Kvennablaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 5
K V E N N A B L A i) I Ð
45
sýna líka vel hvaða anda menn vilja láta
vera ríkjandi í verkmannabústöðunum.
Leigandinn skuldbindur sig til:
1. Að án leyfis félagsstjórnarinnar taki
hann engan vandalausan til að búa
með sér í herbergjunum.
2. Að trufla ekki reglusemi, góða siði
og þrifnað með ósiðlegu framferði,
drykkjuskap, hávaða eða öðrum ó-
spektum.
3. Að sjá um að börn skrifi ekki á veggi
eða stiga, rífi veggfóður, klíni, skemmi
eða óprýði eignina á neinn hátt. Sömu-
leiðis að þau noti ekki forstofur, Stiga,
bakdyraganga eða stéttir til leika, eða
samkomustaða.
Frk. Lagerstedt er umsjónarkona þess-
ara húsa. Hún hefir sett á fót verzlun í
einu af þessum húsum, þar sem leigjend-
urnir geta fengið allar nauðsynjavörur
keyptar, jafnvel líka nauðsynlegt efni í
hversdagsföt ótilbúin, eða jafnvel tilbúin,
handa sér og börnunum. Mjólk og brauð
fæst þar einnig og ódýrar kökur, bollur,
vínarbrauð o. s. frv. Allur ágóðinn skiftist
á milli viðskiftamannanna, sem eru leig-
endurnir, svo þelta er eiginlega samlags-
verslun. Matvörurnar eru allar af bestu
tegund.
í þessum búsum, minsta kosti sumum
þeirra, er einnig nokkurs konar »Kinder-
garten« eða vinnustofa barna. Það er her-
bergi fyrir smábörn, sem bæði er leikstofa
og börnunum einnig kent ýmislegt smá-
vegis, pappa-»slöjd« og að linoða allra-
handa myndir úr leir o. s. frv., byrja að
sauma og svo leika sér, syngja o. s. frv.
Eru það hclst upgar efnaðar stúlkur utan
úr bænum sem kenna þetta ókeypis. Þarna
geta smábörn verkakvenna, sem vinna úti,
verið óhult þangað til móðirin kemur heim.
Félagstiifinninguna meðal leigendanna
leilast frk. Lagerstedt við að vekja með
því að sjá um reglubundna fundi bæði
fyrir eldra fólk og yngra, og á þeim eru
svo rædd ýms sameiginleg velferðarmál
þeirra og teknar ályktanir um þau. Þessir
fundir eru haldnir í sérstökum samkomu-
sal í húsinu, sein til þess er ætlaður af
félaginu. Hann er líka notaður sem leslr-
arsalur, bókasafn, vinnustofa og leikstofa
fyrir börn leigjendanna í húsinu á öllum
aldri.
Til þess að börn fátækustu leigjendanna
geti um Iengri tíma á sumrin fengið tæki-
færi að vera upp í sveit, sér til hressingar,
hefir hlutafélagið komið á fót skólaleyfis-
nýlendu, þar sem 25 börn á bverju sumri
fá að vera 10 vilcna tíma, sér til heilsu-
bótar og styrkingar undir skólann.
Hlutafélagið, sem hefir reiknað sér að
eins 4°/o ágóða af höfuðstólnum, ver
þessum ágóða til skólaleyfisins handa börn-
unum, einungis af áhuga fyrir þessu máli.
Fröken Lagerstedt býr sjálf í tveimur
látlausum herbergjum í einu af þessum
búsum, mitt á meðal þessa fátæka fólks.
Auk þess hefur hún skrifstofu, þar sem
allir geta fundið hana og borgað henni
gjöld sín, eða leitað ráða til hennar í öllu
tilliti. Með sinni næmu þekkingu á mönn-
unum og kringumstæðunum og sínum
djúpa skilningi á þörfum þeirra og öllum
ástæðum hefir hún náð trausti og hylli
þeirra svo þeir skoða hana sem sinn besta
vin og ráðgjafa, miklu fremur en umsjón-
armann eða húsbónda.
Þess skal getið að ein af útbyggingar-
ástæðunum er sú, ef leigan er ekki greidd
um lengri tíma. En það hefir sjaldan
komið fyrir.
Hvers vegna
eru konur ekki valdar í dýrtiðarnefndirnar?
Það fyrsta sem konur heyrðust selja út
á aðgerðir stjórnarvaldanna í dýrtíðarmál-
unum, var einmitt þetta: Hvers vegna vel-
ur ekki landsstjórn og bæja- og sveitar-
stjórnir konur með karlmönnunum inn í
dýrtíðarnefndirnar? — Og hvernig stendur
á því að hér í Reykjavík slculi þetta líka
algerlega gleymast? — Hér, þar ,sem eru
12—14 kvenfélög, auk allra annara kvenna