Kvennablaðið - 19.03.1913, Page 6

Kvennablaðið - 19.03.1913, Page 6
22 KVENN A.BLAÐIÐ geti sjálfar unnið fyrir sér með vinnu sinni og dugnaði. Því þá veit hann, að þegar slík kona játast honum, þá gerir hún það af ást. Vinnan er jafn virðingarverð fyrir konur sem karla, og jafnnauðsynleg fyrir velferð þeirra beggja........ Sá hefir ekki hreinar og góðar hugs- anir, sem þykir það ekki rétt að konan fái kenslu i atvinnugreinum, sem hún geti svo unnið fyrir sjálfri sér með, en finst heldur að hún eigi að læra einungis það, sem hún þarf til að hugsa vel um manninn sinn, ef hún eignast einhvern slíkan, sem sé: eingöngu heimilisstörfin. Hvað er jafn-aðlaðandi og skynsöm, dugleg og velmentuð kona, sem með at- orku og ánægju vinnur fyrir sjálfri sér. Þegar hún heitir karlmanni eiginorði, þá geturhannsagt með vissu: »Egerelskaður«. Góður heimanmundur. A ölluru timum lieflr heimanmundurinn verið mikilsvert atriði, þegar lijúskapur hefir átt að stofnast. Hjá Forngrikkjum, var heimanmundur dætranna íólginn í dúkum og fötum, sem voru spunnin ofln og saumuð af öllum konum á heimilinu, löngu áður en farið var að hugsa um giftinguna. Iiöfðingjarnir af Merovingeættinni á Frakk- landi heimtuðu að heitmeyjar þeirra kæmu til þeirra með ríkulegan heimanmund og höfðing- inglegt föruneyti. Fegar Athanagild Vesturgota- konungur gifti Galeswinthe dóttur sína Hilperik Frakkakonungi, þá fylgdi henni heil fylking af vögnum, riddurum og fótgönguliði út úr borg- arhliðunum í Toledó, öllum kirkjuklukkum borgarinnar var hringt á meðan, henni til sæmdar. 600 gotneskir og franskir höfðingjar fylgdu konungsdótturinni, rauðhærðir kappar vopnaðir með þungum sverðum, skjöldum og öxura, og dökkhærðir höfðingjar, með kylfur og boga, klæddir i leðurstakka, og með vængj- aða hjálma. Galeswinthe sat í vagni sinum, stíf eins og skurðgoð. Vagninn drógu 6 hvitir uxar, með silfurhringi á hornunnm. Pannig ferðaðisf hún með föruneyti sínu yfir Spán, Pyreneafjöllin til Ruan í Frakklandi, þar sem brúðkaupið átti að standa. Við allar stærri borgir á leiðinni staðnæmdist liðið. Riddar- arnir fóru úr rykugu ferðakápunum, sprettu af hestunum, og hófu upp skildina. í miðjum bænum tóku þeir sér hvild, og þangað komu helztu menn borgarinnar með viðbót við heim- anmundinn, handa hinni tilvonandi drotpingu. Kniplingar, léreft, klæði, hör ogstykki af málmi og bronse. Og eftirþvísem liðið komst lengra áfram, eftir því fyltust hinir 6 tómu vagnar, sem ætlaðir voru undir gjaflrnar, með salt, korn, og ost og heimanmundurinn óx eins og snjókökkur, sem veltur ofan brekku. Á brúð- kaupsdaginn lagði Hilperik hálmstrá á öxlina á brúðurinni og nefndi um leið hátt 5 borgir, sem hann gæfi drotningunni í morgungjöf. Tveimur árum síðar myrti hann hana, til þess að nú yfirráðum yfir auðæfum hennar, og til þess að gifta sig með Friðgunni, sem hafði í heimanmund, eftir þvi sem samtíðarmenn hennar segja »þúsund álnir af illgirni, saum- aðar með grimd, og útsaumaðar með hugleysi«. Á riddaratímunum þótti lika mikið varið í heimanmundinn. Spánski riddarinn, sem kom að biðja Blanseflúrar hinnar fögru, kom á skipi alfermdu hveiti, víni, hunangi og gulli. En til þess að faðir hennar skyldi ekki halda að hann ætlaðist til slíks heimanmundar frá honum, þá duldi hann skarlatsklæði sín undir óálit- legri kápu. En faðir hennar sá það, og virti slíkt göfuglyndi sem vert var. »Dóttir mín skal fá þann heimanmund sem henni sæmir, skraut- lega gimsteina, purpuralök, dýrmætar ábreiður, saumaðar með leópördum, örnum og fleiri dýr- um, þvi ef hún hefði orðið að veröa ógiit jóm- frú, þá hefði eg orðið að klæða hana alla æfi hennar«,sagðihann OgBlanseflurfékk sæmilegan heimanmund. Hún fór burtu með tvö hundruð og sexlíu stórar kistur, tvö þúsund álnir dýrmætt klæði, fínt leður í stigvél, sjö skrín með skraut- gripi, niu þernur, þrjátiu lénsmenn og skrifta- föður og stjörnuspámann sinn. Seinna. á tímum breyttist þessi tízka, þá hættu konur að vilja láta sauma sér hálftannað hundrað kjóla með sama sniðinu. Þær sögðu það væri eins og þær væru i fötunum hennar langömmu sinnar. Pá hafði tízkan tekið við völdunum. Á átjándu öldinni fóru auðugir borgarar að gefa dætrum sínum dýran heimamund eins og aðallinn gerði. Pað er eins og þessi jafn- réttisþrá, sé fyrirboði stjórnarbyltingarinnar miklu. Pegar Mlle Jonanna átti að giftast Sie- ur-Troudon, stærsta vaxkerta-verksmiðjueig- anum i Frakklandi, þá fékk hún hjá foreldrum sínum 50,000 franka í heimanmund, sem þótti framúrskarandi mikið á þeim tímum. Pað var greitt i fjölda dýrgripa úr gulli, skreyttum með demöntum og öðrum gimsteinum, þremur viðhafnarkjólum, sem alinin af efninu í hafði

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.