Kvennablaðið - 30.11.1915, Page 4
«4
KVENNABLAÐIÐ
óháðari en konur viða annarstaðar i
Norðurálfu, hefir einnig þetta mál verið
ofarlef>a á dagskrá hjá öllum kvenrétt-
indafélögum. Samkvæmt kröfum sinum
um fult jafnrétti, bæði pólitiskt og borg-
aralegt, við karlmennina, hafa þær einnig
verið fúsar til að taka á sig þær skyldur
og ábyrgð, sem slikum léttindum f^'lgja.
Og því hafa þær bæði ritað og rætt um
á hvaða hátt þær bezt gætu gert ælt-
jörðu sinni gagn, og hvernig þeirra þegn-
skylduvinnu ætti að vera háttað.
Auðvitað er sjúkrahjúkrunin nauðsyn-
leg og sjálfsögð að vera samfara land-
vörnum og stríðum. Enda hafa rikin nú
silt fasta kvenna hjálparlið í þeirri grein,
þar sem »Iiauða kross«-félagið er, sem
teija má sem l'ast landvarnarlið, bæði á
friðar- og ófriðartímum. En konurnar
hafa brátt komist á þa skoðun, að ekki
þyrfti á aðstoð hverrar einustu konu að
halda til þeirra starfa. En einmitt þau
störf, sem nauðsynlegt væri að hver
kona gæti leyst vel af hendi, ættu að
vera gerð að þegnskylduvinnu kvenna.
í Svíþjóð og Noregi hafa nú á nokkr-
um síðustu árum komið fram tillögur
um, að konurnar skyldu hafa sitt þegn-
skylduár á aldrinum 15—25 ára. Þessi
þegnskylda þeirra skyldi vera innifalin i
þvi, að hver einasta ung stúlka lærði
heilt ár alt, sem lyti að því, sem hús-
móðir og móðir þyrfti að kunna til að
geta sljórnað heimili sinu sem bezt og
alið börn sín upp til að verða heilbrigða,
dugandi og siðferðisgóða borgara.
Það var fyrst árið 1907, sem tillaga
þessi var borin fram á stórum kven-
réttindafundi í Karlstad, af frú Gerðu
Hellberg, sem lagði til að ríkið setti þessa
skyldukenslu á fót handa öllum ungum
stúlkum. Margir tóku þessu mjög vel og
blöðin fylgdu því eindregið. Þau hafa
líka venjulega sagt, að heimilið væri
aðalverksvið kvenna, og gátu naumast
verið þessari tillögu mótfallin. í rökfærslu
sinni fyrir þessari tillögu, segir frú Hell-
berg:
»Ákjósanlegasta hugsjónin er það, að
ríkið fastsetti eitt kvennaár sem nokk-
urskonar skyldu-námskenslu um mæðra-
skyldur og mæðrastörf. Það er: konur,
sem væru fyltar af ábyrgðartilfinningu,
og fullvitandi nm það, að þjóðfélaginu
er lif og heilsa barnanna nauðsynlegt
ekki síður en annara meðlima þess. Þessi
kensla ætti að skapa mæður, sem gera
má kröfur til og sækja ráð til, þegar um
uppeldi hinna nýju þjóðfélagsborgara er
að ræða, sem ekki standa ábyrgðarlaus-
ar, skilningslausar og ráðalausar yfir öll-
um þeim mörgu vandamálum, sem r>ýir
tímar hafa í för með sér. Við verðum
að hætta að reikria alt út eftir ástæðum
efnaða fólksins, sem er í minni hlutan-
um. Við verðum að líta á ástæðurnar
frá sjónarmiði verkafólksins. Væri mæðr-
unum i þeirri stétt kendar mæðraskyld-
ur og mæðrastörf og þær aldar upp til
að hafa ábyrgðartilfinningu, þá yrðu þær
bandamenn og liðsmenn okkar í barátt-
unni gegn vínnautn, saurlifi og stóreigna-
vinnuiðnaði, sem eyðileggur lífskraftinn
í æskulýðnum, og er versti óvinurinn
gegn endurbætlri þjóðarheilbrigði (Rase-
hygien)«.
Önnur sænsk kona hefir líka gerst tals-
maður þessa þegnskylduvinnuárs kvenna.
Það er dr. Karolina Widerström. Hún
mintist á tillögurnar um að konur skyldu
læra hjúkrunarfræði, en áleit það ekki
fullnægjandi, heldur vildi að þær skyldu
læra sem þegnskylduvinnu, alt sem liti
að þeirra tilvonandi móður- og hús-
móðurskyldum. — Meðal þess sem kent
væri, skyldi vera heilsufræði, persónulegt
hreinlæti og meðferð á líkama sinum og'
heilsu, bústaðar- og þjóðfélagsheilbrigð-
isreglur, meðferð barna og praktiskan og
hollan malartilbúning. Þegnskyldutím-
ann hafði hún hugsað sér eitt ár, á 18
til 20 ára aldrinum, að minsta kosti íyrir
25 ára aldur. Tillögu um þetta bar hún
fram á fundi í Iívenréttindafélagi Stock-
hólms 1910, sem þar var einnig sam-
þykt. Auðvitað átti ríkið að kosta þessa