Kvennablaðið - 19.04.1913, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 19.04.1913, Blaðsíða 5
KVBNNABLAÐIÐ 29 vóru pessu félagi að þakka, þá var hann vold- ugasti maðurinn í öllu rikinu, í öllu sem snerti hið nýja stjórnarfyrirkomulag. Konurnar álitu heit hans sem stjórnarloforð, en liklega hafa þær misskilið einhverjar velviljugar og sam- hygðarlegar athugasemdir, og tekið þær fyrir fullkomin loforð. Nýlega heíirþetta »þjóðarráð« tekið ákvörð- un um hinar almennu kosningar þegar skal kjósa fasta stjórn, en karlmenn einir eru álitnir kjós- endur. Konurnar voru til staðar, til þess að gera kröfur sinar gildandi, og fá atkvæði um þá stjórn, sem hafði kostað þær svo mikils. En árangurslaust. Mikil óánægrja í landinu. Þrátt fyrir þetta, var mikil óánægja í land- inu. Hermenn at lægri stéttum höfðu ekki fengið mála, og rændu stærstu sveitaþorp, stærri borgir, skip og járnbrautarlestir, eins og gert var á mið- öldunum. Stjórnin var i mestu peningavand- ræðum, því þá fékk hún hvergi til láns, og all- ar slíkar umleitanir mishepnuðust. Mörg félög voru stofnuð, sitt með hverri pólitískri stefnuskrá, fyrir landið. Alt var það hvað á móti öðru, og úlfúð og gremja fór dag- vaxandi. Þá kom dr. Sun til Peking og honum tókst að sameina 5 af þessum félögum i eitt sambandslandsfélag. »Tung Ming Hai« var sterkast, en þegar hin félögin mótmæltu því að konur fengju kosningarrétt, þá strykaði dr. Sun það út af stefnuskránni, auðsjáanlega eftir- sjónarlítið. Auðvitað voru konurnar hér líka viðstaddar,til að mælast eftir annarimeðferð. En þetta varð árangurinn eins og venjulegt er. Ósamlyndi núverandi stjórnar, er af tekniskum ástæðum, út af myndun ráðanej'tisins og störf- um þess. En kosningarréttur kvennanna er eins langt frá huga foringjanna eins og suðurheim- skautið frá norðurheimskautinu. Þegar eldur- inn var heitastur, þá voru hendur kvennanna nógu sterkar til að draga steyktar kastaníu- hnoturnar út úr honnum, og ef þær brendu sig við vinnuna þá kom það engum við nema þeim. En nú, þegar logarnir eru slöklir og glóðirnar dauðar, þá slá karlmennirnir konurnar á fing- urna, þegar þeir eru réttir út til að ná í ávexti stjórnarbyltingarinnar, — en sjálfum sér um- buna þeir ríkulega. Konuruar ern frá sér af gremju. Pað er sama gamla sagan. Við Vesturlanda- konur mundum hafa vitað hvernig fara mundi, en þessar Austurlandakonur eru öðru vísi. Þær hafa reynt svo stóra harma, að við getum ekki ímyndað okkur þá! En til eru aðrir harmar, sem þær verða að þekkja áður en þær ná frelsi sínu. Pær horfa til baka, um tvö þúsund ára tímabil — og lengur — þær sjá alt það rang- læti, sem þeim hefir verið sýnt sem kyni, sjá þeirra samanhnoðuðu fætur, þeirra óþroskuðu heila, og þeirra óeðlilega líf. Frammi fyrir sér sáu þær opnar dyr, sem leiddu að tækifærinu, þekk- ingunni, frelsinu, hamingjunni, og þær dreymdi um það, að þær skyldu gæta þeirra, svo að framvegis gætu allar kínverskar konur gengið þangað inn. Pví gáfu þær alt þrek sitt, alla hamingju sína, alt sitt líf. Gegnum þessar sömu dyr sjá þær nú félaga sína frá stjórnarbyltingunni ganga í röðum. Suma gleymandiþví að konur séu til, og suma lítandi á þær tortrygnisaugum, sem segja: »Við þurfum ykkar ekki lengur við. Farið þið aftur þangað, sem þið voruð áður!« Konnrnar reyna að ná fjórum lilutum. Konurnar hafa nú breytt sinum fyrri félög- um »þorðu að deyja«, sem þær mynduðu á byltingatimunum, í kvenréttindafélög, og eru að gera þau að sambandslandsfélagi, sem verður tekið inn i Alþjóðasambandsfélagið á kvenna- þinginu í Budapest í júní i sumar. Pær sam- eina sig um það að leitast við að vinna að því að fá þessum fjórum atriðum komið fram: 1. að fá pólitískan kosningarrétt svo fljótt sem unt er. 2. að koma á fót kvenréttindafélögum í öllum fylkjum ríklsins. 3. að tryggja stúlkubörnum sömu uppeldis- skilyrði og drengjum. 4. að fá stoínaða tekniska skóla handa börn- um og konum. (/*!jtt úr nKvindestemmeretsbladetn að nokkruj. Nú eru farnar að berast fréttir af á- skorana-undirskriftunum og virðist þeim mjög vel tekið. Einstaka konur hafa sent undirskriftablöðin aftur með mjög inörgum undirskriftum. Og þau bréf, sem berast með, láta í Ijósi eindregna ánægju kvenna yfir áskoruninni og áhuga fyrir að liún fái sem ílestar undirskriftir. — Vér viljum minna konur á að gæta þess vel, að engir bæir eða hús verði út undan, og að láta þær konur, sem flytjast inn, t. d. í fiski- plássum, skrifa Hka undir. Munið að hafa gætur á að allar konur komi með, og gætið þess, að undirskriftirnar eiga helzt að koma fyrir þingbyrjun! Gleðilegt sumar, systur! Velkomnar í samvinnuna! Yðar einlæg Briet Bjarnhéðinsdóttir.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.