Kvennablaðið - 15.07.1917, Side 2
42
KVENNABLAÐIÐ
Verndun barna.
Kvenréltindafélag íslands, sem er eitt af
félögum þeim á Norðurlöndum, sem bundu
með sér bandalag siðastliðið haust, hefir
nú sent Alþingi eftirfylgjandi erindi, um að
brej'ta barnalöggjöfinni og að þingið hlutist
til um að landsstjórnin undirbúi það mál
fyrir næsta alþingi. Flutningsmenn þessa
máls á alþingi eru þeir þingmennirnir
Einar Arnórsson og Gísli Sveinsson. Hafa
þeir gert tillöguna víðtækari að því leyti
að þeir vilja einnig fá hjónabandslöggjöf-
ina tekna með, að minsta kosti kaflann
um lijónaskilnaðinn.
Vér konur megum vera ánægðar með
að hafa fengið svo góða flutningsmenn að
þessu máli eins og þessir tveir þingmenn
eru, og vonum að þeir sjái um, að
það verði hvorki svæft né geymt um
óákveðinn tíma, heldur verði það rækilega
undirbúið af stjórninni og tekið svo fyrir
til meðferðar og gagngerðrar endurskoð-
nnar á næsta þingi.
»Paö er alkunnugt, að nú um nokkur ár, hafa
landsstjórnir og löggjafarþing Norðurlanda
haft gagngerðar breytingar á hjónabands- og
barnalöggjöfinni til meðferðar. Þau hafa því í
sameiningu sett sameiginlega lögfræðislega
nefnd frá öllum þessum þremur löndum, skip-
aða konum og körlum, til að rannsaka og at-
huga þessi vandamál. Á tillögum þessarar
nefndar hafa svo hinar sérstöku lögfræðislegu
nefndir í hverju þessara ríkja, bygt breytingar-
tillögurnar, sem gerðar hafa verið á þessum
lögum, og lagðar hafa verið fyrir löggjafarþing-
in í frumvarpsformi. Um þessi frumvörp hafa
síðan landsstjórnirnar óskað umsagnar ýmsra
kvenréttindafélaga bæði í Noregi og Danmörku,
og þar með viðurkent hinn ómótmælanlega
rétt kvenna, að leggja fram sínar tillögur, þeg-
ar um uppeldi og velferð þeirra sjálfra og barn-
anna væri að ræða.
Kvenréttindafélag íslands hefir frá fyrstu
stofnun álitið þessi mál vera einkum þau mál,
sem konum bæri nauðsyn til fyrst og fremst
að fá breytt í réttlátari og frjálslegri átt. Pað
hafði fyrír nokkrum árum gert ráðstöfun til að
þessu máli yrði hreyft á Alþingi og fengið
flutningsmann að því, en af sérstökum ástæð-
um (vegna anna Alþingis) fórst það fyrir.
Pví miður eigum vér islenzku konurnar ekki
enn þá neina færa löglærða lconu, sem geti skýrt
þessi mál og flutt þau frá vorri hendi. En þrátt
fyrir það, hafa konur fylgst það með, í um-
ræðum þeim, sem orðið hafa um þau í ná-
grannalöndunum, og af allri hinni sorglegu og
löngu reynslu um hve allsendis óhæfilegt og
ranglátt margt í þessari löggjöf er, sem vér
verðum ennþá að búa við, að þeim er öllum
ljóst, að þau þurfi hinna gagngerðustu umbóta
við, og að þau séu orðin á eftir tímanum í
mörgum mikilsverðum atriðum. Sér i lagi vilj-
um vér taka fram barnalöggjöfina og þá eink-
um lögin um óskilgetin börn, réttindi þeirra og
alla afstöðu þeirra og mæðra þeirra, og þau
lög sem standa í sambandi við þau.
Vér erum þess fullvissar að flestar islenzkar
konur og karlar munu oss sammála um það,
að þessi löggjöf ætti svo mikið sem unt væri
að vernda óskilgetnu börnin, sem standa oftast
svo miklu ver að vígi með öll lífsskilyrði, þar
sem sjaldnast nokkur heimili standa þeim op-
in til verndar, og alloft að foreldrarnir hvorki
geta né vilja annast um uppeldi þeirra. Pessi
raunalegu örlög, sem óskilgetnum börnum eru
ósjálfráð, ætlu lögin svo mikið sem unt væri
að milda og bæta, en ekki með sérstökum á-
kvæðum að búa þeim æfilanga óhamingju og
bágindi, eins og hingað til hefiroft átt sér stað.
Kvenréttindafélag íslands sér ekki betur en
að nú sé einmitt hentugur tími til að þessi mál
verði einnig hér tekin til athugunar og umbóta,
þar sem menn nú geta haft til stuðnings og
hliðsjónar tillögur og lagabreytingar nágranna-
þjóðanna í þessum málum, sem innihalda marg-
ar og mjög mikilvægar réttarbætur í þeim frum-
vörpum, sem öðlast hafa lagagildi eða liggja
nú fyrir löggjafarþingunum.
Kvenréttindafélag ísiands leyfir sér því virð-
ingarfylst að skora á hið háa Alþingi að hlut-
ast til um:
Að landsstjórnin taki alla barnalöggjöfina, og
þá einkum lögin um óskilgetin börn og
mæður þeirra, til undirbúnings og breyt-
inga fyrir næsta Alþingi, og leggi fyrir það
frumvarp til laga um þessi mál.
Að mcð þessum lögum verði óskilgetnum börn-
um meðal annars, sérstaklega tryggður sami
réttur til arfs og nafns föðursins og föður-
frænda og skilgetnum börnum.
Ad þeim sé með lögunum tryggður fullur upp-
eldiskostnaður frá föðursins hendi með
nauðsynlegum þvingunarráðstöfunum, þeg-
ar þess þarf með, og að meðlag föðursins
með barninu og tillag hans til móðurinnar
fyrir og eftir fæðingu barnsins greiðist af
opinberu fé, án þess að reiknast fátækra-