Kvennablaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ
47
gert gagn, bæði í orði og verki. Vér erum
þjóðfélagsborgarar, samfélagar og sam-
verkamenn karlmannanna. Vér viljum
taka vorn skerf bæði af réttindum, skyld-
um, vinnu og ábyrgð. Vér viljum ekki
vera hlutlausir áhorfendur, vér viljum vera
starfandi ineðlimir, við hlið karlmannanna
bæði á góðu og vondu dögunum.
Barnið.
(Pýtt).
»Da, da« — bablaði barnið og reyndi til að
hreyfa sig. En litli líkaminn var of þungur fyrir
fæturna, svo bann seig alveg niður á gólfið, og
þar sal hún hlæjandi og baðandi út báðum
feitu handleggjunum. Fröken Inga fann ein-
hverja óvanalega hlýju vakna innvortis, sem
var alveg ólík þeim íáleika, sem hún ætlaði að
sýna Önnu. Fetta litla, saldausa barn, með
sitt rósrauða andlit og mjúku, litlu handleggi —
það lireif hana á alveg undrunarverðan hátt.
Hún sótti ýmsa smámuni, sem stóðu á hillu
inni í salnum, sem hún hélt að barnið mundi
liafa gaman af og fékk þvi þá. Svo fékk hún
því litlu postulinsmyndirnar, sem hún sjálf
liafði dáðst svo mikið að, þegar hún var barn,
og síðast settist hún sjálf á gólfið hjá barninu,
tók af sér breiða nýja gull-armbandið sitt, og
veifaði því í kring. Barnið hljóðaði af aðdáun,
og hrifsaði þennan glóandi gjdta hlut og fór
að leika sér alveg hugfangið að því. Pá mundi
Inga loks eftir móðurinni: —»Seztu niður Anna,
og segðu mér hvernig þér líður núna. Pú ert
líklega ekki lengur í vist?« sagði hún vingjarn-
lega. —
Anna settist gætilega á yzta hornið á stórura
og djúpum eikarstól: — »Nei, fröken, það get
eg ekki vegna telpunnar. Hver ætti þá að gæta
hennar?«
— »Getur þú ekki komið henni fyrir hjá ein-
liverjum og geíið með henni?«
— »Nei, fröken. Ekki fer eg að skilja hana
við mig, hvað sem í boði væri. Eg reyni að
baslast áfram með hana svo vel sem eg get.
Hver veit hvernig aumingjanum litla liði hjá
öðrum. Hún er mín einasta ánægja, þótt eg liafi
þolað mikið hennar vegna. — »Elsa, komdu til
mömmu, komdu! —hún rétti út hendurnar eftir
barninu, sem hélt dauðahaldi báðum höndum
um gylta armbandið, en var þó að bysa við að
reisa sig á fætur á gólfinu. — En þegar henni
tókst ekki strax að ná jafnvæginu, þá tók hin
unga móðir hana upp og lyfti henni hátt upp
yfir höfuðið á sér, setti liana svo ofan á kjöltu
sína og fór að gera sér tæpitungu við hana.
Telpan hló og bablaði, og baðaði höndunum
út í loftið, en Inga sat enn á gólfinu og horfði
á mæðgurnar hýr á svip.
— »Hvað hefir þú nú fyrir stafni, Anna?
Hvernig vinnur þú fyrir þér? spurði hún.
— »Eg slétta lín, og svo þvæ eg líka. Eg bý
með annari stúlku. Hún hefir böð. Pað er beztá
stúlka, og svo er hún mjög góð við Elsu, og
þykir vænt um hana. Eg skal segja frölteninni,
að nú er eg miklu vinnusamari en þegar eg var
hérna. Eg hefi svo mikið að gera með því að
halda Elsu litlu hreinni og fötum hennar í góðu
lagi og svo þjóna sjálfri mér. Matinn sýð eg
meðan eg er að slétta léreftin. í fyrstu hafði eg
lítið að gera. Eg var svo kvíðandi fyrir því,
livernig mér mundi ganga með telpuna. En
þegar eg svo loksins fékk þvottinn herranna,
kammerherrans og landshöfðingjans þarna uppi
í steinhúsinu, þá fór það að ganga betur. Kammer-
herrafrúin kom líka einu sinni til mín og sagði
að eg gerði þetta vel. Hún gaf mér líka við og
við föt handa Elsu. Og hún mælti með mér við
aðra, sem létu mig svo fá vinnu. Nú gengur
mér vel, og vist er um það að Elsa er mér til
gleði og ánægju, þótt eg hafi grátið mörgum
tárum hennar vegua.« —
Fröken Inga hafði staðið upp og sat nú í
legubekknum. Henni fanstþetta altsaman undar-
legt. Hún mintist Önnu, eins og hún var fyrir
tveimur árum. Allir voru þá svo hrifnir af snotru
innistúlkunni þeirra, sem jafnan var svo snyrti-
lega klædd og bar hvíta kappann sinn svo til-
haldslega á vel greidda hárinu sínu. Hún var
svo liðleg í hreyfingum og ágæt að ganga um
beina í salnum. Grófari verkin féllu henni ekki,
og hún kom sér á allan hátt hjá þeim. Nú stóð
liún allan daginn við þvottabalann eða við lín-
sterkjuborðið og kvartaði ekkert yfir því. Hárið
hennar, sem hún áður gerði lirokkið á hverj-
um morgni með heitu hrökkjárni, lá nú slétt
greitt yfir enninu og niður með vöngunum;
hún var 'líka í svörtum kjól og var orðin al-
varleg á svip. Pað var slík ástúð og umhyggja
í öllu hennar viðmóti við barnið, og hóglátur
virðuleiki, sem var algerlega ólikt hennar fyrra
eigingjarna tildri. Enginn feimnissvipur eða
skömmustublær. Var þetta þá Önnu bara gleði
og hamingja? Petta, sem annars er vant að hafa
fátækt og lítilsvirðingu í för með sér.
— »Og faðir barnsins — hvað gerir hann?«
spurði fröken Inga eftir stundarþögn.
— »Eg held hann vinni við sögunarmylnuna«,
svaraði Anna rólega.