Kvennablaðið - 15.06.1911, Side 3

Kvennablaðið - 15.06.1911, Side 3
KVENNABLAÐIÐ. 35 auðséð fjarstæða, að .íillir sjá henni erekki svarandi. Til allrar hamingju sýna karlar það, að þeir álíta ekki þetta sjálfsagt; því ílestir þeirra láta stjórnmálin að miklu leyti hlut- laus, nema þegar þeir sækja kjörfundi og undirbúningsfundi undir þing. Og þeir eru nú ekki svo tíðír, þar sem þing er að- eins háð annaðhvort ár, að það geti eytt miklum tíma frá daglegum störfum. — Eins mundi fara fyrir konum. Og þótt þær á fyrstu árum sæktu þá fundi ver en karlmenn, þá væri það eðtilegt. Pólitísk ábyrgðartilíinning kemur ekki fyr en með praktiskri æíingu, og karlmennirnir eru langt frá að hafa fengið ábyrgðartilfinning- una enn þá, í svo ríkum mæli, sem lík- legt væri, eftir því hvað lengi þeir hafa haft alla stjórn á heiminum á hendi. Ástandið mundi að því leyti ekki breyt- ast, að flestar konur mundu standa í stöðu sinni eftir sem áður. En setjum nú svo, aðmeð límanum kæm- ust 1—2 konur á þing. Mundi það gera þjóðinni stóran atvinnuhnekki? Það kemur ekki ósjaldan fyrir að konur þingmanna fylgjast með þeim til Reykjavikur um þingtímann, og eru bann þar stundum all- an, með möunum sínum. Mundu þær þá ekki eins vel hafa komist til að sitja á sjálfu þinginu, ef þær hefðu liaft áliuga og löngun til þess? Nei, konum mun fara eins og karlmönn- unum, að það verða aðeins einstaklingarnir, sem fást við almenn mál. Fjöldinn situr heima, en fylgist aðeins með, gegnum blöð- in, og við kosningarnar, eftir ástæðum og áhuga. Að konur geti ekki tekið þátt i opin- berum málum vegna hugsjónaafls, og til- íinningasemi er fjarstæða. Einmitt það, að þær eru ekki eins gjörsneyddar hugsjón- um og ýmsir af karlmönnunum gerir það stóran ábata fyrir þjóðfélagið að fá þær með. Hvert á að stefna, ef ekkert er tak- markið, ef menn hafa »asklok fyrir him- in?« Það veitir sannarlega ekki af hug- sjónamönnum í heiminum. Nógir eru til að draga all niður í saurinn, hvað golt og háleitt sem það er í sjálfu sér. — Og það veitir heldur ekki af, að konurnar komi með sínar heitari og viðkvæm- ari tilfinningar fyrir meinum mannfélags- ins, til þess að hefja siðferðið á hærra stig, bæði í opinbera lífinu og annarstaðar. Karlmennirnir eru altof lengi búnir þar að ráða lögum ogjlofum. Og þeir hafa sjálfir daglega viðurkent að þeirra opinbera líf sé eitrað og spilt og rotið að grunni. — Því skyldum vér konur þá ekki vilja taka þar eitthvað í taumana? Það eru börnin okkar sem verið er draga út i þessa spill- ingu. Það viljum við ekki þola. Við vilj- um girða fyrir að þau þurfi að lýna öll- um sínum bestu hugsjónum, réttlætistil- finningu og sómatilfinuingu. Við viljum þau geti haldið áfram að vera samvisku- söm og ráðvönd, þótt þau komist í póli- tíska llokka eða einhverjar opinberar stöður. Til þessa höfum við fyllilega rétt. Og einmitt þessi sífelda kvörtun karlmann- anna yfir spillingunni, sem nú ríki yfirleitt í allri opinberri framkomu manna, kemur oss til að heimta að fá að vera með. Við erum engar brúður og viljum ekki vera þad, hvorki andlaust leikfang, né heldur nokkurt goð á stalli. — Við erum þvert á móti oft- ast settar skör lægra og herini hárri, en karlmennirnir. — Við erum samferðamenn þeirra á lífsleiðinni, fyrstu fóstrur þei-rra og fræðarar og við lieimtum að megaleggja okk- ar atkvæði á vogarskálarnar, þegar um vel- ferð vora og barna vorra er að tefla. Allar stéltir þjóðfélagsins vilja hafa sína fulltrúa, til að tryggja sér að hagsmunum sínum verði borgið. Þess sama krefjumst vér. Hingað til hafa karlar einir verið einvaldir i allri löggjöf, enda hafa þeir þar gert sig að miðdepli, sem alt snýst um. Sérstaklegt tiltit til vor kvenna er þar hvergi; þar sem liagsmunir karlmanna eru annarsvegar, þá megum vér lúta í lægra haldinu. Því er lialdið fram af mótstöðuinönnum vorum að vort ætlunarverk sé eingöngu að vera mæðurog húsmæður, sjá um heimilin og stjórnaþeim. Karlmennirnir afli til þeirra, en vér eyðum því — eða vér liagtærum því, sem oss sýnist bezt. Já, auðvitað eru konurnar mæður, og jafnauðvitað er, að karlar eru feður. En þeir hirða ekki allir um að sjá þeim börn- um farborða, sem þeir setja inn í heiminn. Það eftirláta þeir of ofl móðurinni. Og hvar er sú virðing og það tillit, sem karl- mennirnir sýna þeim konum og börnum þeirra? Hvenær standa þeir á þönum fyr- ir þær, með bros á vörum og liattinn í hendinni og beygingum og hneygingum? Þeir eru að talajjum að innsta eðli karlmanns- ins sé að bera konuna sem blómknapp yfir allar torfærur lífsins. En hvað marga slika blómknappa slíta þeir miskunnarlaust upp, og fleygja þeim í sorpið, undir fætur sér, en ganga svo sjálfir mikilsvirtir og hnar-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.