisráðið mátti liggja 2 klukkustundir á knjánum frammi fyrir Tzu-Hsi, til að biðja hana að taka við stjórninni, áður en hún tók við henni. Ungi keisarinn var nú selt- úr i varðhald á litlu eyjunni, sem hann hafði ætlað henni, og með stjórnarauglýsingu var þjóðinni nú tilkynt, að keisaraekkjan hefði eftir þrábeiðni unga keisarans samþykt að taka aft- ur við stjórninni. Með henni kom aftur sama afturhaldið og útlendingahatrið og verið hafði. Þó höfðu breytingarnar og framfaranýmælin haft þau á- hrif á hana að hún tók þegar að breytatilmeð ýmislegt, eins og t. d. með vatnsáveituna, og ýmsar breytingar á dómsmálalöggjöflnni. Hún lét jafnvel svo lítið, að bjóða öllum sendiherra- frúnum heim til sín í keisarahöllina og með sínu hvassa augnaráði, meðfæddri tignarlegri framgöngu og yndislegri fyndni, hafði hún mik- i) áhrif á þær, og allar voru þær á einu máli um það, að hún væri svo óvenjuleg kona, að það væri heill viðburður að fá tækifæri til að sjá hana og ræða við hana. Ýmsir áhugasamir ráðgjafar hennar og vinir höfðu ráðið henni til að setja á fót smáar þjóð- legar herdeildir víðsvegar í landinu. Þetta gerði hún, þvert á móti ráðum hins vitra Yung-Lu vraar síns. fetta voru upptökin að Boxara- flokknum, sem hún studdi leynilega, þegar þeir fóru að myrða niður Norðurálfumenn og kristn- aða Kínverja, þótt henni þætti sárt að Kínverj- arnir væru teknir af lífi. Ýmsir ofstækis föðurlandsvinir bjuggju nú til falska móðgandi kröfu frá útlendu sendiherra- sveitunum til Kínastjórnarinnar. Pegar drotn- ingin hafði lesiö hana leyfði hún að ráðist væri á sendiherrahallirnar i Peking. Pýzki sendi- herrann var drepinn, en Yung Lu gat komið i veg fyrir fleiri sendiherramorð, sem honum þóttu óhyggileg, með þvi að neila að láta stór- skotaliðið til þess. Boxarahershöfðingjanum sem heimtaði það, svaraði liann svo: »Pú getur að eins fengið það með því móti að biðja drotninguna aö afhenda þér það, ásamt höfði mínu«. En gamla Buddhan vildi nú ekki hjálpa þeim meira, og var nú farin að efast um að alt þetta fyrirtæki væri til góðs fyrirríkið. Pað er sagt, að einn morgun um þessar mundir, er hún sat að morguntedrykkju, ryddist einn af prinzunum með Boxarasveit inn í höllina, til að finna kristnaða Kínverja og setja hinn fangna keisara frá völdum. Pegar hún heyrði hvað um væri að vera, fór hún út á tröppuna og með fáeinum skipandi orðum stöðvaði hún þenna vilta og blóðþyrsta skríl, og skipaði þeim að biðja fyrirgefningar. »Eg alein hef vald til að víkja keisaranum frá völdum«, sagði hún. Síð- an lét hún taka nokkra af Boxaraforingjunum af lífl. Pegar hún heyrði um hina hraustlegu baráttu og vörn Búanna í Suður-Afríku, er haft eftir henni að fyrst svona lítil þjóð gæti yfirbugað England, þá hlj'ti Kínaveldi að geta unnið all- an heiminn. En smámsaman dó þessi bardagahugur lienn- ar út, og þegar Yung-Lu sannaði henni, að skjalið frá sendiherrunum hefði verið falskt, þá leitaðist liún við að draga úr grimdaræði Box- aranna. Enn þá einu sinni varð hún að flýja frá Peking, þegar her Norðurálfumanna kom sendiherrunum til hjálpar. En við lieimkom- una aftur fann hún bæði völd sín og auðæfi ó- skert. Nú beygði hún sig fyrir nauðsyninni, og skildi, að einungis endurbætur á öllu stjórnar- farinu gátu frelsað Kínaveldi. Allar stjórnartil- skipanir Kuang-Hsii’s voru nú aftur lögleiddar og þjóðinni heitið stjórnarskrá 1917. Skömmu fyrir dauða sinn lét hún útnefna dótturson Yung-Lu’s tll keisara. Prinz Chun, faðir hans skyldi stjórna ríkinu með honum þangað til hann næði lögaldri. Pó áskildi hún sér að hafa úrslitaatkvæði í öllum mikilvægustu málunum. Tzu-Hsi hafði vonað, að hún yrði eins göm- ul og Viktoría drotning. En hún dó 15. nóv. 1909, 74 ára gömul, daginn eftir dauða afsetta keisarans. — Síðustu orð hennar eru sögð þessi: Látið aldrei oftar konu fá æðstu völdin í hend- ur. Pað stríðir móti konungserfðalögunum og skal bannast stranglega. Og látið aldrei kvenna- verðina skifta sér af ríkismálunum. EiaiiúsltXilUni-. Tabiokabýtingur. í hann er haft 1 pt. mjólk, sem 1 stöng vanilie er soðin í, */* þd. sykur, og þegar þctta sýður þá er 200 gr. af tabiokagrjón- um (þau líkjast smáum sagogrjónum en eru hvít og dýrari) sáð smám saman út í. Petta er alt látið sjóða jafnt og hægt, þnngað til það er jafn grautur. Pá er það tekið af og látið kólna dálítið. Pá eru 4 eggjarauður og 4 eggjahvítur, sem eru þeyttar í stífa froðu, hrærðar saman við. Siðan er þetta deig látið í vel smurt mót, og soðið tvær kl.st. í heitu vatnsbaði. (Vatnið má aldrei sjóða uppyfir mótið). Pegar býtingurinn er tilbúinn þá erhonum hvolft á krtnglótt fat, og með honum framreidd góð saftsósa, þetta er góður og ódýr eftirmatur.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.