Kvennablaðið - 19.04.1913, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 19.04.1913, Blaðsíða 2
26 KVENN A.BLAÐIB Mr. Asquith heitir létti 1911. Næsta ár kom frumvarpið aftur fyrir Parlamentið, dálítið breytt, var samþykt við fyrstu og aðra umræðu ^með 255 atkv. gegn 88. Um 200 staðleg félög sendu stjórninni fundarsamþyktir, sem skoruðu á hana að greiða fyrir frumvarpinu, og ekkert einasta félag greiddi atkvæði móti því. Stjórnin þorði nú ekki að neita því allri hjálp; en þótt hún þættist ekki geta það við meðferð þess 1911, þá lofaði hún því 1912. Þetta loforð sagði Mr. Asquith að yrði efnt »bæði eftir andanum og bók- stafnum«. í trausti til þessa heits héldu Suffragetturnar áfram vopnahléinu, og gerðu heldur ekkert móti þessari óvinveittu stjórn í pólitískri agitation á meðan. i Hvernig lóforðin voru rofin. Ekki leið á löngu áður en »andi« loforðsins var rofinn. Aðalatriðið í miðl- unarfrumvarpinu var það, að það nálgað- ist karlmanna-kosningarlögin. Pví þótt það veitti ekki nema hér um bil einni miljón kvenna kosningarrétt, en llh milj. karlmanna, þá var með því að veita kosningarrétt öllum búandi sjálfstæðum konum, sett sömu skilyrði fyrir karla og konur. Þegar því Asquith í nóvbr. 1911, eftir uppástungu Mr. Loyd George, aug- lýsti, að hann ætlaði að leggja fram á næsta þingtíma frumvarp um hér um bil almennan kosningarrétt karimanna, þá var grundvöllurinn undan miðlunarfrumvarpinu hruninn. Það gerði ekki körlum og kon- um jafnt undir liöfði, og nýtt loforð hans um að möguleiki skyldí fást til að bæta breytingartillögu við þetta frumvarp, um kosningarrétt kvenna, og deildin skyldi frjáls að greiða atkvæði um það, var ó- fullnægjandi af ýmsum ástæðum. Konur vissu, að þetta loforð var gagnslaust og hikuðu sér ekki við að segja það. Mót- mælafundur var haldinn af W. S. P. U. þegar í nóvember, gegn þessari aðferð. En sama daginn sem þetta nýja frum- varp stjórnarinnar var lagt fram, þá álitu konur sig Iausar allra mála. Mr. Loyd George hafði sjálfur sagt, að miðlunar- frumvarpið væri með þessu »torpedoed«. í marz 1912 héldu konur annan mótmæla- fund, og með því að þær vildu eftirminni- lega mótmæla þessum margendurteknu svikum, og sömuleiðis harðýðgislegri með- ferð á konum við fyrri tækifæri, þá byrj- uðu þær nú á þeirri aðferð, að brjóta rúður, sem kostuðu nokkur þúsund pd.st. Hundruð kvenna voru þá teknar og settar í fangelsi, þar á meðal félagsstjórnin: Mrs. og Miss Pankhurst og Mr. og Mrs. Pelhick Law- rence, sem voru sökuð um uppreist, og að þau fengju konur til að gera slíkt hið sama. Til allrar ógæfu fyrir málstað kvenna, þá tóku stiltari kvenréttindafélögin loforð Asquith’s gild og trúðu honum; því varð mótstaðan ekki eindregin, og því skildu ekki allir ástæður æstari kvenn- anna fyrir mótstöðu þeirra, sem allir hefðu skilið, ef kvenréttindafélögin hefðu öll neitað að taka þessi loforð gild eða trúa þeim. Ráðherrarnir hvetja til nppreistar. Skömmu áður var einn af ráðherrun- um, C. E. H. Hochause, á fundi á Bristol 16. febr. 1912. Þar sagði hann, að alt það, sem konur hefðu gert, bæði ræðu- höld, skrúðgöngur og rólegir mótmæla- fundir, hefðu engin áhrif á sig, eða neitt annað, sem konur hefðu gert. Annað mál væri það, þegar borgararnir hefðu sýnt mótmæli sin 1832 með því að brenna Nottingham kastala, eða þegar þeir hefðu rifið upp járnbrautarteinana í Hyde-Park. Það hefðu allir getað skilið. Þessi eggj- unarorð hafa haft ósegjanlega þýðingu fyrir bardaga-aðferð kvenna og við ýms tækifæri hefir beinlínis verið farið eftir þeim. — Og þetta segir stjórnmálamaður og ráðherra með ábyrgð fyrir þingi og þjóð!

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.