Kvennablaðið - 15.06.1911, Page 4

Kvennablaðið - 15.06.1911, Page 4
36 KVENNABLAÐIÐ reistir meðal manna alla æfi, og þykja mestu menn eftir sem áður? Andstæðingar vorirsegjaað konur.semfara að fást við opinber mál, eða leggja stund á karlmannanám, verði svo ókvenlegar. Þetta er einungis hjátrú. — Ein af ástæðunum, sem bæði í orði og verki hafa verið kveðn- ar niður, en jafnólt »ganga aftur«. Getur vel verið, að verkakona, sem gengur að karlmannastörfum, sé ekki eins snyrtilega lil fara á götum úti um vinnutímanu og stásskonurnar. En hún missir ekkerl af kvenleika sínum fyrir það. Hún getur verið jafn fín og mentuð og þær. En það eru einmitt fötin og staðan, sem margir karlmenn bera svo mikla virðingu fyrir. þeir þykjast sýna kvenfólkinu svoddan til- lit og kurteisi, sem þær mundu missa, ef þær fengju fult jafnrétti við þá. En það eru víst ekki nema vissar konur, sem verða fyrir því. Eg liefi oft séð karlmenn og konur saman, séð karlmenn sitja sem fast- ast í sætum sínum á skemtunum og í kirkjunni, þar sem engin viss sæti hafa verið útvisuð, þótt gamlar þreytulegar konur slæðu allan tímann fyrir framan þá. Eg hefi séð þá á ferðalögum og víða annarstaðar með konum, og mér hefir virst það það aðeins vera æskan, staðan og skrautið, sem þeir beygðu sig fyrir. Annað ekki. Þessvegna segjum við konur: Burt með alt slíkt óþarfa dekur, sem aldrei verður nema til ills. Látið okkur fá rétt til að lifa á hvern þann hátt, sem oss sýnist, og berið engar áhyggjur fyrir því að oklcar kveneðli fari að forgörðum. Það nýtur sin einnritt bczt, »/ jrihed og imder ansvar<.<. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Barimgarðar Fröbels. Pvi verður ckki neitað að við íslend- ingar stöndum í mörgu að baki annara þjóða. Ymislegt, sem hjá þeim er álitið sjálfsagt og nauðsynlegt, en hjá okkurenn lítt eða ekki þekt. — Eg ætla að nefna eina stofnun, sem nú mun vera til í öllum mentuðuin löndum. Stofnun, sem allstaðar vinnur sér álit og hylli. — Það eru barna- garðarnir sem kendir eru við þýzka mann- vininn, uppeldisfræðinginn Friederich Frö- bel. — í ár eru liðin 75 ár síðan hann stofnaði fyrsta barnagarðinn (Kindergarten) suður á Svisslandi. Þaðan hefir hugmynd lians breiðst út um víða veröld. Barna- garðarnir eflast ár frá ári, þeim fjölgar og unr leið börnunum, sem sækja þá, það sést æ betur og betur hve nauðsynlegir þeir eru og hve mikið gott getur af þeim leitt. — Hverjum þeim sem kemur inn i Frö- belskan barnagarð lilýtur að verða Ijósl hve tilgangur þeirra er góður. — Það er svo skerutilegt að sjá öll glöðu litlu barns- andlitin, sjá börnin hvort lieldur þau eru að leika sér eða við einhverja smávinnu, hvað þau eru glöð og frjálsleg alveg eins og þau eigi þar heima. — Og kenslukonan, hún er ekki neinn strangur kennari, sem reiðist ef eilthvað ber út af, nei hún er eins og leiksystir — félagi sem tekur þált í öllu með þeim. Hún leikur við þau, kennir þeim söng, leiki og kvæði, segir þeim sögur og lætur þau gera smávegis leikíimisæfingar o. fl. Enginn má samt halda að alt í barnagarðinum sé tómur leikur. Því fer fjarri. En leikurinn er þannig að einmitt á honum læra börnin ýmislegt. — Svo er lika alvara — til dæm- is er í öllum góðum barnagörðum varið talsverðum tíma til þess að tala við börn- in um ýmsa hluti sem þeim eru sýndir og þau látin segja frá (Askádning). Líka fá þau að æfa sig í að teikna, og móta í leir, þessar tvær greinar standa í nánu sain- bandi við sýningarkensluna enþæræfingar eru aftur oft og einatt grein úr áttbaga- þekkingunni (Hembygdskunskapen) sem er án efa það fyrsta, er börnin ættu að fá góða undirstöðu í. Því Ir\rað er nauðsyn- legra en að opna augu barnsins fyrir því, sem lifir og hrærist umhverfis það — því sem það daglega sér, án þess aðjveita því eftirtekt, af því það vantar að liuganum sé beint i rétla átt. Og sá sem hefir reynt það að vekja eftirtekt barnsins á því, sem er í kring um það, kemst brált að raun um, að þakklátara verk er ekki til. Barns- ,sálin er móttækileg fyrir áhrif, því skiftir miklu að áhrifin sem hún verður fyrir séu góð. — Þetta sá Fröbel sem elskaði börn- in og skildi þau — og á því bygði hann

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.