Kvennablaðið - 31.08.1911, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 31.08.1911, Qupperneq 6
62 KVENNABLAÐIÐ eftir, baAi dálitið rjóð og feimuleg, þá var kom- inn heimferðatimi. Storm tók i báðar hendur Efraims og sagði: »Velkominn aftur«. Og frú Antonía klappaði honum á kinnina. En þegar Efraim kom út á götuna og hafði skilið við félaga sina, pá fór hann að hlaupa. Og hann hljóp fram hjá húsunum út allar göt- urnar og út á sveitaveginn, og þegar hann var kominn langt pangað út, pá fór hann að stökkva og dansa og svo komu honum tár í augu, liann vissi alls ekki hvers vegna. Pað var eins og brjóst hans ætlaði að springa. En svo varð hann alt í einu alvar- legur, hægur og stiltur. Og hann gekk hægt heim með hnarreist höfuð — nýjar ákvarðanir, og nýjar framtíðar- fyrirætlanir brutust um í höfðinu á honum, og og upp úr þeim öllum gægðist svolítið bros- andi, svartlokkað telpuhöfuð, sem sagði: »En hvað þú ert góður«. Ja, )'iann skyldi að minsta kosti verða pað. Utan úr lieimi. ingarréttarfélagsins »í mesta flýti, en með miklum fögnuði« frá Mihvaukee í sænska kvenréttindablaðið Dagný 3. ágúst sl. — Peim fer að fjölga ríkjunum í Ameríku, sem veita konum pólitísk réttindi. Og það er eftirtektarvert að það sýnist einmitt vera barátta systra þeirra í Englandi, sem hefir komið málinu á nýjan rekspöl í Ameríku, eins og hún hefir gefið því byr undir báða vængi þar heima, og víðar liér i Norður- álfunnni. Það fer fleirum vitrum mönnum sem síra Sigurði Stefánssyni frá Vígur á Alþingi hér heima i vetur, þegar hann sagði: »að þótt hann héldi að alt hefði staðist þóttt blessað kvenfólkið hefði enn beðið nokkur ár eftir þessum réttindum, þá væri það nú orðið svo hávært að heimta þau, að engin ástæða eða réttur væri til að fresta því lengur.— »Knýið á, og mun fyrir yður upplokið verða!« Nýjar sigurfregnir. Nýtt frumvarp um pólitískan kosninga- rétt handa konum hefir verið samþykt nú i sumar bæði í efri og neðri málstofunni í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum, og feng- ið meðmæli ríkisstjórans. Kalforniuríkið hefir einnig veitt kon- um politiskan kosningarrétt með stjórnar- skrárbreytingu, sem nú á að leggjast undir almenna atkvæðagreiðslu 10. sept. n. k. konurnar eru mjög glaðar, og gera alt sem í þeirra valdi stendur til að frumvarpið verði samþykt. »Nú er kosningarréttarfrv. í Wisconsin lagt undir alþjóða atkvæðagreiðslu. Konunrar í Wisconsin geta liklega fengið að kjósa 1913. Það undrunarverða atriði heíir borið við, að liið fyrsta ríki, af gömlu rikj- unum liefir skotið kosningarréttarmálinu undir atkvæði kjósendanna. Frumvarp vort gekk í gegnum neðri deild með nær því þremur atkvæðum gegn einu, og í gegnum efri deild (senatið) með átta atkvœðum gegn einu. Bráðum verður Mihvaukee að- albardagastaðurinn. Vortheróp er: »Wiscon- sín það sjötta«, Þannig skrifar ritari kosn- Edinborgar bezta ráð, bíðið eftir útsölunni mestu. \

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.