Kvennablaðið - 30.11.1915, Síða 1
KvennahlaftiA koit-
ar 1 kr. 50 au. inn-
anlands, erlendis S
kr. [66 cent vestan-
hafe) */» v«»T(5ging
borgist fyrfram, en
*/» fyrir 16. júli.
CTppgöffn ikrifleg
bundin viö kra-
m6t, ógild nema
komin sé til út-
geí. fyrir 1. okt
3g kaupandi hati
borgað að fullu.
21. ár. Reykjavík, 30. nóvember 1915. M II.
Framíiðarmál vor.
Eftir því sem nær dregur kosningun-
um, koma spurningar fram um það, fyrir
hvað konur muni nú aðallega beita sér.
Hvort þær hafi hugsað sér nokkra sér-
staka stefnuskrá, sem þær ætli sér að
fylgja í allri sinni pólitík, eða hvort þær
ætli að láta sér nægja með að fylgja þeim
vegi, sem karlmennirnir afmarka þeim,
og ekkert fara út fyrir hann.
Færi svo, að íslenzkar konur skildu
sína pólitisku köllun á þann hátt, að þær
ættu einungis að fylgja karlmönnunum
að málum, án þess að bæta nokkru við
frá sjálfum sér, þá verðum vér að álíta,
að gagnið af hluttöku þeirra i almennum
málum yrði ekki sérlega víðtækt. Með
því móti bættu þær engu nýju inn í
stjórnmálin, hvorki til að bæta sinn eig-
inn hag eða barna sinna. Og það hafa
þó konur margra annara landa gert, jafn-
vel þótt þær hafi ekki tekið neinn bein-
an þátt í pólitíkinni.
Hér á Norðurlöndum hafa flest þau
lög, sem gefm hafa verið úl á síðari ár-
um, og snert hafa aðallega konur eða
börn, átt rót sína og framkomu að rekja
til kvenna, beinlínis eða óbeinlínis. Fyrir
utan frumvörpin um kosningarrétt kvenna
og kjörgengi, bæði stjórnskipulegan og í
sveita- og héraðamálum, og lög um rétt
kvenna til allrar æðri mentunar og em-
bætta (sem þær hafa enn þá hvergi fengið
fullan að lögum, nema hér á landi), þá
hafa ótal mörg góð og nytsöm lög komið
fram að tilblutun kvennanna. Má þar
til nefna ekkjulögin dönsku, ýms verka-
kvennalög, ýms tryggingarlög, t. d. slysa-
tryggingar, .mæðratryggingar, ýmsa kalla
hjónabands- og barnalöggjafarinnar, fjár-
veitingar til hússtjórnarskóla o. s. frv.
Þær hafa mikið unnið að því að fá
löggjafarvöldin til að koma á fót sér-
skólum í iðnaði handa konum, fengið
ýms ákvæði um aukið heilbrigðiseftir-
lit o. fl. o. fl. Alt, sem miðað hefir að
því að auka þekkingu kvenna bæði í
verklegum og bóklegum efnum, hefir
oftast átt upptök sín að rekja til kvenn-
anna sjálfra.
Vér heyrum að ýmsir segja, að kon-
urnar muni beita sér fyrir landsspítala-
málið. Jafnvel þótt svo yrði, sem vér
teljum sjálfsagt, þá gæti það ekki heitið
neitt sérstætt kvennamál. Engum mun
koma til hugar, að konur einar komi
spitala upp fyrir alt landið. Til þess hafa
þær ekkert fjármagn, enda engin ástæða
til að vonast eftir sliku. Því þótt frum-
kvæði samskotanna sé aðallega frá konum,
þá var sú hluttaka aðallega ætluð til þess
að koma hreyfingu á málið. Það er fyrst
við kosningarnar, með því að fá þing-
mannaefnin til að taka málið að sér, sem
konur geta vænt þess að hafa komið því
nokkuð verulega af stað. Það er líka sú
leið, sem bæði það mál og öll önnur
almenn þjóðþrifamál eiga að ganga.
En það er líka á þenna sama hátt,
sem konur verða að vinna framvegis, að
minsta kosti fyrst um sinn. Og það ættu
þær að geta með því að bæði utan og
innan pólitísku flokkanna að vinna að
því, að fá þá til að taka þau mál upp á
sínar stefnuskrár, sem þær hafa mestan
áhuga fyrir. En til þess að fá áhuga
fyrir nokkru rnáli, verða menn að þekkja
það og það ástand, sem baita skal. Þvi
er það fyrsta skilyrðið, að vér reynum