Kvennablaðið - 15.07.1917, Qupperneq 4

Kvennablaðið - 15.07.1917, Qupperneq 4
44 KVENNABLAÐIÐ atvinnu og var reiðubúin í öllu að bæta alt ástand þeirra. Með þessu ávann liún sér tiltrú, vináltu og traust þeirra, þvert á raóti því, sem vant er með umsjónarmenn leiguhúsa. Árangurinn af þessu varð sérlega góður með því að nú skifti alveg um, og þetta hverfi, sem áður var annálað fyrir að vera hæli versta skrílsins í borginni, hafði nú að eins heiðarlega og reglusama ibúa. Eftirspurnum að húsunum fjölgaði altaf, þótt þar vantaði mörg þægindi, t. d. vatns- leiðslur, skólpræsi o. s. frv. Til þess að hæta nú úr skortinum á ódýrum og hollum hýbýlum stofnaði frk. L. árið 1890 hlutafélag með áhugasömu og velviljuðu fólki, til þess að byggja bústaði handa reglusömum og duglegum verka- mönnum. Það var kallað »Akliebolaget Stockholms Arbetarehem«. Meðlimirnir í félaginu voru af öllum stéttum inanna, frá efnaðri verkamönnunúm og upp að konungsfólkinu. Höfuðstóllinn má vera minst 100,000 kr., mest 500,000 og skiftist i 500 króna hluti. Að tilhlutun félagsins voru nú bygð nokkur stór ibúðarhús við Síbyllugötuna og Jungfrugötuna í Stokkhólmi. í þessum húsum voru íleiri hundruð smáíbúðir, ællaðar efnaminna fólkinu. Lóðirnar keypti félagið af bænum með mjög góðum borgunarskilmálum, þannig að skuldagreiðslan fer fram með árlegum innborgunum, sem er 4% af öllu inn- kaupsverðinu þar af 3°/o rentur og l°/o afborgun. Flestar íbúðirnar í þessum húsum eru 1 stórt herbergi og lílið eldhús, nokkrar eru 2 herbergi og eldhús, svo eru nokkrar ibúðir 1 stórt herbergi með eldunarofni og fáein slök herbergi handa einlileypum, sem leigð eru með húsbúnaði og oftast búa i 3—4 menn. Við bygginguna og út- búnað herbergjanna hefir tvent verið haft aðallega hugfast; að skapa sem vistlegust og þægilegust heimili handa leigendunum, og að lækka leiguna um leið sem unt væri. Til þess að ná þessu tvöfalda markmiði hafa menn neyðst til að byggja húsin án alls óþarfa skrauts og iburðar, en útbúa þau með öllu því, sem til þæginda og þrifn- aðar heyrir, til þess með þvi að skapa verulega viðkunnanleg og þægileg heimili. Þannig fylgir öllum íbúðunum fataskápur, búr, eldhússkápur, eldiviðarkassi, vatns- leiðsla, skólpleiðsla og suðugas. Þessum björtu, viðkunnanlegu og þægilegu ibúðum fylgir líka hverri fyrir sig lítil forstofa út frá sameiginlegum gangi, kjallaraherbergi, og litið loftgeymsluherbergi. Ennfremur sameiginlegur þvottakjallari fyrir hvert hús, sem fjölskyldurnar skiftast á um, eftir röð, bakarastofa með bakaraofni, og bað- herbergi. Leigan er langt fyrir neðan hið alkunna dýra húsaleiguverð í Stockhólmi. Þannig kostar ein ibúð, sem er tvö stór herbergi og eldhús, með öllum hinum áð- urnefndu þægindum 340 kr. um árið. Eitt stórt herbergi og eldhús etc. kostar 230 kr. ef að eldhúsið er venjulega stórt (þau eru öll mjög lítil miðuð við eldhús liér). Ef það er eldhússkot, sem kallast þar, en þó með vatni og gasi og skáp, þá kostar sú íbúð 160, og herbergi með suðuofni 150 kr. Loks kostar 1 herbergi með húsgögn- um 240 kr. um árið. Eins og áður er sagt eru garðsvæði með hverju húsi, sem ætl- uð hafa verið fyrir leikvelli handa börn- unum, sem eru mjög mörg í þessum húsum. Eftirspurnin eflir þessum íbúðum hefir verið mjög mikil og ætíð pantað upp löngu áður en losnar, því liefir verið unl að velja úr. Til þess að fá inntöku hafa menn þurft að hafa meðmæli húseigenda þeirra, sem. leigendurnir hafa áðnr leigt hjá, vinnuveitanda, verkmeistara o. s. frv. og auk þess hefir umsjónarkonan frk. Lagerstedt sjálf kynt sér lieimilin áður og heimsótt þá, til þess að sannfærast um, að fjölskyldan hefði ekki neilt það fólk, sem á einn eða annan hátt gæti haft skaðleg áhrif á grannana. Samningarnir, sem gerðir eru nfilli hlutafélagisns og leigjendanna

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.