Kvennablaðið - 19.03.1913, Síða 3
KVENNABLAÐIÐ
19
konur héldu stóra innifundi, þær ættu að |
sýna alvöru sína með þvi að halda stórar
skrúðgöngur í opinberu skemtigörðunum og
hvar sem væri, eins og karlmennirnir hefðu
gert. Ef þær gerðu það, þá yrði kröfum
þeirra sint. — Þessi eggjan var þegar í stað
tekin til greina. Feykistór skrúðganga var
haíin um helztu götur Lundúnaborgar til
Hyde Park 17. júní 1908. (Framh.).
Sannleikurinn
um kosningarréttinn í Kina.
Eftir Carrie Chapman Catt.
I.
Margt hefir mér dottiö í hug um framfarir
okkar kvennanna og frelsi frá gömlum præl-
dómshlekkjum, sem bundið hat'a okkur all-
staðar í heiminum. En aldrei liefi eg i mín-
um djörfustu draumum, málað fyrir mér kvöld-
veizlu i Peking, veitta þar af kvenréttindafélagi,
handa fulltrúum Alþjóða kvenréttinda sam-
bandsfélagsins. Og pó kom einmitt petta lyrir
okkur. Hún hófst með fundi, par sem vóru yfir
púsund af eftirtektasömum og samhygðarfullum
áheyrendum, sem komu pangað einungis til að
hlusta á okkur. En viðburðirnir og sagan, sem
hrundu þessum fundi af stað, eru lika eflaust
einir af einkennilegustu og raunalegustu við-
burðum veraldarsögunnar.
Undirbúuingnr stjórnarbyitingarinnar.
Fyrir hér um bil 15 árum stofnaði hinn al-
kunni dr. Sun Yat Sen, sem allir blaðalesendur
þekkja, leynilegt félag í Tokyo, sem kallaðist
»Tung Ming Hui«. Tilgangur pess var að reka
Manchueana frá völdum, sem í 500 ár höfðu
ríkt yfir Kinaveldi, ogsetja aðra stjórn til valda,
sem væri eftir kröfum nútimans. Eitt af grund-
vallaratriðum pessarar nýju stefnuskrár var
það, að karlar og konur skyldu fá jafnrétti, ekki
einungis sem meðlimir i félögunum, heldur
einnig í þeirri stjórn, sem ætti að mynda þegar
takmarkinu væri náð og pví var skorað á kon-
ur að ganga i félögin sem starfandi meðlimir.
Kínverskir stúdentar i Tokyo voru fyrstu læri-
sveinar pessarar nýju kenningar, og engir voru
einlægari endurbótarvinir, en kínversku kven-
stúdentarnir. Höfuðstaður Japans varð nú ekki
að eins byrjunarstöð og agitationsstöð pessa
félagsskapar, bæði fyrir meðlimina og starfend-
urna, heldur lítur út fyrir, að paðan hafi allar
aðaitilraunir og fyrirskipanir félagsins verið
leiddar. Hér urðu mörg hundruð ungar kin-
verskar konur fyrir áhrifum pessarar kenning-
ar og þeirra, sem hana fluttu.
Konnrnar verða starfandi verkamenu.
Pessi stjórnarbyltingarhreyfing var yfir höf-
uð hreyfing frá stúdentunum, og í öllum áskor-
unnm frá foringjunum var tekið fram, að í hinu
nýja Kinaveldi, sem ætti að koma, ættu kon-
urnar að vera jafnfrjálsar karlmönnunum. Kon-
urnar, sem voru hrifnar af sömu föðurlandsást
og karlmennirnir, voru settartil starfa, í þeirri
von, að kyn peirra, sem svo lengi hafði mátt
pola ánauð og réttleysi, mundi nú fá uppreist.
Pær urðu ekki dauðir eða þegjandi meðlimir.
Pær urðu áhugasamir og ötulir fortölumenn
þessarar nýju stefnu, pær söfnuðu fé, juku með-
limatöluna, sfofnuðu ný félög og stráðu út flug-
ritum. Pær tóku á sig alla ábyrgð og allar
skyldur, pær blésu sarna lifandi áhuganum í
brjóst nýju meðlimanna og neituðu engum störf-
um eða hættum, vegna kynferðisins. Engir af
spámönnum hins nýja Kínaveldis urðu mælsk-
ari, en sumar pessara kvenna, né rneira sann-
færandi í ræðum sinum og engir voru betri að
leiða slík félög og fyrirtæki.
Margir inistn höfuðin.
Menn verða vel að muna eftir pví, að alt
petta starf varð að framkvæmast með hinni
mestu leynd, pví höfuðin féllu undan sverði
Manchustjórnarinnar við hvern minsta grun.
»Tung Ming Hui« varð fljótt uppvist og tilgang-
ur pess kunnur. Fé var lagt til höfuðs dr. Sun,
ásamt ýmsum öðrum helztu foringjum, sem pess
vegna urðu að fara af landi burt og búa er-
lendis. En þessar liættur komu ekki konunum
fremur til að hætta við störf sín, en karlmönn-
unum. Og þegar dró aö uppreistarbyrjuninni
og undirbúningurinn stóð sem hæst, þá urðu
fjöldamargar konur flæktar við það, að hafa
laumað inn i landið vopnum og skotfærum frá
Japan. Pegar einhverjar orðsendingar voru of
hættulegar til pess að mætti trúa símanum eða
póstinum fyrir þeim, pá urðu konurnar að vera
sendiboðar og þannig ferðuðust pær um alt
Kínaveldi í pessum erindum. Pær óltuðust
engar hættur og ferðuðust með ferðaskrinur
sínar og körfur, fullar af skammbyssum og
sprengikúlum, óhræddar frá einum stað til ann-
ars. Pær lærðu líka hvernig skyldi búa til
sprengikúlur og hjálpuðu til við pað. En nú
voru #Manchuarnir« orðnir árvakrir og leynilög-
reglan tók fasta nokkra af foringjunum og lét
drepa þá. Pað voru 72 »píslarvottar« af þessu
tægi og par á meðal allmargar konur.