Kvennablaðið - 15.07.1917, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 15.07.1917, Qupperneq 6
46 KVENNABLAÐIi) bæjarins. Hér, sem menn skyldu ætla að nægar færar konur mætti finna, til að ráðgast við um þessi mál. Er það ekki kynlegt, að í nefnd, sem kölluð er matvæla- nefnd skuli kosnir karlar einir. En konurn- ar, sem vanastar eru að skamta matinn, og eiga það fyrir höndum nú, eins og áður, þœr mega hvergi koma þar nærri. Karlmennirnir skipa þeim að eins fyrir: þelta verðið þið að láta ykkur duga til 3 vikna, t. d. 75 kv. af smjörlíki handa hverjum manni í allar máltíðir, o. s. frv. og það í kaupstöðum, þar sem viðbit þarf með öllum mat, að heita má. En því segja þessir menn þá ekki einnig fyrir um hvernig matarhæfið skuli vera til þess að unt sé að komast af með hina tilteknu slcamta? Það ættu þeir að gera og geta að sjálfsögðu. Fyrst þeir taka að sér að vera einir um matarskamtana, ættu þeir líka að vera einir og sjálfum sér nægir um matreiðsluua. Já, hvers vegna er þessu hagað svona? Fað er vegna þess að konurnar hér á landi hafa aldrei haft einurð á að minna karlmennina á að þær œttu að sjálfsögðu að vera þeim samhliða hvar sem væri í lífinu. Þær hafa altaf gleymt að gera sig gildandi þannig að ekki yrði fram hjá þeim gengið. Mörg konan hefir að vísu verið óánægð þegar ráðríkir eiginmenn hafa skamtað þeim öll efni til heimilisins upp í hendurnar, en — þær hafa sjaldn- ast gert neitt annað en að nöldra um það innan Jjögra veggja heimilisins, en ekki mótmælt því svo kröftuglega í orði og verki að ástandið breytist frá rótum. Og nú — þegar við höfum nýfengið okkar stjórnarfarslegu réttindi, þegar kon- ur hafa verið með til að velja þá, sem fara með landsins lög og rélt á alþingi, — því mótmæla þær þá ekki allar sem ein, þegar í stað, í hvert sinn, sem gengið var fram hjá konum í þeim málum, sem snerta þeirra ætið viðurkenda vafdsvið: heimilin, sem karhnennirnir' segja jafnan að sé þeirra riki. Par séu þær sjálfkjörnir stjórnarar. — þar séu þær drotningar og gyðjur, sem með veldissprota húsmóður- innar stjórni þaðan öllum heiminum. Því leggja þeir þá ekki kvennanna eigin al- ríkismál undir þeirra dóm? Eða því dirf- ast þeir að taka þau út úr sjálfra hús- mæðranna eigin höndum án þess að taka þær með sér til ráðagerða, þegar um önnur eins óvenjuvandkvæði er að ræða og nú er? Því verður þó ekki neitað að á engum bitnar dýrtíðin jafn tilfinnanlega og á hús- mæðrunum. Þær eiga nú að ráða fram úr því, hvernig unt sé að komast af með þau fáu og dýru efni, sem við höfum nú ráð á. Þess vegna finst oss að húsmæðurnar, sem hafa svo margvíslega og langa reynslu um heimilisfærslu, matarhæfi og matar- kaup, bæði í góðárum og dýrtið, að þær ættu einmitt allra helzt heima í dýrtíðar- nefndunum; þær hafa margar orðið að ráða fyrri fram úr ýmsum vandkvæðum á heimilum sinum, þær munu þvi nú geta verið karlmönnunum góð meðhjálp, ef samvinnan við þær væri einlæg og full tillit tekið til þeirra. Þetta sjá nú líka mjög margir hygnir menn og játa fúslega. Þeir munu yfirleitt fúsir til að taka húsmæðurnar með í sam- vinnuna. Þessi vinna er og verður sannarlega enginn leikur, heldur bláköld alvara, þar sem er að ræða um hvernig þjóð vor geli staðist þessa neyðartíma. Hingað lil höf- unl vér íslendingar lítið haft af neyð eða vandræðum að segja. Vér höfum svo að segja baðað í rósum. Nú er alvaran að berja hér líka að dyrum. Og vér erum þess fullvissar að konurnar bæði vilja og geta lagt fram góðan skerf til þess að hjálpa til bæði með ráðum og dáð að koma oss ölllum sem óskemdustum út úr þessum hörmungatímum. Það er félagstilfinningin sem þarf að vakna og eflast hjá oss konunum. Vér verðum að fmna að nú, þegar vér höfum fengið full borgaraleg réltindi þá höfum vér líka borgaralegum skgldum að gegna. Pess vegna viljum vér ekki sitja hfutfaus- ar hjá, þar sem vér finnum að vér gætum

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.