Kvennablaðið - 15.06.1911, Qupperneq 6
38
KVENNABLA.ÐIÐ.
getum framleitt, sem þolir samkepni stór-
þjóðanna, svo mér finst við ekki mega
sleppa þvi, að hagnýta okkur það, sem við
stöndum betur að vígi með — eins og með
þetta — og því er sjálfsagt að róa að því
öllum árum að koma þvi á erlendan mark-
að, eða að minsta kosti framleiða það, sem
landið þarfnast, í stað þess að flytjá inn
lélegri vöru, dýrum dómum.
Það sem sannfærir mig um yfirburði ís-
lenzka kjötseyðisins er það, að það hefir
staðist próf þeirra, sem bezt vit hafa
á að dæma í þeim efnum, en það eru þær
húsmæður og matreiðslukonur, sem notað
hafa hvorttveggja, sem undantekningar-
laust hafa mælt með þvi íslenzka. Eg er
þvi sannfærð um, að sú húsmóðir, sem
einu sinni hefir reynt það, kaupi það frem-
ur hinu, ef kostur er á, eða sú hefir reynzl-
an verið með þær konur, sem hafa keypt
mitt kjötseyði, þær hafa viljað fá það aftur
og aftur.
Það sem ég hefi selt, hefi ég selt í Kaup-
mannahöfn og ég hefi ástæðu til að gera
mér von um góðan markað fyrir það þar.
Ef ætti að framleiða seyðið í stórum stýl,
þyrfti auðvitað jafnframt að útvega markað
fyrir kæfu — en ég skil ekki í, að það mætti
ekki takast, það hefir svo lítið verið revnt.
Tilgangur minn með að láta þetta litla
sýnishorn á sýninguna er sá, að það sé
borið saman við »Libigs«-kjötseyði af þar
til kjörinni nefnd, svo ganga megi úr skugga
um, hvort betra sé.
Og tilgangur minn með þessari grein er
að láta almenning njóta þessarar litlu
reynzlu .minnar, og gefa þessa bendingu,
ef þær gætu komið einhverjum að notum.
Ég veit að þetta litla sýnishorn er svo
ofur mjór visir, já, að eins frækorn, sem
háð er þeim jarðvegi, sem það fellur í,
hvort það geti borið ávöxt, eða visnað út,
eins og svo sorglega margt annað, sem
komið gæti að notum. En guð gefi því
þann ávöxt sem ég af heilum hug óska.
Lovise Jensen.
Talssími aOÓ Pösthólí lí. 14.
Arni Eiríksson
^A.ast«i’sti*íjeti O Reyjavíli.
Vefnadaryörur. fll Hreinlíetisyörur.
Mikið úrval af öllu pvi, er hverl heimili þarfnast af þeim vörum.
f
Vandaðar vörur. — Odýrar vöurr.
Kitthvaö til íyrir alla. Cjri'eiö aígreiösla.
Vill eiga viðs/iifli við alla.
Samsæti 17. júní
verða haldin á Hótel Reykjavík, 1 Inðaðarmannahúsinu og Good-Templarahúsinu
kl. 9. e. h. — Aðgöngumiðar kosta 1 kr. 75 a. og last meðan húsrúm leyfir í
Hótel Reykjavík, hústjórnarskólanum fyrir iðnaðarmannahúsið og á Hólel ísland
fyrir Godd-Templarahúsið.
Rorðhald og dans á eftir.
Skrúðgaugan 17. jiiní
hefst frá Austurstræti kl. 1V* stundvíslega.