Kvennablaðið - 31.08.1911, Síða 4
60
KVENNABLAÐIÐ.
sagði Efrairu, og settist við borðið áður en
móðir hans gat svarað.
»Hvað er þetta?« sagði hann, þegar hann
sá læstan bréfmiða á diskröndinni. — »Frá
stúlku?« — og hann hló framan í móður sina.
Pau geymdu engin leyndarmál hvert fyrir öðru.
Svo reif hann uþþ umslagið og las:
»Skólapiltur Efraim Lundström er vinsam-
lega boðinn til miðdagsverðar 5. maí 1911, kl.
5 síðdegis.
Antonia og Leonard Storm.
Þannig var presturinn vanur að orða heim-
boð sín.
Efraim hló og veifaði spjaldinu.
»Mamma, veiztu hvað það er? Gettu«.
Mamma gat ekki getið upp á það.—»Borð-
aðu súpuna áður en hún verður köld«, sagði hún.
»Eg vil ekki hafa neina súpu«, sagði Efraim
og skaut stólnum aftur á bak, en rak boðsbréfið
beint framan að móður sinni.
»Nú, nú«, sagði hún, »líttu á, þarna er eitt-
hvað skrifað á bakhliðinni«, hún snéri spjald-
inu við.
Á bakhliðinni stóð ritað:
»Efraim er vinsamlegast beðinn að taka með
sér eitthvað af teikningum sínum — af því það
væri gaman að fá einusinni að sjá eitthvað af
þeim«.
Efraim blistraði — skotin!
»Eg fer þangað«, sagði hann.
Einni mínútu fyrir 5 stóð Efraim með
teikningaveskið sitt undir hendinni við húsdyr
Storms, og hringdi dyrabjöllunni. Hann hafði
beðið eftir seinustu mínútunni, því hann vildi
ekki vera með þeim fyrstu. Að hitta prestinn
gat verið fullóþægilegt samt.
Storm kom sjálfur fram til að ljúka upp.
Hann gat ekki dulið furðusvipinn á sér, því
hann hatði talið sjálfum sér trú um að Efraim
myndi ekki koma.
En svo bauð hann Efraim vingjarnlega
velkominn, og Efraim hneigði sig og beygði, og
hengdi húfuna sína upp á snaga i forstofunni.
Veskið lét liann síga hljóðlega ofan á stól.
Nú iðraðist Efraim eftir að hafa þegið boð-
ið. Petta var skárri klemman — líklega var þó
einhver inni til að tala við. — Og svo gekk
hann inn i salinn, gegn um stóru tvíbreiðu
dyrnar. En þar var ekki svo mikið sem köttur
Efraim lá við að tala ljótt —hann var sá fyrsti.
En Storm, sem nú kom ekki framar fram sem
kennari, bauð honum sæti, og hvarf svo skyndi-
lega inn i eitthvert hinna herbergjanna. Efr-
aim leit í kring um sig — fínir gólfdúkar, mjúk-
ir stólar, dyratjöld og borð, sem á voru bækur
í skrautbandi. Á veggjunum voru málverk með
fangamarki alþektra listamanna. — Efraim var
djúpt sokkinn ofan í að skoða málverk af sjó,
þar sem sólin var að ganga undir, þegar hann
fann að tvö augu störðu á hann.
Augunum fylgdi lítíð, laglegt, hálf þrjósku-
legt og glettulegt stúlkuandlit, umkringt af
hrafnsvörtum lokkum, heldur laglegur og mjór
háls, og grannvaxinn líkami, í hálfsiðum hvítum
kjól, með kniplingum á.
Efraim snéri sér við og hneigði sig.
»Góðan daginn«, sagði Ludovica, og gekk
þrjú spor áfram yfir hinn rósrauða gólfdúk.
»Eruð það þér, sem lieitið Efraim Lund-
ström? Pað er ljótt nafn, sem þér berið«.
Hún hallaði undir flatt og virti hinn liá-
vaxna ungling fyrir sér, sem ekki var vitund
feiminn, heldur leit glaðlega og djarflega út.
»Já, eg er Ludovica — hérna sjáiðþér þernu
yðar« — bætti hún við og hneigði sig svo gal-
gopalega og krosslagði hendurnar á brjóstinu.
Petta var þeirra fyrsta kynning. — Efraim
sagði:
»Koma ekki fleiri hingað? Klukkan er
orðin 5«.
»Jú«, sagði Ludovica. »Hann kemur lika
liann Gustaf Krook, þessi með síða hárið,
Sveinn Bengtson, sem leikur guðdómlega á pi-
anó, Oscar Norrén, sem syngur fyrsta tenor og
skrifar í »Félagann« og svo hann Iíalli málari.
Pér eruð víst lika listamaður?« sagði liún.
í sama bili heyrðist mikið hark frammi í
anddyrinu og inn ruddust 4 stórir skóladrengir
hneigjandi sig djúpt í dyrunum. Ludovica, sem
var þeim öllum kunnug, tók 1 hönd þeirra allra
og »koketteraði« gletnislega við þá alla, hvern
og einn út af fyrir sig, svo engum skjddi finnast
hann vera hafður útundan. Efraim sagði í hjarta
sínu — »þetta er sæt stelpa«. Á eftir drengjun-
um sást nú séra Storm,og frú Antíonía sveif nú
inn um dyrnar í fínum og alt of unglegum
klæðum.
Pegar hún hafði heilsað öllum fjórum
drengjunum, gekk hún til Efraims, og rétti hon-
um hendina.
»Velkominn hingað. Maðurinn minn hefir
oft minnst á yður við mig«.
»Já, er það satt að þér brúkið altaf háls-
bindin hans pabba«, tók Ludovica frammí, sem
gerðiþáalla,seminni vóru.mjögvandræðalega. En
þá skellihló séra Storm — og Efraim leit upp
blóðrauða, skömrnustulega andlitinu, þakklátlega
framan í prestinn.
»Þetta skal eg launa þér Ludovica«, hugsaði
liann, og fanst að hún mundi sjá hvað hann
hugsaði.
Nú var dyrunum að matsalnum lokið upp
og menn settust til borðs. Efraim fékk Ludo-
vicu til vinstri hliðar, og Kalla málara til hægri.
Pjónninn var dökkhærður laglegur piltur,